Viðskipti innlent

Sjávarútvegsfyrirtækin fengu ellefu milljarða afskrifaða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fengu ellefu milljarða afskrifaða á árunum 2009 og 2010.
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fengu ellefu milljarða afskrifaða á árunum 2009 og 2010. mynd/ jón sigurður.
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fengu afskrifaðar kröfur að andvirði samtals tæplega ellefu milljarðar króna í fyrra og hitteðfyrra frá íslenskum fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Árið 2008 var tæplega 171 milljón afskrifuð.

Svar ráðherrans byggir á tölum frá Fjármálaeftirlitinu en Fjármálaeftirlitið vekur líka athygli á því að fyrir árið 2008 eru til tölur frá tveimur stærstu bönkunum en árin 2009-2010 eru tölurnar frá öllum þremur stærstu. Þá vekur Fjármálaeftirlitið einnig athygli á því að upplýsingunum beri að taka með fyrirvara þar sem bankarnir gefa sér hugsanlega mismunandi forsendur við útreikning á afskriftum.

Í svari ráðherrans kemur fram að tölur um afskriftir á þessu ári liggi ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×