Viðskipti innlent

Neyðarlögin standa

Mynd/Stefán Karlsson.
Hæstiréttur komst rétt í þessu að þeirri niðurstöðu að Icesave innlán Landsbankans og svokölluð heildsöluinnlán skuli teljast forgangskröfur í þrotabú Landsbankans. Dómurinn staðfestir því áður genginn dóm héraðsdóms í málinu en neyðarlögin voru sett í október 2008. Fjöldi fólks var mætt í Hæstarétt til þess að fylgjast með úrskurðinum.

Alls var um ellefu mál að ræða og hefur verið úrskurðað í þeim öllum. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skilaði sératkvæði í öllum ellefum málunum.

Mikill fjöldi var viðstaddur dómsuppsöguna í Hæstarétti í dag en dómurinn er forsenda þess að útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans geti hafist.

Skilanefnd Landsbankans mun halda blaðamannafund klukkan þrjú í dag þar sem nánar verður gerð grein fyrir þeim áformum. Fylgst verður með fundinum hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×