Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands hækkar áfram

Skuldatryggingaálag Íslands hækkar áfram. Það stendur nú í 255 punktum samkvæmt viðskiptavefnum keldan.is. Í lok síðustu viku var álagið hinsvegar 240 punktar.

Þessi hækkun á skuldatryggingaálagi Íslands fylgir almennum hækkunum á álagi annarra Evrópuþjóða sem stafa af skuldakreppunni á evrusvæðinu. Þannig hefur skuldatryggingavísitala Markit iTraxx fyrir Evrópulönd hækkað um tæp 6% frá því fyrir helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×