Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum á næsta vaxtaákvörðunardegi peningastefnunefndar SÍ. „Á síðasta fundi sínum í september ákvað peningastefnunefndin að halda stýrivöxtum óbreyttum, þvert á spá flestra greiningaraðila sem gerðu ráð fyrir vaxtahækkun,“ segir á heimasíðu bankans. „Síðan þá hefur lítið breyst í þróun efnahagsmála sem gefur tilefni til að ætla að nefndin komist nú að annarri niðurstöðu,“ segir ennfremur, en næsti vaxtaákvörðunardagur er 2. nóvember næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×