Viðskipti innlent

Tólfþúsund flugu með Iceland Express

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rösklega tólf þúsund farþegar  flugu með Iceland Express frá London Gatwick í júní síðastliðnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér og vísar þar í skýrslu breskra flugmálayfirvalda, máli sínu til stuðnings.

Iceland Express segir að þetta sé 50 prósenta aukning frá fyrra mánuði og fjörutíu og fjögurra prósenta aukning frá sama tíma í fyrra.  Aldrei hafi jafnmargir farþegar flogið með Iceland Express í einum mánuði frá London.

Samkvæmt þessum tölum er markaðshlutdeild iceland Express í farþegaflutningum frá London  rúmlega  41 prósent og hefur aldrei verið meiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×