Fleiri fréttir Áhættuálagið á ríkissjóð helst stöðugt Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur lítið breyst að undanförnu. Í lok dags í gær stóð álagið til 5 ára í 243 punktum (2,43%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni sem er það sama og það var í lok síðustu viku. 15.3.2011 11:04 Össur hf. verður áfram í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar Kauphöllin hefur ákveðið að halda Össuri hf. (Össur) áfram í OMXI6 vísitölunni eða það sem kallað er úrvalsvísitalan í Kauphöllinni. 15.3.2011 10:51 Spáir óbreyttum stýrivöxtum vegna Icesave óvissu IFS greining gerir ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum um sinn vegna óvissunnar sem umlykur þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave og áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna en til stendur að birta hana 25. mars. Ákvörðun um stýrivexti verður birt á morgun, miðvikudag. 15.3.2011 10:48 SpKef segir upp kauphallaraðild sinni Vegna yfirtöku NBI hf. á SpKef sparisjóði hefur SpKef sagt upp kauphallaraðild sinni að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. 15.3.2011 09:52 Mikil aukning launakostnaðar Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 11% á fjórða ársfjórðungi frá fyrri ársfjórðungi í fyrra í samgöngum og flutningum, 9,7% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,5% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 7,3% í iðnaði. 15.3.2011 09:06 Heildaraflinn jókst um tæp 38% milli ára í febrúar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 38,7% meiri en í febrúar 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 28,2% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. Munar hér mestu um loðnuveiðarnar. 15.3.2011 09:01 MS skilaði tæplega 300 miljóna hagnaði í fyrra Rekstur Mjólkursamsölunnar (MS) gekk vel í fyrra og nam hagnaður af starfseminni 293 milljónum kr. eftir skatta sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2009. MS er að langstærstum hluta í eigu kúabænda (93%) á móti 7% hlut Kaupfélags Skagfirðinga. 15.3.2011 08:18 Kreditkortavelta eykst milli ára í febrúar Heildarvelta kreditkorta í febrúar 2011 var 25,7 milljarðar kr. og er þetta 6,3% aukning miðað við febrúar í fyrra en 9,7% samdráttur miðað við janúar síðastliðinn. 15.3.2011 07:59 Aldrei fleiri verið atvinnulausir í meira en eitt ár Aldrei hafa fleiri einstaklingar en nú verið án atvinnu í meira en ár. Voru þeir alls 4.820 í febrúar, eða sem nemur rétt tæplega þriðjungi atvinnulausra. Hefur þessi fjöldi nú mælst yfir 4 þúsund í rúmt ár, eða frá því í janúar í fyrra. 15.3.2011 06:53 Útlán ÍLS jukust um 400 milljónir milli ára í febrúar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) jukust um 400 milljónir kr. milli ára í febrúar. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins. 15.3.2011 06:47 Endurnýja flugstjórnarklefa í sextán vélum Endurnýjun flugstjórnarklefa í sextán Boeing 757 vélum í eigu Icelandair stendur yfir. 15.3.2011 05:00 Árni Páll: Enginn ber í raun ábyrgð á starfi skilanefndanna Slitastjórn og skilanefnd Glitnis voru með að meðaltali um 6 milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt ársreikningi Glitnis. Viðskiptaráðherra segir frumvarp um eftirlit með skilastjórn og skilanefnd sé í undirbúningi. 14.3.2011 19:30 Aukning í dagvöruverslun Velta í dagvöruverslun jókst um 2,5% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og um 3,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í febrúar um 2,6% frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri Verslunarinnar en þar kemur einnig fram að verð á dagvöru hefur hækað um 1,1% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.3.2011 15:53 Meðalárslaun um 70 milljónir Skilanefnd og slitastjórn Glitnis þáðu 348 milljónir króna í laun á síðasta ári, samkvæmt ársuppgjöri Glitnis sem birtur var í morgun. 14.3.2011 14:39 FME afturkallar starfsleyfi fjármálafyrirtækja Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi Byrs sparisjóðs, Frjálsa fjárfestingarbankans hf. og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. 14.3.2011 11:49 Staða Glitnis vænkast Verðmat eigna Glitnis banka hækkaði úr 808 milljörðum króna í upphafi síðasta árs í 814 milljarða í lok ársins, eða um 1%. Verðmat eigna Glitnis í evrum hækkaði aftur á móti um 18%, eða úr 4.493 milljónir evra í 5.295 milljónir evra. Styrking krónunnar á árinu 2010 skýrir þessar mismunandi niðurstöður á mati eigna eftir myntum. 14.3.2011 11:27 Landsbankinn ræður Umboðsmann fyrirtækja Hildur Friðleifsdóttir, núverandi útibússtjóri í útibúi Landsbankans í Austurstræti 11, hefur verið ráðin Umboðsmaður fyrirtækja hjá Landsbankanum. Staðan var auglýst laus til umsóknar í febrúar. 14.3.2011 10:57 Yfirvofandi skortur í málmiðnaðinum Skortur á íslenskum málmiðnaðarmönnum er yfirvofandi hér á landi á næstu árum. Gífurleg afturför hefur orðið í menntun í greininni, að mati Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna. 14.3.2011 09:30 Heildarútgjöld hins opinbera lækkuðu um 2% milli ára Heildarútgjöld hins opinbera 2010 námu 748 milljörðum króna og lækkuðu um 2% milli ára, eða úr 51,0% af landsframleiðslu 2009 í 48,6% 2010. Þar af runnu 405 milljarðar króna til þriggja stærstu útgjaldaflokka hins opinbera – heilbrigðismála, fræðslumála, almannatrygginga og velferðarmála – eða 26,3% af landsframleiðslu. 14.3.2011 09:04 Afkoma Faxaflóahafna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir Afkoma Faxaflóahafna í fyrra var nokkru betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun en Faxaflóahafnir skiluðu 270 milljón kr. hagnaði á árinu. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti ársreikning félagsins á fundi sínum fyrir helgi. 14.3.2011 08:13 Gera kröfu um útgreiðslu á 10% arði hjá SS Fram er komin krafa um útgreiðslu arðs af eigendum yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs Sláturfélags Suðurlands (SS). Hámarks arðgreiðsla getur þó ekki orðið hærri en rúmlega 14,3 milljónir kr. en það er óráðstafað eigið fé í árslok 2010 verði tillagan samþykkt á aðalfundi félagsins 25. mars 2011. 14.3.2011 07:52 Árni Páll: Erfitt að afnema gjaldeyrishöft Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra,segir að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft án þess að sett verði skýr markmið um upptöku evru. Búist var við nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta á Íslandi fyrir lok febrúar, en birtingu hennar seinkar enn. 13.3.2011 20:25 Bensínið gæti hækkað um tíu krónur til viðbótar Búast má við frekari eldsneytishækkunum hér á landi ef innkaupaverð á olíu helst í núverandi hæðum. Bensín gæti hækkað um allt tíu krónur til viðbótar. 13.3.2011 18:58 Ríkið greiðir ekki fyrir kynningu á Icesave Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. 13.3.2011 19:32 Tchenguiz fékk væna þóknun fyrir að vera tengiliður Fjárfestir greiddi Robert Tchenguiz eina milljón punda eða sem samsvarar um 200 milljónum íslenskra króna í þóknun fyrir að koma sér í kynni við Kaupthing. Í kjölfarið fékk fjárfestirinn, Moises Gertner, há lán frá Kaupthingi og keypti síðar stóran hlut í bankanum. Frá þessu er greint í breska blaðinu Daily Mail í dag. 13.3.2011 12:05 Frekari húsleitir líklegar Talið er að breska efnahagsbrotadeildin Serious Fraud Office muni á næstu vikum halda áfram húsleitum vegna rannsóknar sinnar á falli íslenska bankakerfisins en húsleitir þeirra í síðustu viku leiddu til handtöku níu manna í Bretlandi og Reykjavík. Þetta kemur fram í breska blaðinu Telegraph í morgun. 13.3.2011 09:37 Íslendingar treysta vel vinnuveitendum sínum Íslendingar bera mjög mikið traust til eigin vinnuveitenda og eru jákvæðir í garð íslenskra fyrirtækja. Traust þeirra til eigin vinnuveitanda skorar einna hæst í árlegum mælingum Capacent Gallup á trausti til stofnana og embætta. Aðeins Landhelgisgæslan og lögreglan njóta meira trausts meðal fólks. 11.3.2011 14:02 Eigið fé Strætó jákvætt í fyrsta sinn síðan 2004 Samkvæmt ársreikningi síðasta árs er eigið fé Strætó bs. nú orðið jákvætt um rúmar 188 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem eigið fé byggðasamlagsins er jákvætt síðan árið 2004. 11.3.2011 13:56 Hérðasdómur vísaði frá kröfu á hendur Capacent Kröfu skiptastjóra í þrotabúi GH1 (áður Capacent) um innsetningu á eignum Capacent var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur 21. febrúar. Áður, eða þann 8. desember 2010, hafði kröfu skiptastjóra um lögbann á notkun vörumerkis Capacent verið synjað af sýslumanni. 11.3.2011 13:44 Líf og fjör á fasteignamarkaði borgarinnar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 4. mars til og með 10. mars 2011 var 102. Þetta er mestur fjöldi samninga á einni viku frá því snemma árs 2008. Til samanburðar hefur fjöldi samninga að meðaltali verið 65 undanfarnar 12 vikur. 11.3.2011 13:37 Atvinnuleysi eykst, var 8,6% í febrúar Skráð atvinnuleysi í febrúar 2011 var 8,6% en að meðaltali 13.772 manns voru atvinnulausir í febrúar og eykst atvinnuleysi um 0,1 prósentustig frá janúar, eða um 314 manns að meðaltali. 11.3.2011 12:27 Mikill áhugi á ríkisvíxlum Mikill áhugi var á ríkisvíxlum í útboði hjá Lánamálum ríkisins í morgun. Alls seldust ríkisvíxlar í tveimur flokkum fyrir tæplega 20 milljarða kr. Vaxtakjörin voru mjög hagstæð fyrir ríkissjóð eða 3% flatir vextir í öðrum flokknum og 3,10% í hinum. 11.3.2011 12:16 Lægstu útlánavextir ÍLS í fimm ár Útlánavextir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á íbúðalánum hafa ekki verið lægri í fimm ár eða síðan í apríl árið 2006. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um ákvörðun ÍLS í morgun að lækka vextina. 11.3.2011 11:59 Ragnar Önundarson segir sig úr stjórn LV Ragnar Önundarson ætlar að segja sig úr stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV). Þetta kemur fram í bréfi sem hann hefur sent stjórninni. 11.3.2011 11:02 ÍLS lækkar vexti á íbúðalánum Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur ákveðið að lækka vexti á íbúðalánum sínum. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,40% og 4,90% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Þessi vextir voru áður 4,5% og 5%. 11.3.2011 10:03 Hlutbréf Össurar hf. út úr og svo aftur inn í Kauphöllina Kauphöllin hefur samþykkt beiðni Össurar hf. um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. Hlutabréfin verða tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni við lok viðskipta þann 25. mars, 2011. Hlutabréfin verða svo aftur tekin til viðskipta í Kauphöllinni að eigin frumkvæði hennar þann 28. mars eins og heimilt er í lögum. 11.3.2011 09:52 Spáir óbreyttum stýrivöxtum í mars Greining Íslandsbanka reiknar með því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum sem er 16. mars næstkomandi. Verða vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana og hámarksvextir innistæðubréfa því áfram 3,25% og 4,0% hvorir um sig, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og daglánavextir 5,25%. 11.3.2011 09:28 Fresta birtingu á áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna Birtingu á áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna hefur verið frestað fram til 25. mars n.k. Þetta kemur fram í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Til stóð að birta þessa áætlun í dag, föstudag. 11.3.2011 09:20 Laun hækkuðu um 0,7% milli ársfjórðunga Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 0,7% hærri á fjórða ársfjórðungi 2010 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,8% en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,5% að meðaltali. 11.3.2011 09:04 Raunávöxtun 4,1% hjá Lífeyrissjóði bænda í fyrra Hrein eign til greiðslu lífeyris hjá Lífeyrissjóði bænda nam 22.6 milljörðum kr. í árslok 2010 og hækkaði um 4,3% frá fyrra ári. Nafnávöxtun var 7,1% og raunávöxtun nam 4,4%. Hrein raunávöxtun nam 4,1% á árinu 2010 en hún var 0,6% 2009. 11.3.2011 08:27 Vilja nýjan gjaldmiðil til að losna undan höftunum Til að losna við gjaldeyrishöft að fullu þurfa Íslendingar væntanlega að taka upp annan gjaldmiðil, að mati Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins (SI). Það telur hann undirstrika mikilvægi þess að Íslendingar freisti þess af fullu afli að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið. Þetta kom fram í ræðu Helga á Iðnþingi í gær. 11.3.2011 08:00 Verulega dregur úr taprekstri Reita II Tap Reita II ehf. (áður Landsafls ehf.) á árinu 2010 nam 627 milljónum króna samanborið við 4.450 milljón króna tap á árinu áður. 11.3.2011 07:34 "Delete að lestri loknum“ Forstjóri Greiðslumiðlunar VISA-Ísland fór fram á það við bankastjóra Landsbanka Íslands að bankinn aðstoðaði við að beita stóra viðskiptavini VISA þrýstingi til að þeir samþykktu hærri gjöld frá kortafyrirtækinu. 11.3.2011 06:00 Edge-reikningarnir kosta Breta 213 til 307 milljarða Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bretlandi (FSCS) áætlar að kostnaður hans vegna Edge-reikninga Kaupþings Singer & Friedlander (KSF), dótturbanka Kaupþings, og annarra innstæðna bankans verði á bilinu 213 til 307 milljarðar kr. þegar að eignir verði að fullu búnar að ganga upp í þann kostnað. 10.3.2011 15:09 20% aukning á nýskráninum léna í febrúar Fjöldi nýskráðra léna í nýliðnum mánuði var 672 lén á móti 558 lénum í febrúar 2010. Aukningin nemur um 20%. Fjöldi eyddra (afskráðra) léna reyndist 225 nú móti um 200 lénum í fyrra, sem gerir um 12% aukningu í afskráningum. 10.3.2011 14:37 Sjá næstu 50 fréttir
Áhættuálagið á ríkissjóð helst stöðugt Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur lítið breyst að undanförnu. Í lok dags í gær stóð álagið til 5 ára í 243 punktum (2,43%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni sem er það sama og það var í lok síðustu viku. 15.3.2011 11:04
Össur hf. verður áfram í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar Kauphöllin hefur ákveðið að halda Össuri hf. (Össur) áfram í OMXI6 vísitölunni eða það sem kallað er úrvalsvísitalan í Kauphöllinni. 15.3.2011 10:51
Spáir óbreyttum stýrivöxtum vegna Icesave óvissu IFS greining gerir ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum um sinn vegna óvissunnar sem umlykur þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave og áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna en til stendur að birta hana 25. mars. Ákvörðun um stýrivexti verður birt á morgun, miðvikudag. 15.3.2011 10:48
SpKef segir upp kauphallaraðild sinni Vegna yfirtöku NBI hf. á SpKef sparisjóði hefur SpKef sagt upp kauphallaraðild sinni að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. 15.3.2011 09:52
Mikil aukning launakostnaðar Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 11% á fjórða ársfjórðungi frá fyrri ársfjórðungi í fyrra í samgöngum og flutningum, 9,7% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,5% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 7,3% í iðnaði. 15.3.2011 09:06
Heildaraflinn jókst um tæp 38% milli ára í febrúar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 38,7% meiri en í febrúar 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 28,2% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. Munar hér mestu um loðnuveiðarnar. 15.3.2011 09:01
MS skilaði tæplega 300 miljóna hagnaði í fyrra Rekstur Mjólkursamsölunnar (MS) gekk vel í fyrra og nam hagnaður af starfseminni 293 milljónum kr. eftir skatta sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2009. MS er að langstærstum hluta í eigu kúabænda (93%) á móti 7% hlut Kaupfélags Skagfirðinga. 15.3.2011 08:18
Kreditkortavelta eykst milli ára í febrúar Heildarvelta kreditkorta í febrúar 2011 var 25,7 milljarðar kr. og er þetta 6,3% aukning miðað við febrúar í fyrra en 9,7% samdráttur miðað við janúar síðastliðinn. 15.3.2011 07:59
Aldrei fleiri verið atvinnulausir í meira en eitt ár Aldrei hafa fleiri einstaklingar en nú verið án atvinnu í meira en ár. Voru þeir alls 4.820 í febrúar, eða sem nemur rétt tæplega þriðjungi atvinnulausra. Hefur þessi fjöldi nú mælst yfir 4 þúsund í rúmt ár, eða frá því í janúar í fyrra. 15.3.2011 06:53
Útlán ÍLS jukust um 400 milljónir milli ára í febrúar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) jukust um 400 milljónir kr. milli ára í febrúar. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins. 15.3.2011 06:47
Endurnýja flugstjórnarklefa í sextán vélum Endurnýjun flugstjórnarklefa í sextán Boeing 757 vélum í eigu Icelandair stendur yfir. 15.3.2011 05:00
Árni Páll: Enginn ber í raun ábyrgð á starfi skilanefndanna Slitastjórn og skilanefnd Glitnis voru með að meðaltali um 6 milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt ársreikningi Glitnis. Viðskiptaráðherra segir frumvarp um eftirlit með skilastjórn og skilanefnd sé í undirbúningi. 14.3.2011 19:30
Aukning í dagvöruverslun Velta í dagvöruverslun jókst um 2,5% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og um 3,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í febrúar um 2,6% frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri Verslunarinnar en þar kemur einnig fram að verð á dagvöru hefur hækað um 1,1% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.3.2011 15:53
Meðalárslaun um 70 milljónir Skilanefnd og slitastjórn Glitnis þáðu 348 milljónir króna í laun á síðasta ári, samkvæmt ársuppgjöri Glitnis sem birtur var í morgun. 14.3.2011 14:39
FME afturkallar starfsleyfi fjármálafyrirtækja Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi Byrs sparisjóðs, Frjálsa fjárfestingarbankans hf. og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. 14.3.2011 11:49
Staða Glitnis vænkast Verðmat eigna Glitnis banka hækkaði úr 808 milljörðum króna í upphafi síðasta árs í 814 milljarða í lok ársins, eða um 1%. Verðmat eigna Glitnis í evrum hækkaði aftur á móti um 18%, eða úr 4.493 milljónir evra í 5.295 milljónir evra. Styrking krónunnar á árinu 2010 skýrir þessar mismunandi niðurstöður á mati eigna eftir myntum. 14.3.2011 11:27
Landsbankinn ræður Umboðsmann fyrirtækja Hildur Friðleifsdóttir, núverandi útibússtjóri í útibúi Landsbankans í Austurstræti 11, hefur verið ráðin Umboðsmaður fyrirtækja hjá Landsbankanum. Staðan var auglýst laus til umsóknar í febrúar. 14.3.2011 10:57
Yfirvofandi skortur í málmiðnaðinum Skortur á íslenskum málmiðnaðarmönnum er yfirvofandi hér á landi á næstu árum. Gífurleg afturför hefur orðið í menntun í greininni, að mati Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna. 14.3.2011 09:30
Heildarútgjöld hins opinbera lækkuðu um 2% milli ára Heildarútgjöld hins opinbera 2010 námu 748 milljörðum króna og lækkuðu um 2% milli ára, eða úr 51,0% af landsframleiðslu 2009 í 48,6% 2010. Þar af runnu 405 milljarðar króna til þriggja stærstu útgjaldaflokka hins opinbera – heilbrigðismála, fræðslumála, almannatrygginga og velferðarmála – eða 26,3% af landsframleiðslu. 14.3.2011 09:04
Afkoma Faxaflóahafna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir Afkoma Faxaflóahafna í fyrra var nokkru betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun en Faxaflóahafnir skiluðu 270 milljón kr. hagnaði á árinu. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti ársreikning félagsins á fundi sínum fyrir helgi. 14.3.2011 08:13
Gera kröfu um útgreiðslu á 10% arði hjá SS Fram er komin krafa um útgreiðslu arðs af eigendum yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs Sláturfélags Suðurlands (SS). Hámarks arðgreiðsla getur þó ekki orðið hærri en rúmlega 14,3 milljónir kr. en það er óráðstafað eigið fé í árslok 2010 verði tillagan samþykkt á aðalfundi félagsins 25. mars 2011. 14.3.2011 07:52
Árni Páll: Erfitt að afnema gjaldeyrishöft Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra,segir að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft án þess að sett verði skýr markmið um upptöku evru. Búist var við nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta á Íslandi fyrir lok febrúar, en birtingu hennar seinkar enn. 13.3.2011 20:25
Bensínið gæti hækkað um tíu krónur til viðbótar Búast má við frekari eldsneytishækkunum hér á landi ef innkaupaverð á olíu helst í núverandi hæðum. Bensín gæti hækkað um allt tíu krónur til viðbótar. 13.3.2011 18:58
Ríkið greiðir ekki fyrir kynningu á Icesave Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. 13.3.2011 19:32
Tchenguiz fékk væna þóknun fyrir að vera tengiliður Fjárfestir greiddi Robert Tchenguiz eina milljón punda eða sem samsvarar um 200 milljónum íslenskra króna í þóknun fyrir að koma sér í kynni við Kaupthing. Í kjölfarið fékk fjárfestirinn, Moises Gertner, há lán frá Kaupthingi og keypti síðar stóran hlut í bankanum. Frá þessu er greint í breska blaðinu Daily Mail í dag. 13.3.2011 12:05
Frekari húsleitir líklegar Talið er að breska efnahagsbrotadeildin Serious Fraud Office muni á næstu vikum halda áfram húsleitum vegna rannsóknar sinnar á falli íslenska bankakerfisins en húsleitir þeirra í síðustu viku leiddu til handtöku níu manna í Bretlandi og Reykjavík. Þetta kemur fram í breska blaðinu Telegraph í morgun. 13.3.2011 09:37
Íslendingar treysta vel vinnuveitendum sínum Íslendingar bera mjög mikið traust til eigin vinnuveitenda og eru jákvæðir í garð íslenskra fyrirtækja. Traust þeirra til eigin vinnuveitanda skorar einna hæst í árlegum mælingum Capacent Gallup á trausti til stofnana og embætta. Aðeins Landhelgisgæslan og lögreglan njóta meira trausts meðal fólks. 11.3.2011 14:02
Eigið fé Strætó jákvætt í fyrsta sinn síðan 2004 Samkvæmt ársreikningi síðasta árs er eigið fé Strætó bs. nú orðið jákvætt um rúmar 188 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem eigið fé byggðasamlagsins er jákvætt síðan árið 2004. 11.3.2011 13:56
Hérðasdómur vísaði frá kröfu á hendur Capacent Kröfu skiptastjóra í þrotabúi GH1 (áður Capacent) um innsetningu á eignum Capacent var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur 21. febrúar. Áður, eða þann 8. desember 2010, hafði kröfu skiptastjóra um lögbann á notkun vörumerkis Capacent verið synjað af sýslumanni. 11.3.2011 13:44
Líf og fjör á fasteignamarkaði borgarinnar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 4. mars til og með 10. mars 2011 var 102. Þetta er mestur fjöldi samninga á einni viku frá því snemma árs 2008. Til samanburðar hefur fjöldi samninga að meðaltali verið 65 undanfarnar 12 vikur. 11.3.2011 13:37
Atvinnuleysi eykst, var 8,6% í febrúar Skráð atvinnuleysi í febrúar 2011 var 8,6% en að meðaltali 13.772 manns voru atvinnulausir í febrúar og eykst atvinnuleysi um 0,1 prósentustig frá janúar, eða um 314 manns að meðaltali. 11.3.2011 12:27
Mikill áhugi á ríkisvíxlum Mikill áhugi var á ríkisvíxlum í útboði hjá Lánamálum ríkisins í morgun. Alls seldust ríkisvíxlar í tveimur flokkum fyrir tæplega 20 milljarða kr. Vaxtakjörin voru mjög hagstæð fyrir ríkissjóð eða 3% flatir vextir í öðrum flokknum og 3,10% í hinum. 11.3.2011 12:16
Lægstu útlánavextir ÍLS í fimm ár Útlánavextir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á íbúðalánum hafa ekki verið lægri í fimm ár eða síðan í apríl árið 2006. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um ákvörðun ÍLS í morgun að lækka vextina. 11.3.2011 11:59
Ragnar Önundarson segir sig úr stjórn LV Ragnar Önundarson ætlar að segja sig úr stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV). Þetta kemur fram í bréfi sem hann hefur sent stjórninni. 11.3.2011 11:02
ÍLS lækkar vexti á íbúðalánum Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur ákveðið að lækka vexti á íbúðalánum sínum. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,40% og 4,90% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Þessi vextir voru áður 4,5% og 5%. 11.3.2011 10:03
Hlutbréf Össurar hf. út úr og svo aftur inn í Kauphöllina Kauphöllin hefur samþykkt beiðni Össurar hf. um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. Hlutabréfin verða tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni við lok viðskipta þann 25. mars, 2011. Hlutabréfin verða svo aftur tekin til viðskipta í Kauphöllinni að eigin frumkvæði hennar þann 28. mars eins og heimilt er í lögum. 11.3.2011 09:52
Spáir óbreyttum stýrivöxtum í mars Greining Íslandsbanka reiknar með því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum sem er 16. mars næstkomandi. Verða vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana og hámarksvextir innistæðubréfa því áfram 3,25% og 4,0% hvorir um sig, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og daglánavextir 5,25%. 11.3.2011 09:28
Fresta birtingu á áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna Birtingu á áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna hefur verið frestað fram til 25. mars n.k. Þetta kemur fram í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Til stóð að birta þessa áætlun í dag, föstudag. 11.3.2011 09:20
Laun hækkuðu um 0,7% milli ársfjórðunga Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 0,7% hærri á fjórða ársfjórðungi 2010 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,8% en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,5% að meðaltali. 11.3.2011 09:04
Raunávöxtun 4,1% hjá Lífeyrissjóði bænda í fyrra Hrein eign til greiðslu lífeyris hjá Lífeyrissjóði bænda nam 22.6 milljörðum kr. í árslok 2010 og hækkaði um 4,3% frá fyrra ári. Nafnávöxtun var 7,1% og raunávöxtun nam 4,4%. Hrein raunávöxtun nam 4,1% á árinu 2010 en hún var 0,6% 2009. 11.3.2011 08:27
Vilja nýjan gjaldmiðil til að losna undan höftunum Til að losna við gjaldeyrishöft að fullu þurfa Íslendingar væntanlega að taka upp annan gjaldmiðil, að mati Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins (SI). Það telur hann undirstrika mikilvægi þess að Íslendingar freisti þess af fullu afli að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið. Þetta kom fram í ræðu Helga á Iðnþingi í gær. 11.3.2011 08:00
Verulega dregur úr taprekstri Reita II Tap Reita II ehf. (áður Landsafls ehf.) á árinu 2010 nam 627 milljónum króna samanborið við 4.450 milljón króna tap á árinu áður. 11.3.2011 07:34
"Delete að lestri loknum“ Forstjóri Greiðslumiðlunar VISA-Ísland fór fram á það við bankastjóra Landsbanka Íslands að bankinn aðstoðaði við að beita stóra viðskiptavini VISA þrýstingi til að þeir samþykktu hærri gjöld frá kortafyrirtækinu. 11.3.2011 06:00
Edge-reikningarnir kosta Breta 213 til 307 milljarða Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bretlandi (FSCS) áætlar að kostnaður hans vegna Edge-reikninga Kaupþings Singer & Friedlander (KSF), dótturbanka Kaupþings, og annarra innstæðna bankans verði á bilinu 213 til 307 milljarðar kr. þegar að eignir verði að fullu búnar að ganga upp í þann kostnað. 10.3.2011 15:09
20% aukning á nýskráninum léna í febrúar Fjöldi nýskráðra léna í nýliðnum mánuði var 672 lén á móti 558 lénum í febrúar 2010. Aukningin nemur um 20%. Fjöldi eyddra (afskráðra) léna reyndist 225 nú móti um 200 lénum í fyrra, sem gerir um 12% aukningu í afskráningum. 10.3.2011 14:37