Viðskipti innlent

Guðný Erla nýr útibústjóri Landsbankans á Höfn

Guðný Erla Guðnadóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans á Höfn í Hornafirði. Guðný Erla er verkfræðingur og hefur meistaragráðu í iðnaðarverkfræði  frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur undanfarið unnið sem Lána- og viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka á Ísafirði.

Í tilkynningu segir að Guðný var einn 10 umsækjenda um stöðuna sem auglýst var í júní, en 4 konur og 6 karlar sóttu um.

Guðný Erla hefur starfað sem lána- og viðskiptastjóri fyrirtækja frá 2007, árin 2005-2007 starfaði hún sem framkvæmdastjóri trésmíðaverkstæðis og þar áður sem framkvæmda- og fjármálastjóri fiskvinnslu í afleysingum. Hún er gift Róberti Hafsteinssyni og eiga þau 3 börn.

Guðný Erla mun hitta starfsmenn á Hornafirði í júlí og hefja störf á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×