Viðskipti innlent

Spenntur fyrir verkefninu

Landsbankinn hefur gengið frá sölu á Domino‘s veitingastaðakeðjunni í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins.
Landsbankinn hefur gengið frá sölu á Domino‘s veitingastaðakeðjunni í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Mynd/Stefán
Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu Pizza-Pizza til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt. Pizza-Pizza er umboðsaðili Domino‘s á Íslandi og rekur fjórtán sölustaði.

Hópur Birgis átti hagstæðasta tilboðið í opnu söluferli en alls bárust tuttugu óskuldbindandi tilboð.

Söluverð hlutafjárins er 210 milljónir króna en að auki nema vaxtaberandi skuldir 350 milljónum króna.

Birgir stofnaði félagið Pizza-Pizza árið 1993 og kom að rekstri þess til ársins 2005. Hann kveðst vera spenntur fyrir því að takast að nýju á við þetta verkefni.- mþl

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.