Viðskipti innlent

Sveitastjórnir fá peninginn sinn til baka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær.
Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær. mynd/ stefán.
Margir af helstu fréttamiðlum í heiminum gerðu í gær grein fyrir dómi Hæstaréttar Íslands, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Icesaveinnlánin og heildsöluinnlán væru forgangskröfur í þrotabú Landsbankans.

Reuters fréttastofan, BBC, Financial Times, EU Business og fleiri miðlar vöktu athygli á málinu. Financial Times segir að sveitastjórnir sem óttuðust að þær myndu tapa allt upp undir einum milljarði sterlingspunda vegna hruns íslensku bankanna muni nú fá mest allan peninginn greiddan til baka. Eftir þriggja ára deilur líti nú líka út fyrir að bresk og hollensk stjórnvöld fái greiddan peninginn til baka sem lagður var út til að tryggja Icesave innistæðurnar.

Fram kom á fundi slitastjórnar Landsbankans í gær að kröfuhafafundur verður haldinn 17. nóvember. Greiðslur úr þrotabúinu munu ekki hefjast fyrr en að honum loknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×