Viðskipti innlent

Venjast lífi á atvinnuleysisbótum

Sigríður Agnes Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun.
Sigríður Agnes Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun.
Aðlögunarhæfni ungs fólks gerir því auðveldara að venjast lífi á atvinnuleysisbótum. Fjölbreytt úrræði Vinnumálastofnunar hafa hjálpað mörgum ungum einstaklingum að takast á við atvinnuleysi.

Hagstofan kynnti í gær tölur um atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi en samkvæmt þeim er fimmti hver einstaklingur á aldrinum 16 til 24 ára án atvinnu eða meira en sex þúsund einstaklingar. Ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun segir þetta vera áhyggjuefni þar sem ungt fólk sé betra í að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.

„Sem þýðir að jafnvel þó að staðan hjá mér sé sú að ég sé án vinnu að þá get ég hugsanlega aðlagað líf mitt þannig að því að vera á bótum, sem er kannski ekkert voðalega gott til framtíðar að það sé þannig,“ segir Sigríður Agnes Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun.

Flestir vilji þó komast af bótum og í vinnu eða nám og Vinnumálastofnun hefur undanfarið lagt gríðarlega áherslu á að þjónusta ungt fólk.

„Finna út hvað er það sem að hindrar þig í þinni atvinnuleit og hvað getum við gert til að hjálpa þér. Það getur verið frá fólki með mjög brotna sjálfsmynd í það hreinlega að kimms ekki að gera ferilskrá og það er það sem þarf að bæta,“ segir Sigríður.

Verkefnin spanna stórt svið allt frá sjálfstyrkingarnámskeiðum í sérhæft tölvunám en Sigríður segir viðbrögðin hafa verið frábær. „Sumir náttúrulega sögðu það sjálfir, ég fæ loksins tækifæri til að hætta að vaka á nóttunni og byrja að gera eitthvað á morgnanna. Ástæðu til að vakna,“ segir Sigríður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×