Fleiri fréttir Veiðigjaldið hækkað, skilar 4,5 milljörðum Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að veiðigjald komandi fiskveiðiárs verði 9,46 krónur af hverju lönduðu þorskígildiskílói og er áætlað að það skili um 4500 milljónum króna í ríkissjóð. Það er umtalsverð hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári þar sem reiknað er með að veiðigjaldið skili um 2700 milljónum kr. 15.7.2011 15:17 Telur heimild skorta fyrir sölu ríkisins á hlut sínum í Byr Þingmaður í stjórnarandstöðu gagnrýnir að kaupverð hafi ekki verið gefið upp við sölu ríkisins á Byr og telur að fjármálaráðherra skorti heimild alþingis til að selja hlutinn. Hún er uggandi um framhaldið á sölu fjármálafyrirtækja. 15.7.2011 15:00 Mikið kvartað undan skorti á verðmerkingum Mikið er kvartað undan skorti á verðmerkingum á kjötvörum til Neytendasamtakanna og ljóst er að margir eiga erfitt með að sætta sig við skannana sem settir hafa verið upp eftir að bann við forverðmerkingum tók gildi. 15.7.2011 14:30 Enn mikið líf á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku var 101. Þetta er tíu samningum meir en nemur meðaltali síðustu 12 vikna sem er 91 samningur á viku. 15.7.2011 14:05 Aðeins þriðjungur véla Iceland Express hélt áætlun Aðeins þriðja hver vél Iceland Express, til og frá Keflavík, hélt áætlun síðustu sjö daga og meðaltöf á brottför var 48 mínútur. 15.7.2011 13:05 Íslandsbanki mun upplýsa kaupverðið á Byr Íslandsbanki mun upplýsa kaupverðið á Byr þegar söluferlinu er að fullu lokið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum. 15.7.2011 13:00 Fréttaskýring: Verð á lambakjöti hækkar mikið í haust Verð á lambakjöti til neytenda mun hækka mikið í haust og leiða má líkur að því að sú hækkun verði ekki undir 20% og jafnvel meiri. 15.7.2011 12:49 Setur upp fyrsta kolefnisfría tölvuskýi veraldar Tölvuþjónustan SecurStore ehf. (Securstore) og Rackspace hafa undirritað samkomulag um uppsetningu á fyrsta kolefnisfría tölvuskýi veraldar. Samkomulagið felur í sér að Securstore setur upp hugbúnað frá Rackspace í gagnaveri sínu á Íslandi. 15.7.2011 11:44 Ekki lausn að lækka álögur á bensíni og olíu Hækkun olíuverðs er langtímavandamál sem ekki verður leyst með skammtímaaðgerðum. Stjórnvöld þurfa að móta stefnu sem hefur það að markmiði að draga úr áhættu af olíuskorti og hækkandi eldsneytisverði. Tekjur ríkissjóðs sem eyrnamerktar eru samgönguframkvæmdum eru langt í frá nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. 15.7.2011 11:15 Spáir því að verðbólgan verði 4,9% í júlí Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) verði óbreytt í júlí frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga úr 4,2% í 4,9% í júlímánuði. Hagstofan birtir VNV fyrir júlí kl.9 þann 25. júlí næstkomandi. 15.7.2011 11:06 Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. 15.7.2011 10:52 Aflinn jókst um 5,8% milli ára í júní Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði, metinn á föstu verði, var 5,8% meiri en í júní 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 6,8% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði.Aflinn nam alls 80.224 tonnum í júní 2011 samanborið við 85.181 tonn í júní 2010. 15.7.2011 09:02 Rekstrarfélag Virðingar hf. fær starfsleyfi hjá FME Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt Rekstrarfélagi Virðingar hf. starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. 15.7.2011 08:29 Eignir tryggingarfélaga lækka Heildareignir tryggingarfélaganna námu 146,8 milljörðum kr í lok maí og lækkuðu um 684 milljónir kr. milli mánaða. 15.7.2011 08:06 Gengisvísitalan komin yfir 220 stig Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að veikjast þvert á aðstæður í landinu. Gengisvísitalan er nú komin yfir 220 stig sem er svipað og hún var um vorið í fyrra. 15.7.2011 07:42 Ríkið mun aðeins einkavæða hluta af eign sinni í bönkum Ríkið mun hugsanlega aðeins einkavæða hluta af eign sinni í bönkunum, að sögn forstjóra Bankasýslu ríkisins. Hann útilokar ekki að salan taki lengri tíma en gert er ráð fyrir í lögum, en vinna er nú þegar hafin við gerð söluáætlunar. 14.7.2011 18:42 Útgerðarfélag Akureyrar endurvakið Útgerðarfélag Akureyrar hefur verið endurvakið. Samkeppniseftirlitið hefur fyrir sitt leyti samþykkt kaup Snæfells ehf., dótturfélags Samherja hf., á aflaheimildum, landvinnslu á Akureyri og að Laugum og tveimur skipum Brims hf. Skrifað var undir kaupsamning þann 1. maí sl. með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 14.7.2011 15:24 Bankarnir hækkuðu launin mest af öllum atvinnugreinum Laun og launatengd gjöld meðalstarfsmanns í stóru viðskiptabönkunum eru um sjöhundruð þúsund krónur á mánuði og jukust meira en í nokkurri annarri atvinnugrein á síðasta ári. Bankasýslan vill taka til í rekstri bankanna. 14.7.2011 13:30 Uggur vegna sameiningar Byrs og Íslandsbanka Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir ljóst að haldið verði áfram á hagræðingarbraut, en um 1700 félagsmenn hans hafa misst vinnuna undanfarin tvö ár. 14.7.2011 12:30 Vöxtur einkaneyslu ekki meiri síðan fyrir hrun Myndarlegur vöxtur var í einkaneyslu á öðrum fjórðungi ársins ef marka má tölur um greiðslumiðlun. Raunar benda nýjustu tölur til þess að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun. 14.7.2011 12:02 Kortanotkun útlendinga eykst verulega milli ára Erlendir ferðamenn keyptu vöru og þjónustu fyrir sem nam tæpum 8 milljörðum kr. með greiðslukortum í júní síðastliðnum. Jafngildir það 16,5% aukningu milli ára að raungildi, sem verður að teljast býsna gott, og í raun í takti við kortanotkun landans á erlendri grund. 14.7.2011 11:58 Verkfall hefur ekki áhrif hjá Faxaflóahöfnum Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna sf. segir að hugsanlegt verkfall hafnsögumanna muni ekki hafa áhrifa hjá Faxaflóahöfnum né trufla komur skemmtiferðaskipa þangað. Faxaflóahafnir séu búnar að semja við hafnsögumenn sína. 14.7.2011 09:44 Ávöxtunarkrafan lækkar á dollarabréfum ríkisins Ávöxtunarkrafa á dollaraskuldabréf ríkissjóðs hefur lækkað um 27 punkta frá því að viðskipti hófust með bréfin á eftirmarkaði. Bréfin hafa því hækkað í verði öfugt við það sem gerst hefur með ríkisskuldabréf margra annarra Evrópulanda. 14.7.2011 08:55 Almenn útlán ÍLS aukast milli ára Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu tæpum 1,9 milljörðum króna í júní en þar af voru rúmir 1,7 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júní í fyrra tæpum 1,6 milljörðum króna. 14.7.2011 08:27 Kortaveltan eykst áfram milli ára Heildarvelta debetkorta í júní síðastliðnum var 33,2 milljarðar kr. sem er 4,1% samdráttur frá fyrra mánuði en 4,5% aukning miðað við júní í fyrra. 14.7.2011 07:44 Ekki færri íbúðir síðan í stríði Um síðustu áramót voru aðeins 14 nýjar íbúðir í smíðum í Reykjavík, samkvæmt tölum frá byggingarfulltrúaembættinu. Byggingamarkaðurinn er í sögulegu lágmarki og virðist lítið vera að taka við sér. 14.7.2011 05:00 Horn seldi Framtakssjóði 40% í Promens Framtakssjóður Íslands hefur gengið frá samkomulagi um kaup á 40% hlutafjár í Promens hf. Kaupverð hlutarins er 6,6 milljarðar króna og er að hluta til hlutafjáraukning í Promens sem verður nýtt til lækkunar skulda og til fjárfestinga. 13.7.2011 18:25 Íslandsbanki kaupir Byr - kaupverð trúnaðarmál Íslandsbanki hefur ákveðið að leggja Byr til nýtt hlutafé og hafa fyrirtækin undirritað samkomulag þess efnis. Einnig hefur verið gert samkomulag við slitastjórn Byrs sparisjóðs og Fjármálaráðuneytið sem selja Íslandsbanka allt hlutafé sitt í Byr hf. og er gert ráð fyrir að í kjölfarið verði starfsemi Íslandsbanka og Byrs hf. sameinuð undir merkjum Íslandsbanka. Kaupverðið er trúnaðarmál, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka. 13.7.2011 17:34 Horn eignast Promens Horn fjárfestingarfélag hf., dótturfyrirtæki Landsbankans hf., eignaðist í dag 99% hlutafjár í Promens hf samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum. 13.7.2011 16:41 Stóru bankarnir ósammála Samkeppniseftirlitinu Stóru bankarnir þrír Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru ósammála Samkeppniseftirlitnu um skaðsemi þess að bankar á landinu sameinist. Samkeppniseftirlitið telur brýnt að fara að huga að þessu máli og telur að mjög alvarleg samkeppnisvandamál gætu fylgt samrunum viðskiptabanka. 13.7.2011 15:02 Bankasýslan undirbýr sölu fjármálafyrirtækja Undirbúningur er hafinn að gerð söluáætlunar á hlutum Bankasýslu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Bankasýslunnar. 13.7.2011 14:08 Spáir því að verðbólgan fari í 4,7% í júlí Greiningin Arion banka spáir 0,2% verðhjöðnun í júlí, þ.e. 0,2% lækkun á vísitölu neysluverðs (VNV). Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast 4,7% samanborið við 4,2% í júní. Lækkun þessi á verðlagi má fyrst og fremst rekja til tímabundinna áhrifa frá sumarútsölum sem koma nú fram af fullum þunga í þessum mánuði. 13.7.2011 13:43 Brýnt að bankar hugi að annarri fjármögnun en innlánum Viðskiptabankarnir eru að stærstum hluta fjármagnaðir með innlánum. Það er brýnt verkefni allra bankanna að undirbúa breytingar á fjármögnun. 13.7.2011 13:30 Seðlabankastjóri segir þróunina í rétta átt Eigendur aflandskróna losuðu sig við krónur við sterkara gengi í öðru gjaldeyrisútboði Seðlabankans en því fyrsta. Seðlabankastjóri segir þróunina í rétta átt, þó útboðin gefi takmarkaðar upplýsingar. 13.7.2011 13:00 Seldu ríkisvíxla fyrir 19 milljarða Rífandi gangur var í ríkisvíxlaútboði dagsins hjá Lánamálum ríkisins. Samtals seldust víxlar í tveimur flokkum fyrir 19 milljarða kr. Vextir í báðum flokkunum voru undir 3%. 13.7.2011 12:42 Gjaldeyrisútboð Seðlabankans í tilteknum farvegi Niðurstaða í öðru gjaldeyrisútboði Seðlabankans til eigenda aflandskróna var að mörgu leyti í samræmi við útkomu fyrsta útboðsins, og virðist sem þessi þáttur í afléttingu gjaldeyrishafta sé kominn í tiltekinn farveg, hvað varðar verð, magn og tíðni útboða næsta kastið. Það hlýtur að teljast jákvætt, en ljóst má þó vera að fleiri þættir þurfa að koma til svo draga megi nægilega mikið úr lausum krónueignum erlendra aðila til þess að hægt sé að ráðast í almenna afléttingu hafta. 13.7.2011 11:47 Ergo býður sérkjör á grænum bílalánum Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérkjör á bílalánum til kaupa á orkusparandi bifreiðum. 13.7.2011 11:40 Sjö á Íslandi hafa skrifað undir Global Compact sáttmálann Alls hafa sjö aðilar á Íslandi skrifað undir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mun þeim væntanlega fjölga á árinu, að því er segir á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins (SA). 13.7.2011 11:05 Skuldatryggingaálag Íslands aftur að hækka Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað aðeins í þessari viku og stendur nú í 244 punktum samkvæmt viðskiptavefnum keldan.is. Fyrir helgina stóð álagið í 232 punktum en var komið í 241 punkt í gærdag. 13.7.2011 10:28 Vísir hf. kaupir búnað frá Marel Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Vísir hf., sem er með höfuðstöðvar í Grindavík, hefur undirritað samning um kaup á vinnslubúnaði frá Marel í allar fjórar landvinnslueiningar sínar. 13.7.2011 10:22 Keyptu gjaldeyrinn með óbundnum innistæðum Þeir sem nýttu sér kaup á gjaldeyri í útboði Seðlabankans í gærdag greiddu fyrir alla upphæðina af óbundnum innistæðum á Íslandi. Enginn nýtti sér tækifærið til að losa sig við ríkisskuldabréf í útboðinu eins og möguleiki var á. 13.7.2011 09:48 Rafbíll á vegum Landsvirkjunar vekur athygli Landsvirkjun hefur í sumar haft til leigu TH!NK rafbíl í samstarfi við Íslenska NýOrku. Bíllinn var nýlega til prófunar fyrir almenning á Blönduósi og Akureyri og greip fjöldi fólks tækifærið og prófaði þennan fararkost. 13.7.2011 08:50 Hreinn gjaldeyrisforði yfir 400 milljarðar Hreinn gjaldeyrisforði Seðlabankans er kominn yfir 400 milljarða kr. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. 13.7.2011 07:46 Seðlabankinn keypti evrur á 215 krónur Seðlabankinn keypti krónur í dag gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri fyrir tæpa 15 milljarða íslenskra króna. Útboð fór fram klukkan ellefu í dag en það var auglýst þann 28. júní síðastliðinn. Útboðið er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. 12.7.2011 18:04 Gengi notað til verðhækkana en ekki lækkana: "Forkastanleg vinnubrögð" "Þetta er staðfesting á því sem við höfum haldið fram oft á tíðum, sem er að fyrirtæki eru fljóta að hækka verð þegar gengið veikist, en þegar það styrkist gengur illa að fá verðlækkun,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöðu rannsóknarritgerðar, sem unnin er á vegum Seðlabankans og gefur mikilvæga innsýn í verðlagningu íslenskra fyrirtækja á vörum og þjónustu. 12.7.2011 15:17 Sjá næstu 50 fréttir
Veiðigjaldið hækkað, skilar 4,5 milljörðum Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að veiðigjald komandi fiskveiðiárs verði 9,46 krónur af hverju lönduðu þorskígildiskílói og er áætlað að það skili um 4500 milljónum króna í ríkissjóð. Það er umtalsverð hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári þar sem reiknað er með að veiðigjaldið skili um 2700 milljónum kr. 15.7.2011 15:17
Telur heimild skorta fyrir sölu ríkisins á hlut sínum í Byr Þingmaður í stjórnarandstöðu gagnrýnir að kaupverð hafi ekki verið gefið upp við sölu ríkisins á Byr og telur að fjármálaráðherra skorti heimild alþingis til að selja hlutinn. Hún er uggandi um framhaldið á sölu fjármálafyrirtækja. 15.7.2011 15:00
Mikið kvartað undan skorti á verðmerkingum Mikið er kvartað undan skorti á verðmerkingum á kjötvörum til Neytendasamtakanna og ljóst er að margir eiga erfitt með að sætta sig við skannana sem settir hafa verið upp eftir að bann við forverðmerkingum tók gildi. 15.7.2011 14:30
Enn mikið líf á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku var 101. Þetta er tíu samningum meir en nemur meðaltali síðustu 12 vikna sem er 91 samningur á viku. 15.7.2011 14:05
Aðeins þriðjungur véla Iceland Express hélt áætlun Aðeins þriðja hver vél Iceland Express, til og frá Keflavík, hélt áætlun síðustu sjö daga og meðaltöf á brottför var 48 mínútur. 15.7.2011 13:05
Íslandsbanki mun upplýsa kaupverðið á Byr Íslandsbanki mun upplýsa kaupverðið á Byr þegar söluferlinu er að fullu lokið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum. 15.7.2011 13:00
Fréttaskýring: Verð á lambakjöti hækkar mikið í haust Verð á lambakjöti til neytenda mun hækka mikið í haust og leiða má líkur að því að sú hækkun verði ekki undir 20% og jafnvel meiri. 15.7.2011 12:49
Setur upp fyrsta kolefnisfría tölvuskýi veraldar Tölvuþjónustan SecurStore ehf. (Securstore) og Rackspace hafa undirritað samkomulag um uppsetningu á fyrsta kolefnisfría tölvuskýi veraldar. Samkomulagið felur í sér að Securstore setur upp hugbúnað frá Rackspace í gagnaveri sínu á Íslandi. 15.7.2011 11:44
Ekki lausn að lækka álögur á bensíni og olíu Hækkun olíuverðs er langtímavandamál sem ekki verður leyst með skammtímaaðgerðum. Stjórnvöld þurfa að móta stefnu sem hefur það að markmiði að draga úr áhættu af olíuskorti og hækkandi eldsneytisverði. Tekjur ríkissjóðs sem eyrnamerktar eru samgönguframkvæmdum eru langt í frá nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. 15.7.2011 11:15
Spáir því að verðbólgan verði 4,9% í júlí Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) verði óbreytt í júlí frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga úr 4,2% í 4,9% í júlímánuði. Hagstofan birtir VNV fyrir júlí kl.9 þann 25. júlí næstkomandi. 15.7.2011 11:06
Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. 15.7.2011 10:52
Aflinn jókst um 5,8% milli ára í júní Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði, metinn á föstu verði, var 5,8% meiri en í júní 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 6,8% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði.Aflinn nam alls 80.224 tonnum í júní 2011 samanborið við 85.181 tonn í júní 2010. 15.7.2011 09:02
Rekstrarfélag Virðingar hf. fær starfsleyfi hjá FME Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt Rekstrarfélagi Virðingar hf. starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. 15.7.2011 08:29
Eignir tryggingarfélaga lækka Heildareignir tryggingarfélaganna námu 146,8 milljörðum kr í lok maí og lækkuðu um 684 milljónir kr. milli mánaða. 15.7.2011 08:06
Gengisvísitalan komin yfir 220 stig Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að veikjast þvert á aðstæður í landinu. Gengisvísitalan er nú komin yfir 220 stig sem er svipað og hún var um vorið í fyrra. 15.7.2011 07:42
Ríkið mun aðeins einkavæða hluta af eign sinni í bönkum Ríkið mun hugsanlega aðeins einkavæða hluta af eign sinni í bönkunum, að sögn forstjóra Bankasýslu ríkisins. Hann útilokar ekki að salan taki lengri tíma en gert er ráð fyrir í lögum, en vinna er nú þegar hafin við gerð söluáætlunar. 14.7.2011 18:42
Útgerðarfélag Akureyrar endurvakið Útgerðarfélag Akureyrar hefur verið endurvakið. Samkeppniseftirlitið hefur fyrir sitt leyti samþykkt kaup Snæfells ehf., dótturfélags Samherja hf., á aflaheimildum, landvinnslu á Akureyri og að Laugum og tveimur skipum Brims hf. Skrifað var undir kaupsamning þann 1. maí sl. með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 14.7.2011 15:24
Bankarnir hækkuðu launin mest af öllum atvinnugreinum Laun og launatengd gjöld meðalstarfsmanns í stóru viðskiptabönkunum eru um sjöhundruð þúsund krónur á mánuði og jukust meira en í nokkurri annarri atvinnugrein á síðasta ári. Bankasýslan vill taka til í rekstri bankanna. 14.7.2011 13:30
Uggur vegna sameiningar Byrs og Íslandsbanka Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir ljóst að haldið verði áfram á hagræðingarbraut, en um 1700 félagsmenn hans hafa misst vinnuna undanfarin tvö ár. 14.7.2011 12:30
Vöxtur einkaneyslu ekki meiri síðan fyrir hrun Myndarlegur vöxtur var í einkaneyslu á öðrum fjórðungi ársins ef marka má tölur um greiðslumiðlun. Raunar benda nýjustu tölur til þess að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun. 14.7.2011 12:02
Kortanotkun útlendinga eykst verulega milli ára Erlendir ferðamenn keyptu vöru og þjónustu fyrir sem nam tæpum 8 milljörðum kr. með greiðslukortum í júní síðastliðnum. Jafngildir það 16,5% aukningu milli ára að raungildi, sem verður að teljast býsna gott, og í raun í takti við kortanotkun landans á erlendri grund. 14.7.2011 11:58
Verkfall hefur ekki áhrif hjá Faxaflóahöfnum Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna sf. segir að hugsanlegt verkfall hafnsögumanna muni ekki hafa áhrifa hjá Faxaflóahöfnum né trufla komur skemmtiferðaskipa þangað. Faxaflóahafnir séu búnar að semja við hafnsögumenn sína. 14.7.2011 09:44
Ávöxtunarkrafan lækkar á dollarabréfum ríkisins Ávöxtunarkrafa á dollaraskuldabréf ríkissjóðs hefur lækkað um 27 punkta frá því að viðskipti hófust með bréfin á eftirmarkaði. Bréfin hafa því hækkað í verði öfugt við það sem gerst hefur með ríkisskuldabréf margra annarra Evrópulanda. 14.7.2011 08:55
Almenn útlán ÍLS aukast milli ára Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu tæpum 1,9 milljörðum króna í júní en þar af voru rúmir 1,7 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júní í fyrra tæpum 1,6 milljörðum króna. 14.7.2011 08:27
Kortaveltan eykst áfram milli ára Heildarvelta debetkorta í júní síðastliðnum var 33,2 milljarðar kr. sem er 4,1% samdráttur frá fyrra mánuði en 4,5% aukning miðað við júní í fyrra. 14.7.2011 07:44
Ekki færri íbúðir síðan í stríði Um síðustu áramót voru aðeins 14 nýjar íbúðir í smíðum í Reykjavík, samkvæmt tölum frá byggingarfulltrúaembættinu. Byggingamarkaðurinn er í sögulegu lágmarki og virðist lítið vera að taka við sér. 14.7.2011 05:00
Horn seldi Framtakssjóði 40% í Promens Framtakssjóður Íslands hefur gengið frá samkomulagi um kaup á 40% hlutafjár í Promens hf. Kaupverð hlutarins er 6,6 milljarðar króna og er að hluta til hlutafjáraukning í Promens sem verður nýtt til lækkunar skulda og til fjárfestinga. 13.7.2011 18:25
Íslandsbanki kaupir Byr - kaupverð trúnaðarmál Íslandsbanki hefur ákveðið að leggja Byr til nýtt hlutafé og hafa fyrirtækin undirritað samkomulag þess efnis. Einnig hefur verið gert samkomulag við slitastjórn Byrs sparisjóðs og Fjármálaráðuneytið sem selja Íslandsbanka allt hlutafé sitt í Byr hf. og er gert ráð fyrir að í kjölfarið verði starfsemi Íslandsbanka og Byrs hf. sameinuð undir merkjum Íslandsbanka. Kaupverðið er trúnaðarmál, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka. 13.7.2011 17:34
Horn eignast Promens Horn fjárfestingarfélag hf., dótturfyrirtæki Landsbankans hf., eignaðist í dag 99% hlutafjár í Promens hf samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum. 13.7.2011 16:41
Stóru bankarnir ósammála Samkeppniseftirlitinu Stóru bankarnir þrír Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru ósammála Samkeppniseftirlitnu um skaðsemi þess að bankar á landinu sameinist. Samkeppniseftirlitið telur brýnt að fara að huga að þessu máli og telur að mjög alvarleg samkeppnisvandamál gætu fylgt samrunum viðskiptabanka. 13.7.2011 15:02
Bankasýslan undirbýr sölu fjármálafyrirtækja Undirbúningur er hafinn að gerð söluáætlunar á hlutum Bankasýslu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Bankasýslunnar. 13.7.2011 14:08
Spáir því að verðbólgan fari í 4,7% í júlí Greiningin Arion banka spáir 0,2% verðhjöðnun í júlí, þ.e. 0,2% lækkun á vísitölu neysluverðs (VNV). Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast 4,7% samanborið við 4,2% í júní. Lækkun þessi á verðlagi má fyrst og fremst rekja til tímabundinna áhrifa frá sumarútsölum sem koma nú fram af fullum þunga í þessum mánuði. 13.7.2011 13:43
Brýnt að bankar hugi að annarri fjármögnun en innlánum Viðskiptabankarnir eru að stærstum hluta fjármagnaðir með innlánum. Það er brýnt verkefni allra bankanna að undirbúa breytingar á fjármögnun. 13.7.2011 13:30
Seðlabankastjóri segir þróunina í rétta átt Eigendur aflandskróna losuðu sig við krónur við sterkara gengi í öðru gjaldeyrisútboði Seðlabankans en því fyrsta. Seðlabankastjóri segir þróunina í rétta átt, þó útboðin gefi takmarkaðar upplýsingar. 13.7.2011 13:00
Seldu ríkisvíxla fyrir 19 milljarða Rífandi gangur var í ríkisvíxlaútboði dagsins hjá Lánamálum ríkisins. Samtals seldust víxlar í tveimur flokkum fyrir 19 milljarða kr. Vextir í báðum flokkunum voru undir 3%. 13.7.2011 12:42
Gjaldeyrisútboð Seðlabankans í tilteknum farvegi Niðurstaða í öðru gjaldeyrisútboði Seðlabankans til eigenda aflandskróna var að mörgu leyti í samræmi við útkomu fyrsta útboðsins, og virðist sem þessi þáttur í afléttingu gjaldeyrishafta sé kominn í tiltekinn farveg, hvað varðar verð, magn og tíðni útboða næsta kastið. Það hlýtur að teljast jákvætt, en ljóst má þó vera að fleiri þættir þurfa að koma til svo draga megi nægilega mikið úr lausum krónueignum erlendra aðila til þess að hægt sé að ráðast í almenna afléttingu hafta. 13.7.2011 11:47
Ergo býður sérkjör á grænum bílalánum Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérkjör á bílalánum til kaupa á orkusparandi bifreiðum. 13.7.2011 11:40
Sjö á Íslandi hafa skrifað undir Global Compact sáttmálann Alls hafa sjö aðilar á Íslandi skrifað undir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mun þeim væntanlega fjölga á árinu, að því er segir á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins (SA). 13.7.2011 11:05
Skuldatryggingaálag Íslands aftur að hækka Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað aðeins í þessari viku og stendur nú í 244 punktum samkvæmt viðskiptavefnum keldan.is. Fyrir helgina stóð álagið í 232 punktum en var komið í 241 punkt í gærdag. 13.7.2011 10:28
Vísir hf. kaupir búnað frá Marel Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Vísir hf., sem er með höfuðstöðvar í Grindavík, hefur undirritað samning um kaup á vinnslubúnaði frá Marel í allar fjórar landvinnslueiningar sínar. 13.7.2011 10:22
Keyptu gjaldeyrinn með óbundnum innistæðum Þeir sem nýttu sér kaup á gjaldeyri í útboði Seðlabankans í gærdag greiddu fyrir alla upphæðina af óbundnum innistæðum á Íslandi. Enginn nýtti sér tækifærið til að losa sig við ríkisskuldabréf í útboðinu eins og möguleiki var á. 13.7.2011 09:48
Rafbíll á vegum Landsvirkjunar vekur athygli Landsvirkjun hefur í sumar haft til leigu TH!NK rafbíl í samstarfi við Íslenska NýOrku. Bíllinn var nýlega til prófunar fyrir almenning á Blönduósi og Akureyri og greip fjöldi fólks tækifærið og prófaði þennan fararkost. 13.7.2011 08:50
Hreinn gjaldeyrisforði yfir 400 milljarðar Hreinn gjaldeyrisforði Seðlabankans er kominn yfir 400 milljarða kr. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. 13.7.2011 07:46
Seðlabankinn keypti evrur á 215 krónur Seðlabankinn keypti krónur í dag gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri fyrir tæpa 15 milljarða íslenskra króna. Útboð fór fram klukkan ellefu í dag en það var auglýst þann 28. júní síðastliðinn. Útboðið er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. 12.7.2011 18:04
Gengi notað til verðhækkana en ekki lækkana: "Forkastanleg vinnubrögð" "Þetta er staðfesting á því sem við höfum haldið fram oft á tíðum, sem er að fyrirtæki eru fljóta að hækka verð þegar gengið veikist, en þegar það styrkist gengur illa að fá verðlækkun,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöðu rannsóknarritgerðar, sem unnin er á vegum Seðlabankans og gefur mikilvæga innsýn í verðlagningu íslenskra fyrirtækja á vörum og þjónustu. 12.7.2011 15:17