Viðskipti innlent

MP banki og i8 gallerí semja um listaverkalán

Myndin er af Berki Arnarsyni, stofnanda og eiganda i8 Gallerí og Ólafi Haraldssyni, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs MP banka við undirritun samningsins í húsnæði i8 í Tryggvagötu 16.
Myndin er af Berki Arnarsyni, stofnanda og eiganda i8 Gallerí og Ólafi Haraldssyni, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs MP banka við undirritun samningsins í húsnæði i8 í Tryggvagötu 16.
MP banki og i8 gallerí hafa gert samkomulag um ný vaxtalaus lán til kaupa á samtímalistaverkum. Markmið samstarfsins er að auka vitund og þekkingu á samtímalist og kynna sem fjárfestingarkost. Einungis er um að ræða frumsölu listaverka, að því er segir í tilkynningu.

„Við merkjum aukinn áhuga og umfjöllun um myndlist, ekki síst í ljósi mikillar velgengni íslenskra myndlistarmanna erlendis. Við viljum koma til móts við viðskiptavini okkar svo þeir geti með auðveldum hætti verið virkir þátttakendur í listamarkaðnum. Við teljum að þetta frumkvæði okkar geti gagnast virkum söfnurum og eins þeim sem eru að leggja í sín fyrstu listaverkakaup" - segir Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs MP banka í tilkynningunni.

Lánstími er að hámarki 24 mánuðir, lánið er vaxtalaust og lánshlutfall er að hámarki 75% Lágmarksfjárhæð er 100.000 kr. og hámarksfjárhæð 1.500.000 kr. óháð kaupverði.

Þá er hægt að greiða lánið upp án kostnaðar og engin lántökugjöld, stimpilgjald eða þinglýsingargjald er á láninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×