Viðskipti innlent

Kauphöllin sektar fimm sveitarfélög og OR

Kauphöllin hefur áminnt fimm sveitarfélög og beitt þau sektum þar sem félögin eru talin hafa brotið gegn reglum Kauphallarinnar.

Í öllum tilvikum var um að ræða að sveitarfélögin höfðu skilað ársreikningum sínum of seint til Kauphallarinnar.

Sveitarfélögin fimm eru Reykjavíkurborg, Vestmannaeyjabær, Sandgerðisbær, Norðurþing og Langanesbyggð. Þau voru sektuð um 1,5 milljónir króna hvert.

Þá er Orkuveitu Reykjavíkur (OR) gert að greiða 1,5 milljón króna sekt til Kauphallarinnar. Er það sökum þess að atriði í aðgerðaráætlun Orkuveitunnar sem lögð var fram í mars s.l. birtust í fjölmiðlum áður en þau voru formlega kynnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×