Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar jókst um 165% milli ára

Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar nam 11 milljónum dollara eða um  1.250 milljónum kr. á þriðja ársfjórðungi  ársins. Þetta er 165% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningu um uppgjörið segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar að salan  á þriðja ársfjórðungi hafi verið mjög góð  enda  sýndu öll landsvæði og vörumarkaðir vöxt.

„Gott og stöðugt framboð á nýjum vörum  er mikilvægt fyrir vöxt félagsins og þær  vörur sem komu á markað á þessu ári  og  því  síðasta  áttu  stóran  þátt  í þessari velgengni,“ segir Jón Sigurðsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×