Fleiri fréttir

Krugman: Ísland brjálæðislegast af öllu brjáluðu

„Ísland er það brjálæðislegasta af því brjálaða, þegar kom að bankamálum," sagði Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, á fyrirlestri í Hörpu í morgun. Erindi Krugmans nefnist A Song of Ice and Ire: Iceland in context.

Gylfi: Krónan mun aldrei fljóta aftur

„Krónan mun aldrei fljóta alveg aftur, hún er óvirk sem gjaldmiðill, í hefðbundnum skilningi," sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda í Hörpu í morgun. Gylfi er einn fjölmargra sem halda erindi á fundinum.

Buiter: Fjármálakerfið má ekki verða stærra en ríkið

Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, segir ótrúlegt hvernig sú staða sem olli efnahagshruninu á Íslandi hafi geta skapast í svo litlu landi eins og Íslandi. Þetta sagði hann á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda sem fram fer í Hörpu í dag. Buiter segir það augljóst að eitthvað glæpsamlegt hafi gerst hér.

Stiglitz: Rétt að hafna Icesave

Joseph Stiglitz, prófessor í hagfræði og nóbelsverðlaunahafi, segir það hafa verið rétt hjá Íslendingum að hafna Icesave skuldbindingunum. Þetta kom fram hjá Stiglitz á ráðstefnu sem nú stendur yfir í Hörpu, á vegum stjórnvalda og AGS. Upptaka var spiluð á ráðstefnunni þar sem Stiglitz ræddi um Ísland.

Verðbólgan lækkar í 5,3% í október

Verðbólgan í október mældist 5,3% og hefur því lækkað nokkuð frá september þegar hún mældist 5,7%. Þessi lækkun er í takt við spár sérfræðinga.

Gjaldþrot þrefaldast milli ára í september

Í september 2011 voru 172 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 57 fyrirtæki í september 2010. Fjöldi þeirra hefur því þrefaldast milli ára í september.

Hefur flug til Evrópu í vor

Flugfélagið sem Matthías á hlut í er að stofni til í eigu fjárfestisins Skúla Mogensen í gegnum félagið Títan. Í fréttatilkynningu frá Títan segir að félagið hafi um hríð skoðað kosti þess að hefja flugrekstur til og frá Íslandi. Verið sé að klára samninga við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á Boeing-þotum og hyggist það hefja flug til Evrópu í vor. Höfuðstöðvar þess verði á Íslandi.

Bein tenging krónu og evru verði skoðuð

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stefnu í peninga- og verðlagsmálum vera lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs og endurheimt fyrri lífskjara. Hann vill skoða hvort fara eigi í milliliðalausar viðræður við forystumenn helstu ríkja Evrópu um styrkingu gjaldmiðilsins, jafnvel að tengja krónuna beint við evru.

Iðuhúsið auglýst til útleigu á ný

Iðuhúsið við Lækjargötu í Reykjavík var auglýst til útleigu á mánudag. Sparifélagið, sem hyggst hefja rekstur hins svokallaða Sparibanka á næsta ári, hefur húsið á leigu en reynir nú að losna undan samningnum.

Nýtanleg orka líklega virkjuð næstu fimmtán til tuttugu ár

Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hélt erindi á formannafundi ASÍ í gær. Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. Margir kostir séu, í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúru, settir í verndarflokk.

Martin Wolf: "Ísland myndi ekki hafa nein áhrif í ESB"

"Af hverju ættuð þið að ganga inn í eitthvað sem er jafn óstarfhæft (e. disfunctional) og Evrópusambandið? Ísland myndi ekki hafa nein áhrif í sambandinu og gæti misst forræði yfir auðlindum sínum,“ sagði Martin Wolf, aðalhagfræðingur og leiðarahöfundur Financial Times í erindi sínu á fundi VÍB um efnahagsmál á Nordica Hilton hóteli í kvöld.

"Raunveruleg skömm“ ef Ísland verður fast í kreppunni

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði það raunverulega skömm ef Ísland yrði fast í kreppunni í heilan áratug og að ríkisstjórnin hefði stöðvað fjárfestingar í atvinnulífinu á hugmyndafræðilegum forsendum, á í fundi VÍB um efnahagsmál á Hótel Hilton Nordica, sem nú stendur yfir.

Segja yfirlýsingu Arion banka um Pennann ranga

Aðgerðahópur húsgagnasala hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir halda því fram að Arion banki hafi ekki greint rétt frá og að yfirlýsing þeirra um Pennann sé mjög villandi.

Forseti ASÍ vill tengja krónuna við evru

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að krónan eigi sér ekki viðreisnar von og hugsanlega sé best að leita leiða til þess að tengja hana beint við evruna. Þetta sagði Gylfi á árlegum formannafundi ASÍ sem haldinn var í morgun.

6,4 milljarða skuldum breytt í hlutafé

Hlutafé í Existu, sem nýverið var endurnefnt Klakki ehf., var aukið um 6,4 milljarð króna í lok ágúst. Allt hlutaféð var greitt með skuldajöfnun.

Illa gengur að fjármagna Sparibankann

Erfiðlega gengur að ljúka fjármögnun Sparibankans. Hefur bankinn sagt upp leigusamningi á Iðuhúsinu við Lækjargötu sem hann hefur haft á leigu frá 1. september.

Lúxushótel auka gjaldeyristekjur um 18 milljarða á ári

Greining Arion banka segir að möguleiki sé á að auka gjaldeyristekjur af ferðamönnum um 18 milljarða á ári í framtíðinni. Þetta er háð því að byggt verði lúxushótel við hlið Hörpu og að ráðist verði í hótelbyggingar Kínverjans Huangs Nubo á Grímsstöðum á fjöllum og í Reykjavík.

Landsbankinn selur Horni hlut í Stoðum

Landsbankinn seldi 12,8% af almennu hlutafé sínu og helming þess forgangshlutafjár í Stoðum sem bankinn átti til Horns Fjárfestingafélags 30. september síðastliðinn. Kaupverðið var 4,8 milljarðar króna. Landbankinn, sem er eini eigandi Horns, á enn um 13% almennt hlutafé í Stoðum.

Erlendar eignir bankanna lækkuðu um 21,6 milljarða

Erlendar eignir íslensku bankanna lækkuðu um 21,6 milljarða króna í september síðast liðnum. Gætir þar ugglaust óróans sem var á erlendum fjármálamörkuðum nær allan þann mánuð.

Rekstrarhorfur bankanna að batna - Fréttaskýring

Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, birtu hálfsársuppgjör sín í síðasta mánuði. Rétt eins og síðustu misseri skiluðu bankarnir talsverðum hagnaði á fyrri hluta ársins. Þó nokkur hluti hagnaðar bankakerfisins skýrist hins vegar áfram af óreglulegum tekjum en arðsemi af grunnrekstri hefur batnað hjá Landsbankanum og Arion banka.

Tal vill jákvæða mismunun áfram

Ef Tal fær að innheimta hærri lúkningargöld en samkeppnisaðilar þess er fyrirtækið vel rekstrarhæft og gæti verið með jákvætt eigið fé á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Viktor Ólason, forstjóri Tals. Tal hefur samtals tapað um 900 milljónum króna á síðustu þremur árum. Þar af nam tapið í fyrra 99 milljónum króna. Eigið fé Tals var neikvætt um síðustu áramót þrátt fyrir að nýir eigendur fyrirtækisins hafi sett 80 milljónir króna inn í nýtt eigið fé í fyrra.

Fiskikóngurinn lúffar fyrir Domino‘s

„Það er ekkert mál að láta í minni pokann,“ segir Kristján Berg, fisksali í Fiskikónginum, sem hefur orðið við kröfu pitsukeðjunnar Domino‘s um að hætta að auglýsa svokallaða Megafiskiviku.

Hefur skapað afleitar samkeppnisaðstæður

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það niðurstöðu rannsóknar eftirlitsins að endurskipulagning fyrirtækja hafi ekki gengið nógu hratt og að bankarnir og aðrir sem að málinu koma þurfi að gera mun betur.

Kanna rekstur Arion banka á Pennanum

Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær.

Enn ríkir óvissa um úrlausn evruvandans

Óhætt er að segja að mikið sé lagt undir á leiðtogafundi Evrópusambandsins og evrusvæðisins sem fram fer í Brussel í dag. Á fundinum verður leitast við að ganga frá endanlegri lausn á skuldavanda ESB-ríkjanna sem hefur vomað yfir álfunni og alþjóðlegu fjármálalífi síðustu misseri.

Skúli Mogensen hefur flugrekstur til og frá Íslandi

Innan skamms munu Íslendingar fá nýjan valkost í alþjóðaflugi. Títan, fjárfestingarfélag sem er að fullu í eigu Skúla Mogensen fjárfestis, hefur um hríð skoðað kosti þess að hefja flugrekstur til og frá Íslandi, samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Hefur áhyggjur af duldum yfirráðum bankanna

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur áhyggjur af því að bankarnir hafi dulin yfirráð yfir fjölda fyrirtækja. Þetta raski verulega samkeppnisstöðu og stuðli að ógagnsæi. Hann segir að endurskipulagning fyrirtækja hjá bönkunum gangi of hægt.

Vilja víkja til hliðar lögum og reglum um opinberar ráðningar

Páll Magnússon ætlar ekki að taka við starfi forstjóra Bankasýslu ríkisins. Hann segir það vera óvinnandi verkefni fyrir forstjóra að sitja undir afskiptum stjórnmálamanna sem vilji víkja til hliðar lögum og reglum um opinberar ráðningar.

Skortur á litlum og ódýrum íbúðum

Hagdeild ASÍ segir blikur á lofti um að skortur sé á minni, ódýrari íbúðum sem lítið var byggt af á uppgangsárunum fyrir hrun. Það megi því búast við auknum íbúðafjárfestingum allt til ársins 2014.

Páll Magnússon tekur ekki við starfinu

Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins, mun ekki taka við starfinu. Hann tilkynnti Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra þetta í dag.

Seðlabankastjóri: Lífeyrissjóðirnir í lykilhlutverki eftir hrun

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt sé fyrir íslenskt efnahagslíf að draga rétta lærdóma af því sem aflaga fór og að hans mati hafi lífeyrissjóðirnir íslensku brugðist rétt við með því að setja upp ferli til þess að læra af mistökum.

ASÍ spáir afar hægum hagvexti

ASÍ gerir ráð fyrir að verstu afleiðingar hrunsins séu nú að baki og framundan sé hægur bati í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í nýrri hagspá sem birt var í dag. ASÍ segir það hins vegar vera áhyggjuefni að efnahagsbatinn framundan sé svo veikur að við blasir doði í hagkerfinu þar sem okkur tekst hvorki að endurheimta fyrri lífskjör né vinna bug á atvinnuleysinu á komandi árum.

Binni hraunaði yfir fjölmiðla

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, oftast nefndur Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, fór hörðum orðum um fjölmiðla í erindi sem hann hélt á sjávarútvegsráðstefnu á Grand Hótel um miðjan þennan mánuð.

Penninn verður seldur í byrjun næsta árs

Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, hyggst selja allt hlutafé í Pennanum í byrjun næsta árs. Rúm tvö og hálft ár eru síðan Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um yfirtöku Arion banka á Pennanum.

Þunglyndi hellist yfir Íslendinga í skammdeginu

Svo virðist sem veruleg svartsýni hafi helst yfir landann nú í októbermánuði sem svipar til þess sem gerðist á sama tíma í fyrra. Greining Íslandsbanka lest þetta úr Væntingavísitölu Gallup sem var birt nú í morgun. Væntingavísitalan hrapaði um heil 16,5 stig milli mánaða. Er gildi vísitölunnar nú komið niður í 52,9 stig eftir að hafa farið upp í 69,4 stig í september. Á sama tíma í fyrra féll vísitalan um nær 36 stig á milli þessara tveggja mánaða, úr tæplega 68 stigum í 32 stig.

Bitur reynsla af því að stjórnmálamenn krukki í bankarekstri

Efnahags- og viðskiptaráðherra segir það leitt að stjórn bankasýslunnar hafi sagt af sér. Það sé þó mikilvægt að halda bankasýslunni í armslengd frá hinu pólitíska valdi. Íslendingar hafi bitra reynslu af því að stjórnmálamenn krukki í rekstri opinberra bankastofnana.

Sigríður Ingibjörg: Snýst fyrst og fremst um traust

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingkona Samfylkingarinnar, segir að aðkoma stjórnvalda að Bankasýslu ríkisins eigi fyrst og fremst að markast að því að auka traust og trúverðugleika stofnunarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir