Þrjár keðjur með 85% af matvörumarkaði Þórður Snær Júlíusson skrifar 31. október 2011 14:00 Mynd/Sigurður Jökull Þrjár verslanakeðjur ráða langstærstum hluta matvörumarkaðarins. Þær eru Hagar hf., Kaupás hf. og Samkaup hf. Samanlagt eru þessir þrír aðilar með um 85% markaðshlutdeild þegar miðað er við veltu þeirra á árinu 2010. Langstærsta keðjan, Hagar, er í 62% eigu Arion banka. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um samkeppnismarkaði eftir bankahrun. Arion banki tók yfir smásölurisann Haga hf., sem á og rekur Bónus og Hagkaup, í október 2009 og vistaði í dótturfélagi sínu, Eignabjargi. Miðað við veltu ársins 2010 voru Hagar með um 50% markaðshlutdeild í matvöruverslun á landinu öllu. Samkeppniseftirlitið samþykkti yfirtökuna en setti henni víðtæk skilyrði. Auk þess beindi eftirlitið þeim tilmælum til Arion að bankinn myndi selja Haga frá sér í fleirum en einum hluta í því skyni að auka samkeppni.Í kjölfarið var félagið endurfjármagnað með 15 milljarða króna láni frá Arion og Landsbankanum. Arion tók síðar alfarið yfir umrætt lán. Hagar greiddu Arion banka 811 milljónir króna í vaxtagjöld vegna lánsins á síðasta rekstrarári. Arion banki seldi Búvöllum ehf. 34% hlut í Högum í febrúar á 4,1 milljarð króna. Arion banki á eftir viðskiptin 61,7% hlut í Högum og tveir fulltrúar dótturfélags bankans sitja enn í stjórn Haga. Velta Haga frá 1. mars 2010 til loka febrúar síðastliðins var 66,7 milljarðar króna. Rekstrarhagnaður var 3,2 milljarðar króna og heildarafkoma var jákvæð um 1,1 milljarð króna.10-11 selt Vegna tilmæla Samkeppniseftirlitsins var ákveðið að taka 10-11 verslunarkeðjuna út úr Högum og selja hana sér. Hlutdeild hennar í matvöruveltu Haga hafði verið tæp 7% og því minnkaði markaðshlutdeild félagsins lítillega við tilfærslu 10-11. Sú keðja var seld til Árna Péturs Jónssonar í júní síðastliðnum. Kaupverðið var ekki gefið upp en á hluthafafundi félagsins mánuði áður hafði Arion banki breytt 235 milljónum króna af kröfum sínum á fyrirtækið í nýtt hlutafé. 10-11 skilaði nýverið ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár. Þar kemur fram að verslunarkeðjan tapaði 1,3 milljörðum króna á tímabilinu.Eigandi með kyrrstöðusamning Næststærsta verslanakeðjan á matvörumarkaði er Kaupás hf. sem rekur verslanir undir merkjum Krónunnar og Nóatúns. Keðjan er með um 25% markaðshlutdeild miðað við veltu hennar. Eigandi Kaupás er Norvik, fjárfestingafélag sem að stærstum hluta er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og félaga sem tengjast honum. Straumborg, aðalfjárfestingafélag Jóns Helga og barna hans, á 22% hlut í Norvik og Jón Helgi á til viðbótar 24% í eigin nafni. Straumborg gerði kyrrstöðusamning (e. stand-still agreement) við lánadrottna sína 9. apríl í fyrra, en félagið tapaði 14,7 milljörðum króna á árunum 2008 og 2009. Hann gildir fram í janúar 2013, eða í um 14 mánuði til viðbótar. Stærsti kröfuhafi Straumborgar er Arion banki og á hann einn fulltrúa í stjórn félagsins. Rekstur Kaupás gekk vel á síðasta ári og félagið hagnaðist um 464 milljónir króna. Vörusala þeirra verslana sem heyra undir Kaupás jókst um 2,2 milljarða króna á tímabilinu og var 22 milljarðar króna. Eigið fé var um 800 milljónir króna og því ljóst að matvöruhluti Norvikurveldisins skilaði góðum hagnaði.Nýir aðilar Þriðji stærsti aðilinn á matvörumarkaði er Samkaup með um 15% markaðshlutdeild miðað við veltu á rekstrarárinu 2010. Samkaup rekur Samkaupsverslanirnar, Nettó og Kaskó. Félagið er að mestu í eigu Kaupfélags Suðurnesja og Kaupfélags Borgfirðinga. Velta Samkaupa var 19,8 milljarðar króna árið 2009 og hagnaður 324 milljónir króna en félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár. Frá bankahruni hafa tveir nýir aðilar bæst við í rekstri matvöruverslana, Víðir og Kostur.ATHUGASEMD: Norvik ekki með kyrrstöðusamning Í greininni hér að ofan sagði áður að Norvik, sem á meðal annars Kaupás, hefði gert kyrrstöðusamning við lánadrottna sína. Það er ekki rétt heldur gerði Straumborg, sem á 22% hlut í Norvik, slíkan samning sem gildir til janúar 2013. Beðist er velvirðingar á þessu. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þrjár verslanakeðjur ráða langstærstum hluta matvörumarkaðarins. Þær eru Hagar hf., Kaupás hf. og Samkaup hf. Samanlagt eru þessir þrír aðilar með um 85% markaðshlutdeild þegar miðað er við veltu þeirra á árinu 2010. Langstærsta keðjan, Hagar, er í 62% eigu Arion banka. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um samkeppnismarkaði eftir bankahrun. Arion banki tók yfir smásölurisann Haga hf., sem á og rekur Bónus og Hagkaup, í október 2009 og vistaði í dótturfélagi sínu, Eignabjargi. Miðað við veltu ársins 2010 voru Hagar með um 50% markaðshlutdeild í matvöruverslun á landinu öllu. Samkeppniseftirlitið samþykkti yfirtökuna en setti henni víðtæk skilyrði. Auk þess beindi eftirlitið þeim tilmælum til Arion að bankinn myndi selja Haga frá sér í fleirum en einum hluta í því skyni að auka samkeppni.Í kjölfarið var félagið endurfjármagnað með 15 milljarða króna láni frá Arion og Landsbankanum. Arion tók síðar alfarið yfir umrætt lán. Hagar greiddu Arion banka 811 milljónir króna í vaxtagjöld vegna lánsins á síðasta rekstrarári. Arion banki seldi Búvöllum ehf. 34% hlut í Högum í febrúar á 4,1 milljarð króna. Arion banki á eftir viðskiptin 61,7% hlut í Högum og tveir fulltrúar dótturfélags bankans sitja enn í stjórn Haga. Velta Haga frá 1. mars 2010 til loka febrúar síðastliðins var 66,7 milljarðar króna. Rekstrarhagnaður var 3,2 milljarðar króna og heildarafkoma var jákvæð um 1,1 milljarð króna.10-11 selt Vegna tilmæla Samkeppniseftirlitsins var ákveðið að taka 10-11 verslunarkeðjuna út úr Högum og selja hana sér. Hlutdeild hennar í matvöruveltu Haga hafði verið tæp 7% og því minnkaði markaðshlutdeild félagsins lítillega við tilfærslu 10-11. Sú keðja var seld til Árna Péturs Jónssonar í júní síðastliðnum. Kaupverðið var ekki gefið upp en á hluthafafundi félagsins mánuði áður hafði Arion banki breytt 235 milljónum króna af kröfum sínum á fyrirtækið í nýtt hlutafé. 10-11 skilaði nýverið ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár. Þar kemur fram að verslunarkeðjan tapaði 1,3 milljörðum króna á tímabilinu.Eigandi með kyrrstöðusamning Næststærsta verslanakeðjan á matvörumarkaði er Kaupás hf. sem rekur verslanir undir merkjum Krónunnar og Nóatúns. Keðjan er með um 25% markaðshlutdeild miðað við veltu hennar. Eigandi Kaupás er Norvik, fjárfestingafélag sem að stærstum hluta er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og félaga sem tengjast honum. Straumborg, aðalfjárfestingafélag Jóns Helga og barna hans, á 22% hlut í Norvik og Jón Helgi á til viðbótar 24% í eigin nafni. Straumborg gerði kyrrstöðusamning (e. stand-still agreement) við lánadrottna sína 9. apríl í fyrra, en félagið tapaði 14,7 milljörðum króna á árunum 2008 og 2009. Hann gildir fram í janúar 2013, eða í um 14 mánuði til viðbótar. Stærsti kröfuhafi Straumborgar er Arion banki og á hann einn fulltrúa í stjórn félagsins. Rekstur Kaupás gekk vel á síðasta ári og félagið hagnaðist um 464 milljónir króna. Vörusala þeirra verslana sem heyra undir Kaupás jókst um 2,2 milljarða króna á tímabilinu og var 22 milljarðar króna. Eigið fé var um 800 milljónir króna og því ljóst að matvöruhluti Norvikurveldisins skilaði góðum hagnaði.Nýir aðilar Þriðji stærsti aðilinn á matvörumarkaði er Samkaup með um 15% markaðshlutdeild miðað við veltu á rekstrarárinu 2010. Samkaup rekur Samkaupsverslanirnar, Nettó og Kaskó. Félagið er að mestu í eigu Kaupfélags Suðurnesja og Kaupfélags Borgfirðinga. Velta Samkaupa var 19,8 milljarðar króna árið 2009 og hagnaður 324 milljónir króna en félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár. Frá bankahruni hafa tveir nýir aðilar bæst við í rekstri matvöruverslana, Víðir og Kostur.ATHUGASEMD: Norvik ekki með kyrrstöðusamning Í greininni hér að ofan sagði áður að Norvik, sem á meðal annars Kaupás, hefði gert kyrrstöðusamning við lánadrottna sína. Það er ekki rétt heldur gerði Straumborg, sem á 22% hlut í Norvik, slíkan samning sem gildir til janúar 2013. Beðist er velvirðingar á þessu.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira