Fleiri fréttir Olíugjald á steinolíu verður skoðað Olíugjald gæti verið lagt á steinolíu á næstu misserum. Mjög hefur færst í vöxt að steinolía sé notuð sem eldsneyti á dísilbíla en á næstunni verður gjaldkerfið að baki samgönguframkvæmdum tekið til endurskoðunar. 23.7.2011 09:00 Venjast lífi á atvinnuleysisbótum Aðlögunarhæfni ungs fólks gerir því auðveldara að venjast lífi á atvinnuleysisbótum. Fjölbreytt úrræði Vinnumálastofnunar hafa hjálpað mörgum ungum einstaklingum að takast á við atvinnuleysi. 22.7.2011 18:46 Tólfþúsund flugu með Iceland Express Rösklega tólf þúsund farþegar flugu með Iceland Express frá London Gatwick í júní síðastliðnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér og vísar þar í skýrslu breskra flugmálayfirvalda, máli sínu til stuðnings. Iceland Express segir að þetta sé 50 prósenta aukning frá fyrra mánuði og fjörutíu og fjögurra prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Aldrei hafi jafnmargir farþegar flogið með Iceland Express í einum mánuði frá London. Samkvæmt þessum tölum er markaðshlutdeild iceland Express í farþegaflutningum frá London rúmlega 41 prósent og hefur aldrei verið meiri. 22.7.2011 12:55 Landsbankinn veitir nýsköpunarstyrki Samfélagssjóður Landsbankans mun í ár veita nýsköpunarstyrki í fyrsta sinn. Veittir verða 27 styrkir fyrir samtals að fjárhæð 15.000.000 króna. 22.7.2011 11:11 Kaupmáttur jókst um 3,4% milli mánaða Vísitala kaupmáttar launa í júní 2011 er 109,5 stig og hækkaði um 3,4% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,7%. 22.7.2011 09:03 FME afturkallar starfsleyfi Glitnis og Kaupþings Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi Glitnis og Kaupþings sem viðskiptabanka. 22.7.2011 07:37 Kauphöllin sektar fimm sveitarfélög og OR Kauphöllin hefur áminnt fimm sveitarfélög og beitt þau sektum þar sem félögin eru talin hafa brotið gegn reglum Kauphallarinnar. 22.7.2011 07:35 FME gerir athugasemdir við starfsemi verðbréfasjóða ÍV Fjármálaeftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir við starfsemi Rekstrarfélags verðbréfasjóða hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV). Þetta kemur í framhaldi af athugun sem eftirlitið gerði á félaginu. 22.7.2011 07:32 Staða SpKef miklu verri en menn þorðu að vona Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða. 21.7.2011 18:30 Málefni fatlaðra setja fjármál borgarinnar í óvissu Flutningur á málefnum fatlaðra frá ríki til borgar og óvissa um fjármögnun málaflokksins veldur drætti á framlagningu þriggja ára fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Borgaryfirvöld vonast til þess að hægt verði að ljúka gerð áætlunarinnar í byrjun hausts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni en fyrr í dag óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG eftir því að borgarstjórn yrði kölluð saman til aukafundar vegna vanskila á áætlunininni. Fulltrúarnir segja að samkvæmt lögðum átt að leggja slíka áætlun fram fyrir fimm mánuðum og að vinnubrögð meirihlutans væru því óábyrg og algjörlega óviðunandi. 21.7.2011 15:40 Turner Broadcasting vill kaupa Latabæ Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting hefur gert tilboð upp á 1,4 milljarða króna í allt hlutafé Latabæjar, en áform eru um að framleiða nýja seríu af þáttunum fyrir alþjóðlegan markað 21.7.2011 12:00 Fyrrum stjórnendur VBS grunaðir um umboðssvik Fyrrum stjórnendur VBS fjárfestingarbanka eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik en málið snýst um færslu á láni VBS yfir í ógjaldfært félag í eigu stærstu eigenda bankans. Fyrrverandi forstjóri segir engan hafa rætt við sig um málið. Hann vísar lögbrotum á bug segist hafa tekið allar ákvarðanir með hagsmuni bankans í huga. 21.7.2011 12:00 Kvótaskerðing kemur mest við kaunin á Vestfjörðum Greining Arion banka segir að boðuð kvótaskerðing í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar muni koma mest við kaunin á Vestfjörðum af einstökum landshlutum. Þá munu minni útgerðir fá meir skell en þær stærstu. 21.7.2011 10:02 Turner vill kaupa Latabæ á 1,4 milljarða Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting System, sem tilheyrir Time Warner, býðst til að greiða 12 milljónir dollara eða 1,4 milljarða kr. fyrir allt hlutafé Latabæjar. 21.7.2011 08:46 Nær 4.000 án vinnu í ár eða lengur Fólki sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur fjölgar verulega milli ára. Um 3.900 höfðu verið atvinnulausir svo lengi að meðaltali á öðrum ársfjórðungi 2011, en á síðasta ári voru 2.700 í þeirri stöðu, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. 21.7.2011 08:00 FME gerir athugasemdir við auglýsingu MP banka Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert margvíslegar athugasemdir við auglýsingu frá MP banka þar sem bankinn tíundar ágæti eignastýringar sinnar en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í maí síðastliðnum. 21.7.2011 06:56 Gullverð nær methæðum Órói á fjármálamörkuðum olli því að metverð var greitt fyrir gull á alþjóðamörkuðum í gær. Gullforði Seðlabankans hefur haldist nær óbreyttur að stærð síðasta áratuginn, en hefur hins vegar áttfaldast í verði. 20.7.2011 19:36 Vill 220 milljarða fyrir hlutinn í Iceland en Walker í lykilstöðu Landsbankinn er sagður vilja 220 milljarða króna fyrir hlut sinn í Iceland Foods verslanakeðjunni sem er mun meira en Malcolm Walker, forstjóri félagsins, vildi greiða. Walker hins vegar með forkaupsrétt og getur því jafnað hvaða tilboð sem er í félagið. Söluandvirðið fer rakleitt í Icesave-kröfurnar. 20.7.2011 18:30 Atvinnuleysi meira en í tölum Vinnumálastofnunar Langtímaatvinnuleysi hefur tekið stökk á milli ára, þrátt fyrir fullyrðingar um að efnahagsbatinn sé hafinn í landinu. 15.800 manns voru atvinnulausir á öðrum fjórðungi ársins. 20.7.2011 13:00 Úlfar og Kristján vildu halda kaupverðinu á Toyota leyndu Landsbankinn vill enn ekki gefa upp kaupverð á Toyota á Íslandi en í lok júní gengu Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og Kristján Þorbergsson, fjármálastjóri frá kaupum á 60 prósenta hlut á Toyota á Íslandi af Landsbankanum. 20.7.2011 12:00 Keypti Domino's fyrir minna en helming af því sem hann seldi það á Birgir Þór Bieltvedt sem gengið hefur frá kaupum á Domino's af Landsbankanum keypti fyrirtækið á minna en helming af því sem hann seldi það á árinu 2005. Þá voru skuldir þess upp á einn og hálfan milljarð króna felldar niður hjá Landsbankanum áður en fyrirtækið var selt til Birgirs Þórs. 20.7.2011 12:00 Sveitarfélögin eiga hátt í 5.000 leiguíbúðir Leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga voru 4.656 talsins í fyrra og hafði þá fjölgað um 69 frá fyrra ári. Eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur aukist, íbúðum sem standa auðar hefur fækkað umtalsvert og æ fleiri sveitarfélög greiða nú sérstakar húsaleigubætur. 20.7.2011 09:53 Byggingavísitalan hækkar áfram Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2011 er 110,8 stig sem er hækkun um 0,8% frá fyrri mánuði. 20.7.2011 09:05 Aflaverðmæti drógust saman um 400 milljónir á milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 46,1 milljarði króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2011 samanborið við 46,5 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um 382 milljónir eða 0,8% á milli ára. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar. 20.7.2011 09:03 Atvinnuleysið 8,5% á öðrum ársfjórðungi Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru að meðaltali 15.800 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 8,5% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,5% hjá körlum og 7,4% hjá konum. Frá öðrum ársfjórðungi 2010 til annars ársfjórðungs 2011 fækkaði atvinnulausum um 400 manns. 20.7.2011 09:02 Atvinnulífið gleggra eftir hrun Kannanir á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til þróunar efnahagsmála eru reglulega birtar. Guðjón Emilsson hagfræðingur hefur kannað forspárgildi slíkra kannanna. 20.7.2011 09:00 Töluverðar hækkanir á fasteignaverði Töluverðar hækkanir hafa orðið á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu undanfarna mánuði eða rúmlega 6%. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 321,2 stig í júní síðastliðnum og hækkar um 0,5% frá fyrri mánuði. 20.7.2011 08:43 Sala á steinolíu hefur tífaldast á sex árum Sala á steinolíu hefur snaraukist á undanförnum árum. Í fyrra var hún tíu sinnum meiri en árið 2005. Mjög hefur færst í vöxt að steinolía sé notuð á eldri dísilbíla, ýmist hrein eða blönduð í dísil, enda er lítrinn af steinolíu tugum króna ódýrari en dísilolíulítrinn. 20.7.2011 07:30 Horfa til viðskipta við gagnaver Undirbúningur að lagningu á nýjum sæstreng til gagnaflutninga milli Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland er hafinn. Leggja á strenginn næsta sumar, en eigendur hans horfa meðal annars til viðskipta við gagnaver hér á landi. 20.7.2011 07:00 Samdráttur í fataverslun Velta í dagvöruverslun jókst um 3,3 prósent á föstu verðlagi í júní borið saman við sama mánuð í fyrra. Á sama tímabili dróst fataverslun saman um 6,5 prósent á föstu verðlagi. Verð á dagvöru hefur hækkað um 3,3 prósent á síðustu tólf mánuðum. 20.7.2011 07:00 Spenntur fyrir verkefninu Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu Pizza-Pizza til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt. Pizza-Pizza er umboðsaðili Domino‘s á Íslandi og rekur fjórtán sölustaði. 20.7.2011 05:00 Byr ekki seldur án samþykkis Alþingis Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að Byr verði ekki seldur án samþykkis Alþingis og að ríkið muni ekki tapa á sölunni. 19.7.2011 18:53 Óbreytt lánshæfismat Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hyggst ekki breyta lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins en horfur er áfram neikvæðar. Þetta kemur fram í árlegri matsskýrslu fyrirtækisins um Ísland. Skýrslan er gefin út í kjölfar reglulegrar heimsóknar sérfræðinga Moody´s til landsins og felur líkt og áður sagði ekki í sér breytingu á lánshæfismati. 19.7.2011 17:37 Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International. Salan er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 19.7.2011 15:15 Fleiri keyptu áfengi í ár en í fyrra Sala áfengis jókst um 1,2 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 3 prósent á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðarbundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í júní 1,4 prósent frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 1,8 prósent hærra í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. 19.7.2011 14:16 Guðný Erla nýr útibústjóri Landsbankans á Höfn Guðný Erla Guðnadóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans á Höfn í Hornafirði. Guðný Erla er verkfræðingur og hefur meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur undanfarið unnið sem Lána- og viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka á Ísafirði. 19.7.2011 11:15 Vinna við Búðarhálsvirkjun er á áætlun Byggingarvinna við Búðarhálsvirkjun gengur vel og er verkið á áætlun. Ístak vinnur að verkinu sem felst í meginatriðum í gangnagerð, byggingu stíflu og gerð stöðvarhúss. 19.7.2011 11:08 ESA vill breytingar á ÍLS innan sex mánaða ESA, eftirlitsstofnun EFTA hefur ákveðið að leggja til við íslensk stjórnvöld að breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði (ÍLS) til að laga hann að ríkisaðstoðarreglum EES samningsins. Ákvörðuninni skal komið í framkvæmd fyrir 1. janúar 2012. 19.7.2011 08:53 Reikna með að gengi krónuinnar veikist áfram Gengi krónunnar heldur áfram að veikjast og reikna sérfræðingar með að sú þróun haldi líklega áfram. 19.7.2011 07:51 Lítið orðið af stórframkvæmdum Lítið hefur enn orðið af þeim stórframkvæmdum sem boðaðar voru í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins árið 2009. Framkvæmdir við nokkur verkefni gætu þó hafist á næstunni. 19.7.2011 06:45 Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum. 19.7.2011 06:00 Sex vilja byggja hótel við Hörpu Í dag rann út frestur til að skila tilboði í byggingarreitinn vestan við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í miðborg Reykjavíkur. Um var að ræða opið söluferli af hálfu eiganda lóðarinnar, eignarhaldsfélagsins Situsar, sem kynnt var fyrir erlendum og innlendum fjárfestum. Tugir fyrirspurna komu frá áhugasömum fjárfestum en á endanum bárust sex formleg tilboð í byggingarréttinn á lóðinni, þrjú eru frá íslenskum aðilum og þrjú frá erlendum aðilum. 18.7.2011 19:22 Sigmundur Davíð: Byr seldur á 15 milljarða Formaður Framsóknarflokksins segir Íslandsbanka borga 15 milljarða fyrir hlut ríkisins í Byr sparisjóði. Kaupverðið hefur ekki enn verið gert opinbert. 18.7.2011 17:16 Neytendastofa sektar 15 verslanir vegna verðmerkinga Neytendastofa hefur sektað 15 verslanir í Smáralind og Kringlunni. Þetta er gert í framhaldi af könnun Neytendastofu á ástandi verðmerkinga hjá verslunum í Kringlunni og Smáralind. 18.7.2011 10:48 Skuldatryggingaálag Íslands hækkar áfram Skuldatryggingaálag Íslands hækkar áfram. Það stendur nú í 255 punktum samkvæmt viðskiptavefnum keldan.is. Í lok síðustu viku var álagið hinsvegar 240 punktar. 18.7.2011 09:36 Sjá næstu 50 fréttir
Olíugjald á steinolíu verður skoðað Olíugjald gæti verið lagt á steinolíu á næstu misserum. Mjög hefur færst í vöxt að steinolía sé notuð sem eldsneyti á dísilbíla en á næstunni verður gjaldkerfið að baki samgönguframkvæmdum tekið til endurskoðunar. 23.7.2011 09:00
Venjast lífi á atvinnuleysisbótum Aðlögunarhæfni ungs fólks gerir því auðveldara að venjast lífi á atvinnuleysisbótum. Fjölbreytt úrræði Vinnumálastofnunar hafa hjálpað mörgum ungum einstaklingum að takast á við atvinnuleysi. 22.7.2011 18:46
Tólfþúsund flugu með Iceland Express Rösklega tólf þúsund farþegar flugu með Iceland Express frá London Gatwick í júní síðastliðnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér og vísar þar í skýrslu breskra flugmálayfirvalda, máli sínu til stuðnings. Iceland Express segir að þetta sé 50 prósenta aukning frá fyrra mánuði og fjörutíu og fjögurra prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Aldrei hafi jafnmargir farþegar flogið með Iceland Express í einum mánuði frá London. Samkvæmt þessum tölum er markaðshlutdeild iceland Express í farþegaflutningum frá London rúmlega 41 prósent og hefur aldrei verið meiri. 22.7.2011 12:55
Landsbankinn veitir nýsköpunarstyrki Samfélagssjóður Landsbankans mun í ár veita nýsköpunarstyrki í fyrsta sinn. Veittir verða 27 styrkir fyrir samtals að fjárhæð 15.000.000 króna. 22.7.2011 11:11
Kaupmáttur jókst um 3,4% milli mánaða Vísitala kaupmáttar launa í júní 2011 er 109,5 stig og hækkaði um 3,4% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,7%. 22.7.2011 09:03
FME afturkallar starfsleyfi Glitnis og Kaupþings Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi Glitnis og Kaupþings sem viðskiptabanka. 22.7.2011 07:37
Kauphöllin sektar fimm sveitarfélög og OR Kauphöllin hefur áminnt fimm sveitarfélög og beitt þau sektum þar sem félögin eru talin hafa brotið gegn reglum Kauphallarinnar. 22.7.2011 07:35
FME gerir athugasemdir við starfsemi verðbréfasjóða ÍV Fjármálaeftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir við starfsemi Rekstrarfélags verðbréfasjóða hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV). Þetta kemur í framhaldi af athugun sem eftirlitið gerði á félaginu. 22.7.2011 07:32
Staða SpKef miklu verri en menn þorðu að vona Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða. 21.7.2011 18:30
Málefni fatlaðra setja fjármál borgarinnar í óvissu Flutningur á málefnum fatlaðra frá ríki til borgar og óvissa um fjármögnun málaflokksins veldur drætti á framlagningu þriggja ára fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Borgaryfirvöld vonast til þess að hægt verði að ljúka gerð áætlunarinnar í byrjun hausts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni en fyrr í dag óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG eftir því að borgarstjórn yrði kölluð saman til aukafundar vegna vanskila á áætlunininni. Fulltrúarnir segja að samkvæmt lögðum átt að leggja slíka áætlun fram fyrir fimm mánuðum og að vinnubrögð meirihlutans væru því óábyrg og algjörlega óviðunandi. 21.7.2011 15:40
Turner Broadcasting vill kaupa Latabæ Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting hefur gert tilboð upp á 1,4 milljarða króna í allt hlutafé Latabæjar, en áform eru um að framleiða nýja seríu af þáttunum fyrir alþjóðlegan markað 21.7.2011 12:00
Fyrrum stjórnendur VBS grunaðir um umboðssvik Fyrrum stjórnendur VBS fjárfestingarbanka eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik en málið snýst um færslu á láni VBS yfir í ógjaldfært félag í eigu stærstu eigenda bankans. Fyrrverandi forstjóri segir engan hafa rætt við sig um málið. Hann vísar lögbrotum á bug segist hafa tekið allar ákvarðanir með hagsmuni bankans í huga. 21.7.2011 12:00
Kvótaskerðing kemur mest við kaunin á Vestfjörðum Greining Arion banka segir að boðuð kvótaskerðing í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar muni koma mest við kaunin á Vestfjörðum af einstökum landshlutum. Þá munu minni útgerðir fá meir skell en þær stærstu. 21.7.2011 10:02
Turner vill kaupa Latabæ á 1,4 milljarða Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting System, sem tilheyrir Time Warner, býðst til að greiða 12 milljónir dollara eða 1,4 milljarða kr. fyrir allt hlutafé Latabæjar. 21.7.2011 08:46
Nær 4.000 án vinnu í ár eða lengur Fólki sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur fjölgar verulega milli ára. Um 3.900 höfðu verið atvinnulausir svo lengi að meðaltali á öðrum ársfjórðungi 2011, en á síðasta ári voru 2.700 í þeirri stöðu, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. 21.7.2011 08:00
FME gerir athugasemdir við auglýsingu MP banka Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert margvíslegar athugasemdir við auglýsingu frá MP banka þar sem bankinn tíundar ágæti eignastýringar sinnar en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í maí síðastliðnum. 21.7.2011 06:56
Gullverð nær methæðum Órói á fjármálamörkuðum olli því að metverð var greitt fyrir gull á alþjóðamörkuðum í gær. Gullforði Seðlabankans hefur haldist nær óbreyttur að stærð síðasta áratuginn, en hefur hins vegar áttfaldast í verði. 20.7.2011 19:36
Vill 220 milljarða fyrir hlutinn í Iceland en Walker í lykilstöðu Landsbankinn er sagður vilja 220 milljarða króna fyrir hlut sinn í Iceland Foods verslanakeðjunni sem er mun meira en Malcolm Walker, forstjóri félagsins, vildi greiða. Walker hins vegar með forkaupsrétt og getur því jafnað hvaða tilboð sem er í félagið. Söluandvirðið fer rakleitt í Icesave-kröfurnar. 20.7.2011 18:30
Atvinnuleysi meira en í tölum Vinnumálastofnunar Langtímaatvinnuleysi hefur tekið stökk á milli ára, þrátt fyrir fullyrðingar um að efnahagsbatinn sé hafinn í landinu. 15.800 manns voru atvinnulausir á öðrum fjórðungi ársins. 20.7.2011 13:00
Úlfar og Kristján vildu halda kaupverðinu á Toyota leyndu Landsbankinn vill enn ekki gefa upp kaupverð á Toyota á Íslandi en í lok júní gengu Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og Kristján Þorbergsson, fjármálastjóri frá kaupum á 60 prósenta hlut á Toyota á Íslandi af Landsbankanum. 20.7.2011 12:00
Keypti Domino's fyrir minna en helming af því sem hann seldi það á Birgir Þór Bieltvedt sem gengið hefur frá kaupum á Domino's af Landsbankanum keypti fyrirtækið á minna en helming af því sem hann seldi það á árinu 2005. Þá voru skuldir þess upp á einn og hálfan milljarð króna felldar niður hjá Landsbankanum áður en fyrirtækið var selt til Birgirs Þórs. 20.7.2011 12:00
Sveitarfélögin eiga hátt í 5.000 leiguíbúðir Leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga voru 4.656 talsins í fyrra og hafði þá fjölgað um 69 frá fyrra ári. Eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur aukist, íbúðum sem standa auðar hefur fækkað umtalsvert og æ fleiri sveitarfélög greiða nú sérstakar húsaleigubætur. 20.7.2011 09:53
Byggingavísitalan hækkar áfram Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2011 er 110,8 stig sem er hækkun um 0,8% frá fyrri mánuði. 20.7.2011 09:05
Aflaverðmæti drógust saman um 400 milljónir á milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 46,1 milljarði króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2011 samanborið við 46,5 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um 382 milljónir eða 0,8% á milli ára. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar. 20.7.2011 09:03
Atvinnuleysið 8,5% á öðrum ársfjórðungi Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru að meðaltali 15.800 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 8,5% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,5% hjá körlum og 7,4% hjá konum. Frá öðrum ársfjórðungi 2010 til annars ársfjórðungs 2011 fækkaði atvinnulausum um 400 manns. 20.7.2011 09:02
Atvinnulífið gleggra eftir hrun Kannanir á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til þróunar efnahagsmála eru reglulega birtar. Guðjón Emilsson hagfræðingur hefur kannað forspárgildi slíkra kannanna. 20.7.2011 09:00
Töluverðar hækkanir á fasteignaverði Töluverðar hækkanir hafa orðið á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu undanfarna mánuði eða rúmlega 6%. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 321,2 stig í júní síðastliðnum og hækkar um 0,5% frá fyrri mánuði. 20.7.2011 08:43
Sala á steinolíu hefur tífaldast á sex árum Sala á steinolíu hefur snaraukist á undanförnum árum. Í fyrra var hún tíu sinnum meiri en árið 2005. Mjög hefur færst í vöxt að steinolía sé notuð á eldri dísilbíla, ýmist hrein eða blönduð í dísil, enda er lítrinn af steinolíu tugum króna ódýrari en dísilolíulítrinn. 20.7.2011 07:30
Horfa til viðskipta við gagnaver Undirbúningur að lagningu á nýjum sæstreng til gagnaflutninga milli Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland er hafinn. Leggja á strenginn næsta sumar, en eigendur hans horfa meðal annars til viðskipta við gagnaver hér á landi. 20.7.2011 07:00
Samdráttur í fataverslun Velta í dagvöruverslun jókst um 3,3 prósent á föstu verðlagi í júní borið saman við sama mánuð í fyrra. Á sama tímabili dróst fataverslun saman um 6,5 prósent á föstu verðlagi. Verð á dagvöru hefur hækkað um 3,3 prósent á síðustu tólf mánuðum. 20.7.2011 07:00
Spenntur fyrir verkefninu Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu Pizza-Pizza til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt. Pizza-Pizza er umboðsaðili Domino‘s á Íslandi og rekur fjórtán sölustaði. 20.7.2011 05:00
Byr ekki seldur án samþykkis Alþingis Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að Byr verði ekki seldur án samþykkis Alþingis og að ríkið muni ekki tapa á sölunni. 19.7.2011 18:53
Óbreytt lánshæfismat Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hyggst ekki breyta lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins en horfur er áfram neikvæðar. Þetta kemur fram í árlegri matsskýrslu fyrirtækisins um Ísland. Skýrslan er gefin út í kjölfar reglulegrar heimsóknar sérfræðinga Moody´s til landsins og felur líkt og áður sagði ekki í sér breytingu á lánshæfismati. 19.7.2011 17:37
Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International. Salan er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 19.7.2011 15:15
Fleiri keyptu áfengi í ár en í fyrra Sala áfengis jókst um 1,2 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 3 prósent á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðarbundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í júní 1,4 prósent frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 1,8 prósent hærra í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. 19.7.2011 14:16
Guðný Erla nýr útibústjóri Landsbankans á Höfn Guðný Erla Guðnadóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans á Höfn í Hornafirði. Guðný Erla er verkfræðingur og hefur meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur undanfarið unnið sem Lána- og viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka á Ísafirði. 19.7.2011 11:15
Vinna við Búðarhálsvirkjun er á áætlun Byggingarvinna við Búðarhálsvirkjun gengur vel og er verkið á áætlun. Ístak vinnur að verkinu sem felst í meginatriðum í gangnagerð, byggingu stíflu og gerð stöðvarhúss. 19.7.2011 11:08
ESA vill breytingar á ÍLS innan sex mánaða ESA, eftirlitsstofnun EFTA hefur ákveðið að leggja til við íslensk stjórnvöld að breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði (ÍLS) til að laga hann að ríkisaðstoðarreglum EES samningsins. Ákvörðuninni skal komið í framkvæmd fyrir 1. janúar 2012. 19.7.2011 08:53
Reikna með að gengi krónuinnar veikist áfram Gengi krónunnar heldur áfram að veikjast og reikna sérfræðingar með að sú þróun haldi líklega áfram. 19.7.2011 07:51
Lítið orðið af stórframkvæmdum Lítið hefur enn orðið af þeim stórframkvæmdum sem boðaðar voru í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins árið 2009. Framkvæmdir við nokkur verkefni gætu þó hafist á næstunni. 19.7.2011 06:45
Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum. 19.7.2011 06:00
Sex vilja byggja hótel við Hörpu Í dag rann út frestur til að skila tilboði í byggingarreitinn vestan við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í miðborg Reykjavíkur. Um var að ræða opið söluferli af hálfu eiganda lóðarinnar, eignarhaldsfélagsins Situsar, sem kynnt var fyrir erlendum og innlendum fjárfestum. Tugir fyrirspurna komu frá áhugasömum fjárfestum en á endanum bárust sex formleg tilboð í byggingarréttinn á lóðinni, þrjú eru frá íslenskum aðilum og þrjú frá erlendum aðilum. 18.7.2011 19:22
Sigmundur Davíð: Byr seldur á 15 milljarða Formaður Framsóknarflokksins segir Íslandsbanka borga 15 milljarða fyrir hlut ríkisins í Byr sparisjóði. Kaupverðið hefur ekki enn verið gert opinbert. 18.7.2011 17:16
Neytendastofa sektar 15 verslanir vegna verðmerkinga Neytendastofa hefur sektað 15 verslanir í Smáralind og Kringlunni. Þetta er gert í framhaldi af könnun Neytendastofu á ástandi verðmerkinga hjá verslunum í Kringlunni og Smáralind. 18.7.2011 10:48
Skuldatryggingaálag Íslands hækkar áfram Skuldatryggingaálag Íslands hækkar áfram. Það stendur nú í 255 punktum samkvæmt viðskiptavefnum keldan.is. Í lok síðustu viku var álagið hinsvegar 240 punktar. 18.7.2011 09:36