Viðskipti innlent

Segja tilboðið í Iceland of hátt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að hluthafar í matvöurverslunarkeðjunni Morrison muni leggjast gegn tilboði fyrirtækisins í hlut gamla Landsbankans og Glitnis í Iceland matvörukeðjuna. Þrotabú bankanna eiga um 77% hlut í verslunarkeðjunni og er sá hlutur farinn í opið söluferli. Nokkur tilboð hafa borist, en breska blaðið Independent segir að Morrison hafi boðið 77 sent á hlut. Það muni þykja of hátt tilboð og því muni hluthafarnir leggjast gegn því. Malcolm Walker, stofnandi fyrirtækisins, sem á nú um 23% hlut í því, á forkaupsrétt og hefur því rétt til að jafna hvaða tilboð sem er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×