Fleiri fréttir

Um 600 hafa sótt um hjá WOW air

WOW air hefur borist tæplega 600 umsóknir um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjöld af sumarströfum flugliða sem auglýst voru fyrir helgi.

Tólf grunaðir innherjar rannsakaðir

Embætti sérstaks saksóknara hefur nú til rannsóknar tólf mál þar sem grunur leikur á innherjasvikum. Málin tengjast með einum eða öðrum hætti starfsemi föllnu bankanna þriggja.

Getur eyðilagt sjávarútveginn

Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi, segir að breyting á stjórnkerfi fiskveiða, í takt við framlögð frumvörp þar um, geti haft gríðarlega mikil áhrif á sjávarútveginn til hins verra og í reynd "eyðilagt hann“.

Þrjár keðjur með 85% af matvörumarkaði

Þrjár verslanakeðjur ráða langstærstum hluta matvörumarkaðarins. Þær eru Hagar hf., Kaupás hf. og Samkaup hf. Samanlagt eru þessir þrír aðilar með um 85% markaðshlutdeild þegar miðað er við veltu þeirra á árinu 2010. Langstærsta keðjan, Hagar, er í 62% eigu Arion banka. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um samkeppnismarkaði eftir bankahrun.

Frestur til að bjóða í Húsasmiðjuna framlengdur

Tilboðsfrestur í Húsasmiðjuna var framlengdur fram að miðvikudegi klukkan tólf að hádegi. Upphaflega var frestur til þess að skila inn skuldbindandi tilboðum veittur fram að miðnætti í gær.

MP banki og i8 gallerí semja um listaverkalán

MP banki og i8 gallerí hafa gert samkomulag um ný vaxtalaus lán til kaupa á samtímalistaverkum. Markmið samstarfsins er að auka vitund og þekkingu á samtímalist og kynna sem fjárfestingarkost. Einungis er um að ræða frumsölu listaverka, að því er segir í tilkynningu.

Mögulegt að semja við einkaaðila um nýja ferju

Til greina kæmi að einkaaðili myndi kaupa nýja ferju til að sigla á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja og gera samning við ríkið um siglingarnar. Þetta segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Þá yrði hugsanlega hægt að fá nýja ferju fyrr en ef ríkið þyrfti að fjármagna hana.

Segja tilboðið í Iceland of hátt

Talið er að hluthafar í matvöurverslunarkeðjunni Morrison muni leggjast gegn tilboði fyrirtækisins í hlut gamla Landsbankans og Glitnis í Iceland matvörukeðjuna. Þrotabú bankanna eiga um 77% hlut í bankanum og er sá hlutur farinn í opið söluferli. Nokkur tilboð hafa borist, en breska blaðið Independent segir að Morrison hafi boðið 77 sent á hlut. Það muni þykja of hátt tilboð og því muni hluthafarnir leggjast gegn því. Malcolm Walker, stofnandi fyrirtækisins, sem á nú um 23% hlut í því, á forkaupsrétt og hefur því rétt til að jafna hvaða tilboð sem er.

Krugman segir mögulegt að læra af Íslandi

Þau vandræði sem Ísland komst í við efnahagshrunið gerði stjórnvöldum ókleyft að grípa til hefðbundinna meðala, segir Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði á bloggsíðu sinni. Öll önnur ríki ábyrgðust skuldir bankanna og létu almenning borga brúsann.

Minnst afskrifað í sjávarútvegi

Landsbankinn hafði afskrifað skuldir fyrirtækja um 390 milljarða króna í lok septembers síðastliðinn, sagði Steinþór Pálsson, forstjóri Landsbankans á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna á fimmtudaginn. Hann sagði að bankinn hafi fært einna minnst niður af lánum hjá sjávarútvegi.

Veltan hefur dregist saman um þriðjung

Viðskipti byggingavöruverslana skiptast gróflega í tvennt: sölu til einstaklinga og sölu á þungavöru til fyrirtækja. Á fyrri markaðnum starfa margir aðilar í samkeppni hver við annan. Á hinum, svokölluðum þungavörumarkaði, eru tvö fyrirtæki með yfir 90% markaðshlutdeild. Þau heita Húsasmiðjan og Byko. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um samkeppnismarkaði eftir bankahrun.

Sjávarútvegsfyrirtækin fengu ellefu milljarða afskrifaða

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fengu afskrifaðar kröfur að andvirði samtals tæplega ellefu milljarðar króna í fyrra og hitteðfyrra frá íslenskum fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Árið 2008 var tæplega 171 milljón afskrifuð.

Fimmtíu ný störf gætu skapast á Vestfjörðum

Ráðgert er að tilraunir við laxeldi í Arnarfirði hefjist næsta vor ásamt uppbyggingu á vinnsluhúsnæði og seiðaeldi. Arnarlax ehf. á Bíldudal mun standa fyrir þessum tilraunum en fyrirtækið hefur verið að kanna möguleikana á laxeldi og fullvinnslu afurða í landi síðustu þrjú ár.

Afkoma Nýherja undir áætlunum

Heildarhagnaður Nýherja var 18 milljónir króna fyrstu 9 mánuði ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. EBITDA var 77 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, en var 169 milljónir króna á sama tímabili árið á undan. Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir að afkoman sé undir áætlunum.

Sveitastjórnir fá peninginn sinn til baka

Margir af helstu fréttamiðlum í heiminum gerðu í gær grein fyrir dómi Hæstaréttar Íslands, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Icesaveinnlánin og heildsöluinnlán væru forgangskröfur í þrotabú Landsbankans.

Hreyfing á söluferli Icelandic

Icelandic Group hefur hafið einkaviðræður við kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods um sölu á starfsemi sinni í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína. Þetta fékkst staðfest frá Icelandic Group í gærkvöldi.

Fjármálakerfið er byggt á blekkingu

Simon Johnson, prófessor við MIT í Boston og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í erindi sínu að á ráðstefnu í Hörpu í gær að að fjármálakerfi heimsins var byggt á "blekkingu“.

Ísland slapp merkilega vel

Staða íslenska hagkerfisins nú þremur árum eftir hrun bankanna er betri en nokkur þorði að vona. Mörg önnur ríki hafa orðið verr úti en Ísland.

Vilja auðvelda Íslendingum gjafakaupin

Ný íslensk vefsíða, gjafatorg.is, býður til sölu ríflega fjörutíu gjafakort frá mörgum af þekktustu fyrirtækjum og vörumerkjum landsins. Forsvarsmenn vefsíðunnar segja tilgang hennar að auðvelda Íslendingum að gefa vinum og vandamönnum gjafir við sérstök tilefni og að þetta sé fyrsta fyrirtækið af slíkri tegund hér á landi.

Síminn annast öll fjarskipti Icelandair Group og dótturfélaga

Síminn og Icelandair Group hafa undirritað samning þess efnis að Síminn sjái um öll fjarskipti Icelandair Group, Icelandair og dótturfélaga. Samningurinn er gerður til þriggja ára. Í samningnum felst að Síminn veiti félögunum farsíma- og talsímaþjónustu en auk þess þjónustu í gagnatengingum.

Forgangskröfur í bú Glitnis aukast um tæpa 60 milljarða

Hefði Hæstiréttur ekki staðfest að flokka bæri heildsöluinnlán sem forgangskröfur hefðu slíkar kröfur minnkað um 150 milljarða króna hjá Landsbanka Íslands. Landsbankinn viðurkenndi heildsöluinnlán sem forgangskröfur þegar tekin var afstaða til krafna í bú bankans. Það gerðu Glitnir og Kaupþing hins vegar ekki.

Hagar hagnast um rúmlega milljarð

Hagar hf., sem reka Bónus og Hagkaup, högnuðust um rúmlega milljarð, eða sem nemur um 3% af veltu, frá 1. mars til 31. ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fundur slitastjórnar í heild sinni

Slitastjórn Landsbankans hélt í dag blaðamannafund í tilefni af því að Hæstiréttur hefur staðfest að neyðarlögin svokölluðu standast og Icesave-innlánin og heildsöluinnlán eru því á meðal forgangskrafna í bú bankans.

Um 400 milljarðar til reiðu í þrotabúinu

Herdís Hallmarsdóttir í slitastjórn Landsbankans segir að kröfuhafar í þrotabú Landsbankans fái ekki að vita hvenær greiðslur úr þrotabúinu hefjist fyrr en 17. nóvember en þá stendur til að halda kröfuhafafund. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir hjá slitastjórninni en nú er ljóst að neyðarlögin svokölluðu standast og Icesave-innlánin og heildsöluinnlán eru því á meðal forgangskrafna.

Neyðarlögin standa

Hæstiréttur komst rétt í þessu að þeirri niðurstöðu að Icesave innlán Landsbankans og svokölluð heildsöluinnlán skuli teljast forgangskröfur í þrotabú Landsbankans. Dómurinn staðfestir því áður genginn dóm héraðsdóms í málinu en neyðarlögin voru sett í október 2008. Fjöldi fólks var mætt í Hæstarétt til þess að fylgjast með úrskurðinum.

"Algjörlega galið" að auka ríkisútgjöld í uppsveiflunni

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Seðlabankinn hafi verið í erfiðri stöðu fyrir hrun því aðhald í ríkisfjármálum hafi verið lítið. Hann segir það hafa verið "algjörlega galið“ að auka ríkisútgjöld á árinu 2007 í einni mestu uppsveiflu sögunnar, en þá var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Þetta kom fram í viðtali við Orra en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu á viðskiptavef Vísis og Stöðvar 2.

Steingrímur vill gleyma evrunni

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði hafa fært sannfærandi rök fyrir því að íslendingar eigi ekki að taka upp evru. Að mati Steingríms á þjóðin að halda í krónuna.

Vodafone annast alla símaþjónustu fyrir Akureyrarbæ

Vodafone mun annast alla símaþjónustu fyrir Akureyrarbæ næstu þrjú árin, samkvæmt samningi sem undirritaður var fyrir norðan í vikunni. Samningurinn var gerður að undangengnu útboði sem tvö símafyrirtæki tóku þátt í.

Vísitala framleiðsluverðs lækkaði í september

Vísitala framleiðsluverðs í september 2011 var 215,3 stig og lækkaði um 0,6% frá ágúst 2011. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 255,8 stig, sem er hækkun um 0,2% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 250,8 stig, lækkaði um 2,6%.

Rúm 10% heimila eru í vanskilum með húsnæðislán sín

Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2011 sýnir að 10,2% heimila höfðu lent í vanskilum með húsnæðislán eða leigu undanfarna 12 mánuði og 12,4% heimila höfðu lent í vanskilum með önnur lán á sama tímabili.

Hagnaður Össurar jókst um 165% milli ára

Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar nam 11 milljónum dollara eða um 1.250 milljónum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Þetta er 165% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Boða 320 milljarða sveiflu

Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum.

Jóhanna svarar ekki kalli LÍÚ

Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna,sagði á aðalfundi sambandsins í gær að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefði ekki orðið við ósk sambandsins um að rökstyðja ummæli sín um að upp undir helmingur veðsetningar vegna sjávarútvegsfyrirtækja í bönkunum væri til kominn vegna óskyldrar starfsemi.

Orri Hauksson: Menn of ragir að afnema höftin

Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik.

"Við misstum tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu"

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stjórnvöld hafi tapað dýrmætum tíma til að örva fjárfestingar á Íslandi að skapa skilyrði hagvaxtar. Þetta kom fram í viðtali við Orra í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis.

Erindi Krugmans í heild sinni

Paul Krugman, prófessor í hagfræði og nóbelsverðlaunahafi, sagði í erindi sínu á ráðstefnu AGS og íslenskra stjórnvalda, að gjaldeyrishöftin hefðu skipt miklu máli fyrir Ísland eftir hrunið og komið í veg fyrir meira tjón.

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum á næsta vaxtaákvörðunardegi peningastefnunefndar SÍ. „Á síðasta fundi sínum í september ákvað peningastefnunefndin að halda stýrivöxtum óbreyttum, þvert á spá flestra greiningaraðila sem gerðu ráð fyrir vaxtahækkun,“ segir á heimasíðu bankans. „Síðan þá hefur lítið breyst í þróun efnahagsmála sem gefur tilefni til að ætla að nefndin komist nú að annarri niðurstöðu,“ segir ennfremur, en næsti vaxtaákvörðunardagur er 2. nóvember næstkomandi.

Matthías hefur gefið skýringar á bókhaldinu

Sátt hefur náðst á milli Matthíasar Imsland fyrrverandi forstjóra Iceland Express og eigenda félagsins í einum hluta deilu þeirra. Félagið fór í fyrradag fram á lögbann á að Matthías nýti sér trúnaðarupplýsingar frá Iceland Express til að vinna að stofnun annars flugrekstrarfélags en hann mun vera með Skúla Mogensen í ráðum um að stofna nýtt íslenskt flugfélag.

Sjá næstu 50 fréttir