Viðskipti innlent

Frestur til að bjóða í Húsasmiðjuna framlengdur

Magnús Halldórsson skrifar
Húsasmiðjan er í eigu Framtakssjóðs Íslands, sem síðan eru í eigu Landsbankans og lífeyrissjóða.
Húsasmiðjan er í eigu Framtakssjóðs Íslands, sem síðan eru í eigu Landsbankans og lífeyrissjóða.
Tilboðsfrestur í Húsasmiðjuna var framlengdur fram að miðvikudegi klukkan tólf að hádegi. Upphaflega var frestur til þess að skila inn skuldbindandi tilboðum veittur fram að miðnætti í gær. Að sögn Péturs Óskarssonar, hjá Framtakssjóði Íslands, eiganda Húsasmiðjunnar, var fresturinn framlengdur svo betra rými gæfist til þess að svara spurningum þeirra sem áhuga höfðu á fyrirtækinu.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, sem annast söluferli Húsasmiðjunnar í umboði Framtakssjóðs Íslands, hefur farið yfir þau tólf tilboð sem bárust í fyrirtækið og einstakar einingar þess. Nokkrir aðilar voru valdir til áframhaldandi viðræðna og fengu þeir aðgang að frekari gögnum til að framkvæma áreiðanleikakönnun á félaginu. Þessir aðilar fengu upphaflega frest til 31. október til að skila inn skuldbindandi tilboðum en hann hefur nú verið framlengdur eins og áður segir. Í kjölfarið verða ákvarðanir teknar um framhaldið.

Húsasmiðjan var stofnuð árið 1956 og er eitt af stærstu þjónustu- og verslunarfyrirtækjum á Íslandi. Fyrirtækið selur byggingavörur og starfrækir 16 verslanir undir eigin nafni um allt land. Að auki rekur fyrirtækið 9 verslanir undir merkjum Blómavals, Ískrafts og heildverslunar HGG.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×