Boða 320 milljarða sveiflu 28. október 2011 05:45 Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum. Jafnframt yrði að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir fyrir 212 milljarða. Afskriftir af þessari stærðargráðu myndu hafa slík áhrif á eigið fé fyrirtækja að gjaldþrot blasti við mörgum þeirra. Höggið yrði þungt fyrir helstu lánastofnanir sjávarútvegsins, sérstaklegaLandsbankann vegna samsetningar lánasafns bankans. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir fernt myndu hafa neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna, en hugtakið stendur fyrir breytingar á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili. „Viðsnúningurinn yrði sá að öfugt við jákvætt sjóðstreymi um 150 milljarða yrði það neikvætt um 170 milljarða króna. Það sem hefur áhrif er bann við framsali aflaheimilda, hækkun veiðigjalds og pottarnir.“ Deloitte, líkt og Landsbankinn, gefur sér einnig þær forsendur, að fyrirtækin þurfi að borga niður allar skuldir sínar á fimmtán árum, sem gangi gegn eðlilegum rekstri. „Menn fjárfesta og taka ný lán í eðlilegu kerfi,“ segir Þorvarður og bætir við að ekkert svigrúm verði til eðlilegrar uppbyggingar verði af boðuðum breytingum. Samkvæmt lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reglum um reikningsskil þyrfti að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir strax. „Það er okkar niðurstaða að þessi eign yrði ekki lengur til staðar og hefði samsvarandi neikvæð áhrif á eigið fé fyrirtækjanna.“ Nefndar aflaheimildir í efnahagsreikningum fyrirtækjanna eru rúmir 212 milljarðar. Spurður um áhrif þessa segir Þorvarður að þetta drepi fyrirtækin en komi ekki síður illa vð lánastofnanir, sérstaklega Landsbankann. Ríkið, sem eigandi bankans, þyrfti að öllum líkindum að leggja Landsbankanum til fé til að standast áfallið, að mati Þorvarðar. - shá Fréttir Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum. Jafnframt yrði að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir fyrir 212 milljarða. Afskriftir af þessari stærðargráðu myndu hafa slík áhrif á eigið fé fyrirtækja að gjaldþrot blasti við mörgum þeirra. Höggið yrði þungt fyrir helstu lánastofnanir sjávarútvegsins, sérstaklegaLandsbankann vegna samsetningar lánasafns bankans. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir fernt myndu hafa neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna, en hugtakið stendur fyrir breytingar á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili. „Viðsnúningurinn yrði sá að öfugt við jákvætt sjóðstreymi um 150 milljarða yrði það neikvætt um 170 milljarða króna. Það sem hefur áhrif er bann við framsali aflaheimilda, hækkun veiðigjalds og pottarnir.“ Deloitte, líkt og Landsbankinn, gefur sér einnig þær forsendur, að fyrirtækin þurfi að borga niður allar skuldir sínar á fimmtán árum, sem gangi gegn eðlilegum rekstri. „Menn fjárfesta og taka ný lán í eðlilegu kerfi,“ segir Þorvarður og bætir við að ekkert svigrúm verði til eðlilegrar uppbyggingar verði af boðuðum breytingum. Samkvæmt lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reglum um reikningsskil þyrfti að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir strax. „Það er okkar niðurstaða að þessi eign yrði ekki lengur til staðar og hefði samsvarandi neikvæð áhrif á eigið fé fyrirtækjanna.“ Nefndar aflaheimildir í efnahagsreikningum fyrirtækjanna eru rúmir 212 milljarðar. Spurður um áhrif þessa segir Þorvarður að þetta drepi fyrirtækin en komi ekki síður illa vð lánastofnanir, sérstaklega Landsbankann. Ríkið, sem eigandi bankans, þyrfti að öllum líkindum að leggja Landsbankanum til fé til að standast áfallið, að mati Þorvarðar. - shá
Fréttir Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira