Lítið orðið af stórframkvæmdum 19. júlí 2011 06:45 Framkvæmdir við álver í Helguvík voru í hópi þeirra verkefna sem talið var að væru komin einna lengst þegar skrifað var undir stöðugleikasáttmálann. Síðan hefur gengið hægt að koma framkvæmdum almennilega af stað. Mynd/GVA Lítið hefur enn orðið af þeim stórframkvæmdum sem boðaðar voru í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins árið 2009. Framkvæmdir við nokkur verkefni gætu þó hafist á næstunni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa margoft lýst því yfir að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu hér á landi með það fyrir augum að auka hagvöxt. Síðast í tengslum við gerð kjarasamninga í vor. Fjárfesting var einungis 13 prósent af landsframleiðslu hér á landi á síðasta ári en þetta hlutfall hefur aldrei verið lægra. Þá var fjárfesting 14,1 prósent árið 2009. Ríkisstjórnin hefur sett fram markmið um að auka þetta hlutfall í 18 til 20 prósent. Það myndi þýða að fjárfesting ykist úr 200 milljörðum króna í 275 til 350 milljarða á ári. Skrifað var undir stöðugleikasáttmálann svokallaða þann 25. júní árið 2009 en Samtök atvinnulífins sögðu sig síðar frá honum. Í sáttmálanum var vísað í minnisblað vegna verklegra framkvæmda. Þar má finna lista yfir framkvæmdir sem vonir voru bundnar við að gætu brátt hafist hér á landi. Var framkvæmdunum skipt í þrjá flokka; framkvæmdir sem þegar lágu fyrir, orkutengd verkefni á teikniborðinu og mögulegar einkaframkvæmdir. Af ellefu sértækum orkutengdum verkefnum sem sögð voru á teikniborðinu árið 2009 hefur einungis eitt orðið að veruleika; gagnaverið Thor Data Center sem hóf rekstur í fyrra. Hætt hefur verið við sum verkefni en framhald annarra er í mikilli óvissu. Einu framkvæmdirnar sem komnar eru á útboðsstig eru jarðvarmavirkjanir Landsvirkjunar við Bjarnarflag og á Þeistareykjum. Af sex sérstaklega tilgreindum framkvæmdum sem þóttu þegar liggja fyrir er einni svo gott sem lokið; tónlistarhúsinu Hörpu. Tvær eru í fullum gangi; stækkun álversins í Straumsvík og Búðarhálsvirkjun. Þá eru framkvæmdir við álver í Helguvík hafnar en framhald þeirra óvíst auk þess sem lítið er að frétta af orkuveri vegna álversins. Loks er lítið að frétta af fyrirhuguðu gagnaveri Verne Holding á Suðurnesjum en verkefnið er þó enn á lífi. Lítið orðið af orkutengdum framkvæmdumEllefu sértækar orkutengdar framkvæmdir voru sagðar á teikniborðinu í minnisblaðinu sem fylgdi stöðugleikasáttmálanum. Eins og áður sagði er eitt verkefni orðið að veruleika og tvö á útboðsstigi. Ekkert hinna hefur beinlínis verið blásið af þótt margir telji ólíklegt að álver rísi á Bakka úr þessu. Það verkefnanna sem komið er lengst er Kísilver í Helguvík en óvissa um fjármögnun þess hefur komið í veg fyrir að framkvæmdir gætu hafist eins og stefnt var að í sumar. Lengi leit út fyrir að stórt Kísilver yrði reist í Ölfusi en það verkefni er nú í dvala þar sem ekki hefur tekist að tryggja verinu aðgengi að orku. Hugmyndir um koltrefjaverksmiðju á Norðurlandi vestra hafa ekki komist af hugmyndastigi auk þess sem lítið er að frétta af framleiðsluaukningu sem fyrirhuguð var á Grundartanga. Þá er enn vilji fyrir því hjá fyrirtækinu Greenstone að reisa gagnaver við Blönduós. Fjárfestarnir að baki verkefninu eru þó áhyggjufullir um horfur í efnahagsmálum beggja vegna Atlantshafsins og því smeykir við að leggja í nýfjárfestingar, segir Sveinn Óskar Sigurðsson, talsmaður Greenstone. Þá segir Sveinn stjórnvöld hafa staðið sig vel í því að aflétta hömlum sem hefðu getað staðið í vegi fyrir verkefninu. Ekki eru þó öll verkefnin í biðstöðu. Hugmyndir um pappírsverksmiðju á Hellisheiði eru enn í fullum undirbúningi og að sögn Þórðar Kárasonar, framkvæmdastjóra Papco, vonast menn þar á bæ eftir því að geta tilkynnt um upphaf framkvæmda í haust. Þá bárust fréttir af því fyrr á árinu að þýska fyrirtækið PCC hefði sýnt því áhuga að reisa kísilver á Bakka. Verkefnið er enn á viðræðustigi. Ekkert orðið af einkaframkvæmdumÍ stöðugleikasáttmálanum var kveðið á um að stjórnvöld skyldu ganga til viðræðna við lífeyrissjóðina og fleiri aðila um fjármögnun stórra framkvæmda. Var þar til að mynda horft til hátæknisjúkrahúss, tvöföldunar Suðurlands- og Vesturlandsvegar, Vaðlaheiðarganga og Sundabrautar. Skemmst er frá því að segja að ekkert hefur orðið af þátttöku lífeyrissjóðanna eða annarra aðila í fjármögnum þessara framkvæmda. Af þeim verkefnum sem talin voru upp í minnisblaðinu sem fylgdi stöðugleikasáttmálanum eru einungis hafnar framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar. En þó ekki nema við fyrsta áfangann. Þá eru Vaðlaheiðargöng í útboðsferli og nýtt Hátæknisjúkrahús í skipulagsferli. Loks er áætluð fimm milljarða króna fjárfesting í nýjum hjúkrunarheimilum sem ekki var kveðið á um í minnisblaðinu með stöðugleikasáttmálanum. Minnst er á hjúkrunarheimilin auk nýs fangelsis og framhaldsskóla í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga frá því í vor. Fyrirhugað er að fangelsið og framhaldsskólinn fari í útboð á næstunni. Þá er stefnt að frekari framkvæmdum við skóla- og fræðabyggingar, til að mynda við byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Lítið hefur enn orðið af þeim stórframkvæmdum sem boðaðar voru í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins árið 2009. Framkvæmdir við nokkur verkefni gætu þó hafist á næstunni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa margoft lýst því yfir að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu hér á landi með það fyrir augum að auka hagvöxt. Síðast í tengslum við gerð kjarasamninga í vor. Fjárfesting var einungis 13 prósent af landsframleiðslu hér á landi á síðasta ári en þetta hlutfall hefur aldrei verið lægra. Þá var fjárfesting 14,1 prósent árið 2009. Ríkisstjórnin hefur sett fram markmið um að auka þetta hlutfall í 18 til 20 prósent. Það myndi þýða að fjárfesting ykist úr 200 milljörðum króna í 275 til 350 milljarða á ári. Skrifað var undir stöðugleikasáttmálann svokallaða þann 25. júní árið 2009 en Samtök atvinnulífins sögðu sig síðar frá honum. Í sáttmálanum var vísað í minnisblað vegna verklegra framkvæmda. Þar má finna lista yfir framkvæmdir sem vonir voru bundnar við að gætu brátt hafist hér á landi. Var framkvæmdunum skipt í þrjá flokka; framkvæmdir sem þegar lágu fyrir, orkutengd verkefni á teikniborðinu og mögulegar einkaframkvæmdir. Af ellefu sértækum orkutengdum verkefnum sem sögð voru á teikniborðinu árið 2009 hefur einungis eitt orðið að veruleika; gagnaverið Thor Data Center sem hóf rekstur í fyrra. Hætt hefur verið við sum verkefni en framhald annarra er í mikilli óvissu. Einu framkvæmdirnar sem komnar eru á útboðsstig eru jarðvarmavirkjanir Landsvirkjunar við Bjarnarflag og á Þeistareykjum. Af sex sérstaklega tilgreindum framkvæmdum sem þóttu þegar liggja fyrir er einni svo gott sem lokið; tónlistarhúsinu Hörpu. Tvær eru í fullum gangi; stækkun álversins í Straumsvík og Búðarhálsvirkjun. Þá eru framkvæmdir við álver í Helguvík hafnar en framhald þeirra óvíst auk þess sem lítið er að frétta af orkuveri vegna álversins. Loks er lítið að frétta af fyrirhuguðu gagnaveri Verne Holding á Suðurnesjum en verkefnið er þó enn á lífi. Lítið orðið af orkutengdum framkvæmdumEllefu sértækar orkutengdar framkvæmdir voru sagðar á teikniborðinu í minnisblaðinu sem fylgdi stöðugleikasáttmálanum. Eins og áður sagði er eitt verkefni orðið að veruleika og tvö á útboðsstigi. Ekkert hinna hefur beinlínis verið blásið af þótt margir telji ólíklegt að álver rísi á Bakka úr þessu. Það verkefnanna sem komið er lengst er Kísilver í Helguvík en óvissa um fjármögnun þess hefur komið í veg fyrir að framkvæmdir gætu hafist eins og stefnt var að í sumar. Lengi leit út fyrir að stórt Kísilver yrði reist í Ölfusi en það verkefni er nú í dvala þar sem ekki hefur tekist að tryggja verinu aðgengi að orku. Hugmyndir um koltrefjaverksmiðju á Norðurlandi vestra hafa ekki komist af hugmyndastigi auk þess sem lítið er að frétta af framleiðsluaukningu sem fyrirhuguð var á Grundartanga. Þá er enn vilji fyrir því hjá fyrirtækinu Greenstone að reisa gagnaver við Blönduós. Fjárfestarnir að baki verkefninu eru þó áhyggjufullir um horfur í efnahagsmálum beggja vegna Atlantshafsins og því smeykir við að leggja í nýfjárfestingar, segir Sveinn Óskar Sigurðsson, talsmaður Greenstone. Þá segir Sveinn stjórnvöld hafa staðið sig vel í því að aflétta hömlum sem hefðu getað staðið í vegi fyrir verkefninu. Ekki eru þó öll verkefnin í biðstöðu. Hugmyndir um pappírsverksmiðju á Hellisheiði eru enn í fullum undirbúningi og að sögn Þórðar Kárasonar, framkvæmdastjóra Papco, vonast menn þar á bæ eftir því að geta tilkynnt um upphaf framkvæmda í haust. Þá bárust fréttir af því fyrr á árinu að þýska fyrirtækið PCC hefði sýnt því áhuga að reisa kísilver á Bakka. Verkefnið er enn á viðræðustigi. Ekkert orðið af einkaframkvæmdumÍ stöðugleikasáttmálanum var kveðið á um að stjórnvöld skyldu ganga til viðræðna við lífeyrissjóðina og fleiri aðila um fjármögnun stórra framkvæmda. Var þar til að mynda horft til hátæknisjúkrahúss, tvöföldunar Suðurlands- og Vesturlandsvegar, Vaðlaheiðarganga og Sundabrautar. Skemmst er frá því að segja að ekkert hefur orðið af þátttöku lífeyrissjóðanna eða annarra aðila í fjármögnum þessara framkvæmda. Af þeim verkefnum sem talin voru upp í minnisblaðinu sem fylgdi stöðugleikasáttmálanum eru einungis hafnar framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar. En þó ekki nema við fyrsta áfangann. Þá eru Vaðlaheiðargöng í útboðsferli og nýtt Hátæknisjúkrahús í skipulagsferli. Loks er áætluð fimm milljarða króna fjárfesting í nýjum hjúkrunarheimilum sem ekki var kveðið á um í minnisblaðinu með stöðugleikasáttmálanum. Minnst er á hjúkrunarheimilin auk nýs fangelsis og framhaldsskóla í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga frá því í vor. Fyrirhugað er að fangelsið og framhaldsskólinn fari í útboð á næstunni. Þá er stefnt að frekari framkvæmdum við skóla- og fræðabyggingar, til að mynda við byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira