Viðskipti innlent

Búið að afskrifa 10,5 milljarða af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja

Afskriftir fjármálafyrirtækja af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja námu rúmum 10,5 milljörðum króna árin 2009 og 2010. Hinsvegar námu þessar afskriftir aðeins 171 milljón króna árið 2008.

Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Margréti Tryggvadóttur þingmanni Hreyfingarinnar á Alþingi. Svörin eru byggð á upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Margrét vildi einnig vita hversu háar þessar afskrifir væru það sem af e þessu ári en eftirlitið hafði ekki upplýsingar um þær.

Í svarinu kemur fram að Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að fyrir árið 2008 eru til tölur frá tveimur stærstu bönkunum en árin 2009–2010 eru tölurnar frá öllum þremur stærstu

Þá vekur stofnunin einnig athygli á því að upplýsingarnar beri að taka með fyrirvara þar sem bankarnir gefa sér hugsanlega mismunandi forsendur við útreikning á afskriftum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×