Viðskipti innlent

Kvótaskerðing kemur mest við kaunin á Vestfjörðum

Greining Arion banka segir að boðuð kvótaskerðing í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar muni koma mest við kaunin á Vestfjörðum af einstökum landshlutum. Þá munu minni útgerðir fá meir skell en þær stærstu.

Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að niðurstöður greiningarinnar bendi til þess að nýjar tillögur um úthlutun í potta geti leitt til allt að 20% skerðingar á landsvísu eða um 53 þúsund tonn. Þá er aðeins tekið tillit til skerðingar í þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Skerðingin verði mest á Vestfjörðum og síðan Reykjanesi.

Hinsvegar muni skerðingin hafa minnst áhrif á höfuðborgarsvæðinu þar sem sjávarútvegsfyrirtæki þar eiga hlutfallslega minnst undir í fyrrgreindum tegundum. Á móti hafa þau fyrirtæki mikinn kvóta í uppsjávarfiski.

Sjá nánar í viðhengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×