Jón Ásgeir: Stefnan hluti af áróðursstríði Hugrún Halldórsdóttir skrifar 12. janúar 2012 19:30 Jón Ásgeir Jóhannesson segir nýja stefnu slitastjórnar Glitnis gegn sér og átta fyrrum stjórnarmönnum bankans vera hluta af áróðursstríði. Lánið hafi verið afgreitt með eðlilegum hætti og fjöldi tölvupósta sanni það. Slitastjórn Glitnis stefnir Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og allri fyrrverandi stjórn Glitnis vegna fimmtán milljarða króna víkjandi láns sem veitt var Baugi í árslok 2007 en skaðinn af lánveitingunni er metinn á 6,5 milljarða króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Slitastjórnin sönnun fyrir því að Jón Ásgeir hafi sjálfur haft aðkomu að lánveitingunni og misnotað aðstöðu sína, en hann var á þessum tíma forstjóri Baugs og stjórnarformaður í FL Group, sem átti stærstan hlut í Glitni. Jón Ásgeir segir ásakanirnar fráleitar, en hvorki hann né verjandi hans hafa fengið stefnuna í hendur. „Við vitum að lánið fór í eðlilegan farveg, við eigum tugi tölvupósta sem sanna þau samskipti," segir Jón Ásgeir.Er ekki auðvelt að falsa svona? „Jú, jú ef þú ert með þannig hugarfar þá getur þú væntanlega gert það."En eru þetta þá áreiðanleg gögn til að sanna sakleysi ykkar? „Algjörlega án vafa."En afhverju heldurðu þá að stjórnin sé svona viss í sinni sök? „Þessi slitastjórn hefur nú farið af stað með ýmis stór orð og endað úti í skurði eins og Ameríkumálið hefur leitt í ljós. Þetta er PR-leikur þar sem verið er að moka yfir skítinn í Ameríkumálinu. Það er verið að koma með þetta viku seinna eftir að Ameríkumálinu lýkur," segir Jón Ásgeir. Hvorki Jón Ásgeir né verjandi hans hafa fengið stefnuna í hendur. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson segir nýja stefnu slitastjórnar Glitnis gegn sér og átta fyrrum stjórnarmönnum bankans vera hluta af áróðursstríði. Lánið hafi verið afgreitt með eðlilegum hætti og fjöldi tölvupósta sanni það. Slitastjórn Glitnis stefnir Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og allri fyrrverandi stjórn Glitnis vegna fimmtán milljarða króna víkjandi láns sem veitt var Baugi í árslok 2007 en skaðinn af lánveitingunni er metinn á 6,5 milljarða króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Slitastjórnin sönnun fyrir því að Jón Ásgeir hafi sjálfur haft aðkomu að lánveitingunni og misnotað aðstöðu sína, en hann var á þessum tíma forstjóri Baugs og stjórnarformaður í FL Group, sem átti stærstan hlut í Glitni. Jón Ásgeir segir ásakanirnar fráleitar, en hvorki hann né verjandi hans hafa fengið stefnuna í hendur. „Við vitum að lánið fór í eðlilegan farveg, við eigum tugi tölvupósta sem sanna þau samskipti," segir Jón Ásgeir.Er ekki auðvelt að falsa svona? „Jú, jú ef þú ert með þannig hugarfar þá getur þú væntanlega gert það."En eru þetta þá áreiðanleg gögn til að sanna sakleysi ykkar? „Algjörlega án vafa."En afhverju heldurðu þá að stjórnin sé svona viss í sinni sök? „Þessi slitastjórn hefur nú farið af stað með ýmis stór orð og endað úti í skurði eins og Ameríkumálið hefur leitt í ljós. Þetta er PR-leikur þar sem verið er að moka yfir skítinn í Ameríkumálinu. Það er verið að koma með þetta viku seinna eftir að Ameríkumálinu lýkur," segir Jón Ásgeir. Hvorki Jón Ásgeir né verjandi hans hafa fengið stefnuna í hendur.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira