Viðskipti innlent

Um 1.000 Danir í vandræðum vegna Iceland Express

Bæði neytendastofa Danmerkur og samband ferðaskrifstofa þar í landi eru nú komin með mál Iceland Express til skoðunnar.

Í frétt um málið í Politiken segir að Iceland Express sé hætt að bóka farþega sína til og frá New York hjá öðrum flugfélögum en fyrr í vetur tilkynnti Iceland Express að það hefði lagt niður flug sitt til New York fram til ársins 2013.

Í Politiken segir að um 1.000 Danir séu í vandræðum vegna þessa máls. Þeir áttu bókuð flug með Iceland Express til og frá New York í mars og apríl á þessu ári. Þeir fá ekki lengur aðrar bókanir af hálfu Iceland Express þrátt fyrir að félagið hafi lofað þeim slíku fyrir áramótin.

Í Politiken segir að málið hafi verið í flækju frá upphafi þar sem Iceland Express sé í rauninni ferðaskrifstofa en ekki flugfélag. Þar með falli félagið ekki undir þær reglur Evrópusambandsins sem tryggja að farþega eigi að bóka með öðrum flugfélögum ef ferðir falla niður og það þótt sá farmiði sé töluvert dýrari en hið afbókaða flug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×