Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur 19. júlí 2011 15:15 Mynd úr safni Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International en hún er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Birgir Þór stofnaði Pizza-pizza ehf. árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005. Nú sex árum síðar kemur hann aftur að félaginu og segist í tilkynningu vera spenntur að takast að nýju á við verkefnið „og innleiða ýmsar nýjungar sem koma til með að styrkja félagið enn frekar og gera Domino's Pizza að leiðandi vörumerki á sínu sviði með gæði, þjónustu og stöðugleika að leiðarljósi.“ „Landsbankinn tók Pizza-pizza ehf. yfir í mars á þessu ári og hóf þá þegar að undirbúa sölu félagsins. Við erum sérstaklega ánægð með hversu hratt og vel söluferlið gekk fyrir sig og óskum félaginu og nýjum eigendum þess velfarnaðar," segir Steinþór Pálsson, stjórnarformaður Hamla og bankastjóri Landsbankans. Pizza-pizza ehf., er eins og áður segir rekstraraðili Domino's Pizza International á Íslandi og rekur 14 sölustaði undir vörumerki Domino's. Fyrsti Domino's staðurinn á Íslandi opnaði árið 1993 og hefur Domino's síðan verið leiðandi á pítsumarkaði á Íslandi, segir í tilkynningunni. Starfsmenn félagsins eru um 340 í um 140 stöðugildum. Félagið hefur farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá Landsbankanum. „Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með söluferlinu sem hófst 12. maí 2011. Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem stóðust hæfismat og gátu sýnt fram á fjárfestingargetu að lágmarki 300 milljónir króna. Margir sýndu fyrirtækinu áhuga og skiluðu 20 aðilar inn óskuldbindandi tilboði. Sex þeirra fengu aðgang að gagnaherbergi til að afla sér frekari upplýsinga um félagið og skiluðu allir bindandi tilboði. Söluferli Pizza-pizza ehf. er í fullu samræmi við nýja stefnu Landsbankans um sölu á fullnustueignum. Tindar verðbréf veitti nýjum eigendum Pizza-pizza ehf. ráðgjöf í söluferlinu," segir í tilkynningunni. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International en hún er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Birgir Þór stofnaði Pizza-pizza ehf. árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005. Nú sex árum síðar kemur hann aftur að félaginu og segist í tilkynningu vera spenntur að takast að nýju á við verkefnið „og innleiða ýmsar nýjungar sem koma til með að styrkja félagið enn frekar og gera Domino's Pizza að leiðandi vörumerki á sínu sviði með gæði, þjónustu og stöðugleika að leiðarljósi.“ „Landsbankinn tók Pizza-pizza ehf. yfir í mars á þessu ári og hóf þá þegar að undirbúa sölu félagsins. Við erum sérstaklega ánægð með hversu hratt og vel söluferlið gekk fyrir sig og óskum félaginu og nýjum eigendum þess velfarnaðar," segir Steinþór Pálsson, stjórnarformaður Hamla og bankastjóri Landsbankans. Pizza-pizza ehf., er eins og áður segir rekstraraðili Domino's Pizza International á Íslandi og rekur 14 sölustaði undir vörumerki Domino's. Fyrsti Domino's staðurinn á Íslandi opnaði árið 1993 og hefur Domino's síðan verið leiðandi á pítsumarkaði á Íslandi, segir í tilkynningunni. Starfsmenn félagsins eru um 340 í um 140 stöðugildum. Félagið hefur farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá Landsbankanum. „Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með söluferlinu sem hófst 12. maí 2011. Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem stóðust hæfismat og gátu sýnt fram á fjárfestingargetu að lágmarki 300 milljónir króna. Margir sýndu fyrirtækinu áhuga og skiluðu 20 aðilar inn óskuldbindandi tilboði. Sex þeirra fengu aðgang að gagnaherbergi til að afla sér frekari upplýsinga um félagið og skiluðu allir bindandi tilboði. Söluferli Pizza-pizza ehf. er í fullu samræmi við nýja stefnu Landsbankans um sölu á fullnustueignum. Tindar verðbréf veitti nýjum eigendum Pizza-pizza ehf. ráðgjöf í söluferlinu," segir í tilkynningunni.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira