Viðskipti innlent

Um 400 milljarðar til reiðu í þrotabúinu

Mynd/GVA
Herdís Hallmarsdóttir í slitastjórn Landsbankans segir að kröfuhafar í þrotabú Landsbankans fái ekki að vita hvenær greiðslur úr þrotabúinu hefjist fyrr en 17. nóvember en þá stendur til að halda kröfuhafafund. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir hjá slitastjórninni en nú er ljóst að neyðarlögin svokölluðu standast og Icesave-innlánin og heildsöluinnlán eru því á meðal forgangskrafna.

Herdís segir að um 500 milljarðar í reiðufé séu í þrotabúinu en að hluta þess fjár verði að taka frá vegna krafna sem enn sé deilt um. Engu að síður ættu um 400 milljarðar að vera til í búinu fyrir Icesave-innlánin og heildsöluinnlán. Forgangskröfur í bankann eru um 1320 milljarðar.

Á fundinum kom einnig fram að ómögulegt sé að segja til um hversu langan tíma slit Landsbankans munu taka, heilmikil vinna sé eftir ennþá.


Tengdar fréttir

Neyðarlögin standa

Hæstiréttur komst rétt í þessu að þeirri niðurstöðu að Icesave innlán Landsbankans og svokölluð heildsöluinnlán skuli teljast forgangskröfur í þrotabú Landsbankans. Dómurinn staðfestir því áður genginn dóm héraðsdóms í málinu en neyðarlögin voru sett í október 2008. Fjöldi fólks var mætt í Hæstarétt til þess að fylgjast með úrskurðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×