Viðskipti innlent

Sigmundur Davíð: Byr seldur á 15 milljarða

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd/Anton
Formaður Framsóknarflokksins segir Íslandsbanka borga 15 milljarða fyrir hlut ríkisins í Byr sparisjóði. Kaupverðið hefur ekki enn verið gert opinbert.

Kaupverð Byr verður upplýst þegar söluferli er að fullu lokið en endanlegu söluferli lýkur að fengnu samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins. Þetta hefur verið gagnrýnt og þingmenn krafist þess að upplýst verði nú þegar um kaupverðið.

Rætt var við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á fimmta tímanum í dag. „Við höfum náttúrlega ekki enn fengið að heyra það opinberlega frá fjármálaráðherra en sú saga gengur fyrir vikið um að þetta hafi kostað 15 milljarða. Ekki hefur verið hægt að staðfesta það, en það virðist þó alla vega ljóst að ríkið hafi ekki fengið til baka allt það sem það lagði í bankann fyrir sín 15%.“

Hægt er að hlusta á viðtalið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×