Viðskipti innlent

Fundur slitastjórnar í heild sinni

Slitastjórn Landsbankans hélt í dag blaðamannafund í tilefni af því að Hæstiréttur hefur staðfest að neyðarlögin svokölluðu standast og Icesave-innlánin og heildsöluinnlán eru því á meðal forgangskrafna í bú bankans.

Herdís Hallmarsdóttir hjá slitastjórninni segir að um 500 milljarðar í reiðufé séu í þrotabúinu en að hluta þess fjár verði að taka frá vegna krafna sem enn sé deilt um. Engu að síður ættu um 400 milljarðar að vera til í búinu fyrir Icesave-innlánin og heildsöluinnlán.

Forgangskröfur í bankann eru um 1320 milljarðar. Á fundinum kom einnig fram að ómögulegt sé að segja til um hversu langan tíma slit Landsbankans munu taka, heilmikil vinna sé eftir ennþá.

Hér má sjá blaðamannafundinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×