Fleiri fréttir Tölvur og sjónvörp hafa lækkað í verði Á sama tíma og tóbak hefur margfaldast í verði á síðustu árum eru tölvur og sjónvörp ódýrari í dag en fyrir áratug. Vísitala neysluverðs sem mælir verðbólgu hefur hækkað um 3,3% síðastliðna tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1% sem jafngildir 4% verðbólgu á ári. 31.10.2010 12:14 Óvíst hvort gengisfrumvarp hjálpi fólkinu á Selfossi Óvíst er hvort nýtt frumvarp efnahags - og viðskiptaráðherra um að öll gengislán verði sett í sama flokk hafi þýðingu fyrir þá sem hafa verið dæmdir til að greiða að fullu erlend lán. 31.10.2010 11:56 Starfsmannastjórar sérfræðingar í innflytjendalöggjöf Á sumum sviðum í íslensku atvinnulífi er svo mikill skortur á starfsfólki að starfsmannastjórar eru orðnir sérfræðingar í innflytjendalöggjöf og að taka á móti fólki inn í landið. Þetta segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. 31.10.2010 11:12 Tapið gæti orðið enn meira Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að sjóðirnir geti nýtt skuldajöfnun til að gera upp skuld vegna gjaldeyrisvarnarsamninga. Nettótap verði um 30 milljarðar. Hann neitar því alfarið að sjóðirnir hafi verið í braski. 30.10.2010 12:58 Á sjöunda tug misstu vinnuna Alls var 64 sagt upp hjá tveimur fyrirtækjum á Vestfjörðum í gær. Fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi á Flateyri sagði upp öllum 42 starfsmönnum fyrirtækisins, og 22 til viðbótar var sagt upp hjá jarðverktakafyrirtækinu Ósafli í Bolungarvík. 30.10.2010 06:00 Meira flutt bæði inn og út Vöruskipti voru hagstæð um 10,6 milljarða króna í september. Fluttar voru út vörur fyrir 49,7 milljarða og inn fyrir rúma 39 milljarða. Sama mánuð í fyrra voru vöruskipti hagstæð um tæpa 9,5 milljarða á sama gengi. 30.10.2010 05:30 Freista þess að aflétta gjaldeyrishöftum Seðlabankinn og Samtök iðnaðarins hafa sett af stað prófverkefni til að aflétta gjaldeyrishöftunum og verður milljörðum í aflandskrónum hleypt í fjárfestingu á Íslandi. Viðskiptaráðherra segir þetta skref í átt að varanlegu afnámi haftanna. 29.10.2010 18:45 Aðstæður kalla á lækkun stýrivaxta Efnahagsaðstæður kalla á 0,75 prósentustiga lækkun stýrivaxta, að mati Landsbankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans tekur ákvörðun um stýrivexti næstkomandi miðvikudag. 29.10.2010 17:44 Skýrsla Ríkisendurskoðunar gagnrýnd „RES Orkuskóli hefur ýmislegt við skýrslu Ríkisendurskoðunar um RES Orkuskólann að athuga,“ segir í Guðjón Guðjón Steindórsson, framkvæmdarstjóri skólans í tilkynningu. Hann segir starfi RES Orkuskólans stefnt í tvísýnu en óvissa ríkir um fjárhagslegan og faglegan rekstrargrundvöll skólans. 29.10.2010 17:25 Hagar högnuðust um 470 milljónir Hagnaður Haga á tímabilinu mars - ágúst á þessu ári nam 470 milljónum króna, samkvæmt árshlutauppgjöri sem barst fjölmiðlum nú siðdegis. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skattanam 2.416 milljónum króna. Heildareignir samstæðunnar námu 24.324 milljónum króna í lok tímabilsins og eru 10-11 verslanirnar ekki inni í þeirri tölu. 29.10.2010 16:59 Enn fleiri uppsagnir á Vestfjörðum Jarðverktakafyrirtækið Ósafl tilkynnti á starfsmannafundi í hádeginu í dag að öllu starfsfólki fyrirtækisins yrði sagt upp störfum frá og með 1.nóvember næst komandi. Eins og greint var frá á Vísi í dag sagði fiskvinnslan Eyraroddi líka upp 42 mönnum. Því hefur rúymlega sextíu manns á Vestfjörðum verið sagt upp störfum í dag. 29.10.2010 16:23 Rúmlega 9 milljarða viðskipti með skuldabréf Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 9,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 3,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,6% í 5,5 ma. viðskiptum. Samtals hækkaði GAMMA: GBI um 0,3% í vikunni, GAMMAi: Verðtryggt um 0,5% en GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um -0,2%. Meðal dagsvelta í vikunni var 12,6 ma., þar af 4,7 ma. með verðtryggt og 7,9 ma. með óverðtryggt. 29.10.2010 16:09 Öllu starfsfólki Eyrarodda sagt upp Öllu starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda hf., á Flateyri var sagt upp störfum í dag. Um er að ræða 42 starfsmenn. Uppsagnirnar taka gildi nú um mánaðarmótin. Ástæða uppsagnanna er fyrst og fremst viðvarandi hráefnisskortur og erfiðleikar í rekstri sem af þeim skorti leiðir, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem vísað er til á fréttavefnum BB.is. 29.10.2010 14:35 GAMMA: Vaxtakostnaður dýrkeyptur fyrir ríkissjóð „Að okkar mati leiða háir vextir Seðlabankansbankans til aukins þrýstings á krónuna þar sem útlendingar hafa haldið á bilinu 400-600 milljörðum kr. í skammtímaeignum í krónum sem hafa hlaðið upp á sig vöxtum og þar með ýtt undir vandann við að losa gjaldeyrishöftin.“ 29.10.2010 13:08 Rólegt á fasteignamarkaði í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 22. október til og með 28. október 2010 var 55. Þar af voru 42 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.392 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,3 milljónir króna. 29.10.2010 12:36 Hlutur Íslandsbanka í Sjóklæðagerðinni til sölu Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur verið falið að annast formlegt og opið söluferli sem lýtur að mögulegri sölu á þriðjungshlut Íslandsbanka í Sjóklæðagerðinni hf., en fyrirtækið er að meirihluta í eigu EGUS Inc. Sjóklæðagerðin framleiðir m.a. 66 North fatnaðinn. 29.10.2010 12:00 Skuldatryggingaálag Íslands helst stöðugt Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands til 5 ára hefur haldist undir 300 punktum frá því um miðjan október. Í lok dags í gær stóð álagið í 280 punktum (2,80%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-fréttaveitunni. 29.10.2010 11:59 Icesave-skuldin fer líklega ekki yfir 75 milljarða Nýjustu upplýsingar benda til að heildarupphæð sem ríkissjóður þarf að greiða vegna Icesave-reikninga Landsbankans verði 5 prósent af landsframleiðslunni eða 75 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra í gær. Engir samningar hafa enn litið dagsins ljós. 29.10.2010 11:50 Ríkið hætti stuðningi við RES Orkuskóla eða yfirtaki hann Óvissa ríkir um fjárhagslegan og faglegan rekstrargrundvöll RES Orkuskólans. Ríkisendurskoðun telur að stjórnvöld eigi um tvennt að velja: Annaðhvort að hætta stuðningi við skólann eða yfirtaka starfsemina. Brýnt er að ákvörðun verði tekin sem fyrst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunnar sem birt er á vefsíðu hennar. 29.10.2010 11:09 Samlagsfélögum heldur áfram að fjölga Á meðan nýjum einkahlutafélögum heldur áfram að fækka í ár miðað við árið í fyrra heldur samlagsfélögum áfram að fjölga. 29.10.2010 10:57 Vill leggja sæstreng fyrir 450 milljarða Heiðar Már Guðjónsson segist hafa setið fund með Landsvirkjun þar sem hann tjáði forsvarsmönnum fyrirtækisins að hann væri í sambandi við tvo aðila sem væru áhugasamir um lagningu sæstrengs fyrir Landsvirkjun. 29.10.2010 09:40 Ísland með afgerandi forystu í jarðhitanýtingu Ný skoðanakönnun sem Capacent framkvæmdi í 35 löndum að frumkvæði Íslandsbanka sýnir að Ísland nýtur mikillar virðingar og trausts þegar kemur að jarðhitanýtingu. 29.10.2010 09:26 Afgangur af vöruskiptum eykst um 26 milljarða Vöruskiptajöfnuður var jákvæður um 10,6 milljarða króna í september. Fluttar voru út vörur fyrir 49,7 milljarða króna en fluttar voru inn vörur fyrir tæpa 39,1 milljarð. Í september í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um tæpa 9,5 milljarða króna. 29.10.2010 09:06 Aflaverðmætið hefur aukist um 18,8% milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 79 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2010 samanborið við tæpa 67 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um 12,5 milljarða eða 18,8% á milli ára. 29.10.2010 09:05 Verulega dregur úr fjölda gjaldþrota milli ára í september Í september 2010 voru 53 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 86 fyrirtæki í september 2009. 29.10.2010 09:03 Meiri loðna margra milljarða búbót Þjóðarbúið gæti átt von á átta milljarða króna búbót með næstu loðnuvertíð eftir að mælingar sýndu betra ástand loðnustofnsins en verið hefur undanfarin ár. 28.10.2010 18:58 Um 7 milljarða viðskipti með Gamma Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 7,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 0,3 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,5% í 5,7 ma. viðskiptum. 28.10.2010 15:46 Reiknar með stöðugri krónu fram að áramótum Gjaldeyrishöftin og talsverður afgangur af vöruskiptum við útlönd eru meðal þeirra þátta sem valda því að greining Íslandsbanka reiknar með tiltölulega stöðugri krónu það sem eftir lifir árs. 28.10.2010 12:17 Tækifæri fyrir Íslendinga í jarðhitageira Bandaríkjanna Árni Magnússon, forstöðumaður Orkuteymis Íslandsbanka, segir tækifæri fyrir íslensk ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki í jarðhitageiranum á Bandaríkjamarkaði. Það sé vöxtur framundan í greininni vestanhafs og mikilvægt að íslenskir aðilar nýti sér það og flytji út sérfræðiþekkingu sína og ráðgjöf. Hann segir ennfremur mikilvægt að hlúa að geiranum hér á landi svo að Ísland missi ekki forystustöðu sína í greininni. 28.10.2010 12:01 Enn er vart búið að ná botninum á íbúðamarkaði Greining Íslandsbanka segir að samkvæmt niðurstöðum mælinga er ljóst að verulega hefur hægt á verðlækkunum á íbúðamarkaði. Hinsvegar er enn of snemmt að segja að botninum sé náð á íbúðamarkaði þar sem að miklar sveiflur eru á milli mánaða í þessum mælingum og enn ekki útséð með að verðlækkanirnar séu að baki endanlega. 28.10.2010 11:55 Heiðar Már: Aldrei með skortstöðu og ætlar í mál Heiðar Már Guðjónsson segist á engum tímapunkti hafa verið með skortstöðu á krónuna. Þá varaði hann við hruninu og fékk fjölmarga erlenda sérfræðinga til landsins til að veita stjórnvöldum ráðgjöf. Hann ætlar í meiðyrðamál við DV. 28.10.2010 11:20 Rekstur Reykjanesbæjar neikvæður um 200 milljónir í ár Endurskoðuð fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2010 var lögð fyrir bæjarráð í dag, 28. október. Samkvæmt henni er reiknað með að rekstarniðurstaða bæjarsjóðs verði neikvæð um tæpar 200 milljónir kr. 28.10.2010 11:09 Skilanefndir reyna að kyrrsetja eignir Sunds/IceCapital Sund, sem nú heitir IceCapital, skuldaði íslensku bönkunum um 64 milljarða króna við bankahrun. Helstu eignir félagsins voru hlutabréf í bönkunum sjálfum. Því hefur verið stefnt vegna vanefnda á lánasamningum og er grunað um að vera þátttakandi í markaðsmisnotkun föllnu bankanna. 28.10.2010 10:28 Íslandsbanki greiðir mesta skatta lögaðila á eftir ríkinu Íslandsbanki greiðir mesta skatta af lögaðilum á þessu ári á eftir ríkissjóði. Alls nema skattar bankans tæpum 4 milljörðum kr. 28.10.2010 09:35 Lilja spyr um ábyrgð á efnahafsstefnunni eftir AGS-fund Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spyr hver beri ábyrgð á efnahagsstefnunni eftir að hún átti fund með Julie Kozack nýjum yfirmanni sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Mark Flanagan í höfuðstöðvum AGS. 28.10.2010 09:27 Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2,3% í september Vísitala framleiðsluverðs í september 2010 var 189,1 stig og hækkaði um 2,3% frá ágúst. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 28.10.2010 09:01 Eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða rýrna Eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða námu 283,9 milljörðum kr. í lok september og lækkuðu um 877 milljónir kr. á milli mánaða. 28.10.2010 07:47 Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 1,4 milljarða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.126,5 milljörðum kr. í lok september og lækkuðu um 1,4 milljarða kr. í mánuðinum. 28.10.2010 07:41 Rjómauppgjör hjá Marel fyrir þriðja ársfjórðung Marel skilaði rjómauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung ársins. Hagnaður af heildarstarfsemi eftir skatta var 2,4 milljónir evra tæplega 380 milljónir kr. Hagnaðurinn nam 0,9 milljónum evra fyrir sama tímabil í fyrra. 27.10.2010 15:44 Gjaldskrárhækkun skilar 4 milljörðum Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag fjölþættar ráðstafanir sem ætlað er að styrkja rekstur fyrirtækisins. Í Fjárhagsáætlun fyrir árin 2012 til 216 segir að gera eigi fyrirtækinu mögulegt að standa við skuldbendingar gagnvart lánadrottnum og tryggja jafnframt áframhaldandi trausta og góða þjónustu við viðskipta vini. 27.10.2010 17:25 SA vill að breyting á tekjuskattslögum falli niður Samtök atvinnulífsins(SA) vilja að breyting á tekjuskattslögum sem gerðar voru í árslok í fyrra verði felldar niður. SA segir að breyting hafi óveruleg áhrif á tekjur ríkissjóðs en mun án efa draga úr vilja erlendra aðila til þess að koma með fjármagn til Íslands. 27.10.2010 13:59 Síminn segir upp 29 starfsmönnum Alls hefur 29 starfsmönnum Símans verið sagt upp. Forsvarsmenn Símans kynntu fyrr í dag nýtt skipulag fyrirtækisins á fundi með starfsfólki. Deildir eru sameinaðar og stjórnendum og starfsfólki fækkar en áhersla er lögð á að þjónusta við viðskiptavini skerðist ekki við þessar breytingar. 27.10.2010 12:54 Ekkert formlegt tilboð komið í Iceland, margir áhugasamir Erlendur fjárfestingarsjóður sem lýst hafði yfir áhuga á að greiða jafnvirði 249 milljarða króna fyrir Iceland Foods verslanakeðjuna, hefur ekki gert formlegt tilboð ennþá. Það hefði þýtt tæplega 167 milljarða króna fyrir hlut skilanefndar Landsbankans í fyrirtækinu. 27.10.2010 12:16 Segir verðbólguhorfur að mestu óbreyttar Greining Íslandsbanka segir að verðbólgumæling Hagstofunnar í morgun breyti ekki í stórum dráttum sýn greiningarinnar á verðbólguþróun næstu mánuðina. Nokkur hækkun mun verða á vísitölunni fram til áramóta vegna frekari áhrifa af hækkun veitufyrirtækja og verðhækkunum á landbúnaðarhrávörum erlendis. 27.10.2010 12:12 Fjörkippur í sölu atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Í september 2010 var 47 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 50 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 1.955 milljónir króna en 566 milljónir króna utan þess. Um er að ræða um 50% aukningu frá fyrri mánuði hvað fjölda skjala varðar á höfuðborgarsvæðinu en um 30% hvað fasteignmat varðar. 27.10.2010 11:25 Sjá næstu 50 fréttir
Tölvur og sjónvörp hafa lækkað í verði Á sama tíma og tóbak hefur margfaldast í verði á síðustu árum eru tölvur og sjónvörp ódýrari í dag en fyrir áratug. Vísitala neysluverðs sem mælir verðbólgu hefur hækkað um 3,3% síðastliðna tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1% sem jafngildir 4% verðbólgu á ári. 31.10.2010 12:14
Óvíst hvort gengisfrumvarp hjálpi fólkinu á Selfossi Óvíst er hvort nýtt frumvarp efnahags - og viðskiptaráðherra um að öll gengislán verði sett í sama flokk hafi þýðingu fyrir þá sem hafa verið dæmdir til að greiða að fullu erlend lán. 31.10.2010 11:56
Starfsmannastjórar sérfræðingar í innflytjendalöggjöf Á sumum sviðum í íslensku atvinnulífi er svo mikill skortur á starfsfólki að starfsmannastjórar eru orðnir sérfræðingar í innflytjendalöggjöf og að taka á móti fólki inn í landið. Þetta segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. 31.10.2010 11:12
Tapið gæti orðið enn meira Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að sjóðirnir geti nýtt skuldajöfnun til að gera upp skuld vegna gjaldeyrisvarnarsamninga. Nettótap verði um 30 milljarðar. Hann neitar því alfarið að sjóðirnir hafi verið í braski. 30.10.2010 12:58
Á sjöunda tug misstu vinnuna Alls var 64 sagt upp hjá tveimur fyrirtækjum á Vestfjörðum í gær. Fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi á Flateyri sagði upp öllum 42 starfsmönnum fyrirtækisins, og 22 til viðbótar var sagt upp hjá jarðverktakafyrirtækinu Ósafli í Bolungarvík. 30.10.2010 06:00
Meira flutt bæði inn og út Vöruskipti voru hagstæð um 10,6 milljarða króna í september. Fluttar voru út vörur fyrir 49,7 milljarða og inn fyrir rúma 39 milljarða. Sama mánuð í fyrra voru vöruskipti hagstæð um tæpa 9,5 milljarða á sama gengi. 30.10.2010 05:30
Freista þess að aflétta gjaldeyrishöftum Seðlabankinn og Samtök iðnaðarins hafa sett af stað prófverkefni til að aflétta gjaldeyrishöftunum og verður milljörðum í aflandskrónum hleypt í fjárfestingu á Íslandi. Viðskiptaráðherra segir þetta skref í átt að varanlegu afnámi haftanna. 29.10.2010 18:45
Aðstæður kalla á lækkun stýrivaxta Efnahagsaðstæður kalla á 0,75 prósentustiga lækkun stýrivaxta, að mati Landsbankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans tekur ákvörðun um stýrivexti næstkomandi miðvikudag. 29.10.2010 17:44
Skýrsla Ríkisendurskoðunar gagnrýnd „RES Orkuskóli hefur ýmislegt við skýrslu Ríkisendurskoðunar um RES Orkuskólann að athuga,“ segir í Guðjón Guðjón Steindórsson, framkvæmdarstjóri skólans í tilkynningu. Hann segir starfi RES Orkuskólans stefnt í tvísýnu en óvissa ríkir um fjárhagslegan og faglegan rekstrargrundvöll skólans. 29.10.2010 17:25
Hagar högnuðust um 470 milljónir Hagnaður Haga á tímabilinu mars - ágúst á þessu ári nam 470 milljónum króna, samkvæmt árshlutauppgjöri sem barst fjölmiðlum nú siðdegis. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skattanam 2.416 milljónum króna. Heildareignir samstæðunnar námu 24.324 milljónum króna í lok tímabilsins og eru 10-11 verslanirnar ekki inni í þeirri tölu. 29.10.2010 16:59
Enn fleiri uppsagnir á Vestfjörðum Jarðverktakafyrirtækið Ósafl tilkynnti á starfsmannafundi í hádeginu í dag að öllu starfsfólki fyrirtækisins yrði sagt upp störfum frá og með 1.nóvember næst komandi. Eins og greint var frá á Vísi í dag sagði fiskvinnslan Eyraroddi líka upp 42 mönnum. Því hefur rúymlega sextíu manns á Vestfjörðum verið sagt upp störfum í dag. 29.10.2010 16:23
Rúmlega 9 milljarða viðskipti með skuldabréf Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 9,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 3,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,6% í 5,5 ma. viðskiptum. Samtals hækkaði GAMMA: GBI um 0,3% í vikunni, GAMMAi: Verðtryggt um 0,5% en GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um -0,2%. Meðal dagsvelta í vikunni var 12,6 ma., þar af 4,7 ma. með verðtryggt og 7,9 ma. með óverðtryggt. 29.10.2010 16:09
Öllu starfsfólki Eyrarodda sagt upp Öllu starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda hf., á Flateyri var sagt upp störfum í dag. Um er að ræða 42 starfsmenn. Uppsagnirnar taka gildi nú um mánaðarmótin. Ástæða uppsagnanna er fyrst og fremst viðvarandi hráefnisskortur og erfiðleikar í rekstri sem af þeim skorti leiðir, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem vísað er til á fréttavefnum BB.is. 29.10.2010 14:35
GAMMA: Vaxtakostnaður dýrkeyptur fyrir ríkissjóð „Að okkar mati leiða háir vextir Seðlabankansbankans til aukins þrýstings á krónuna þar sem útlendingar hafa haldið á bilinu 400-600 milljörðum kr. í skammtímaeignum í krónum sem hafa hlaðið upp á sig vöxtum og þar með ýtt undir vandann við að losa gjaldeyrishöftin.“ 29.10.2010 13:08
Rólegt á fasteignamarkaði í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 22. október til og með 28. október 2010 var 55. Þar af voru 42 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.392 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,3 milljónir króna. 29.10.2010 12:36
Hlutur Íslandsbanka í Sjóklæðagerðinni til sölu Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur verið falið að annast formlegt og opið söluferli sem lýtur að mögulegri sölu á þriðjungshlut Íslandsbanka í Sjóklæðagerðinni hf., en fyrirtækið er að meirihluta í eigu EGUS Inc. Sjóklæðagerðin framleiðir m.a. 66 North fatnaðinn. 29.10.2010 12:00
Skuldatryggingaálag Íslands helst stöðugt Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands til 5 ára hefur haldist undir 300 punktum frá því um miðjan október. Í lok dags í gær stóð álagið í 280 punktum (2,80%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-fréttaveitunni. 29.10.2010 11:59
Icesave-skuldin fer líklega ekki yfir 75 milljarða Nýjustu upplýsingar benda til að heildarupphæð sem ríkissjóður þarf að greiða vegna Icesave-reikninga Landsbankans verði 5 prósent af landsframleiðslunni eða 75 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra í gær. Engir samningar hafa enn litið dagsins ljós. 29.10.2010 11:50
Ríkið hætti stuðningi við RES Orkuskóla eða yfirtaki hann Óvissa ríkir um fjárhagslegan og faglegan rekstrargrundvöll RES Orkuskólans. Ríkisendurskoðun telur að stjórnvöld eigi um tvennt að velja: Annaðhvort að hætta stuðningi við skólann eða yfirtaka starfsemina. Brýnt er að ákvörðun verði tekin sem fyrst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunnar sem birt er á vefsíðu hennar. 29.10.2010 11:09
Samlagsfélögum heldur áfram að fjölga Á meðan nýjum einkahlutafélögum heldur áfram að fækka í ár miðað við árið í fyrra heldur samlagsfélögum áfram að fjölga. 29.10.2010 10:57
Vill leggja sæstreng fyrir 450 milljarða Heiðar Már Guðjónsson segist hafa setið fund með Landsvirkjun þar sem hann tjáði forsvarsmönnum fyrirtækisins að hann væri í sambandi við tvo aðila sem væru áhugasamir um lagningu sæstrengs fyrir Landsvirkjun. 29.10.2010 09:40
Ísland með afgerandi forystu í jarðhitanýtingu Ný skoðanakönnun sem Capacent framkvæmdi í 35 löndum að frumkvæði Íslandsbanka sýnir að Ísland nýtur mikillar virðingar og trausts þegar kemur að jarðhitanýtingu. 29.10.2010 09:26
Afgangur af vöruskiptum eykst um 26 milljarða Vöruskiptajöfnuður var jákvæður um 10,6 milljarða króna í september. Fluttar voru út vörur fyrir 49,7 milljarða króna en fluttar voru inn vörur fyrir tæpa 39,1 milljarð. Í september í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um tæpa 9,5 milljarða króna. 29.10.2010 09:06
Aflaverðmætið hefur aukist um 18,8% milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 79 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2010 samanborið við tæpa 67 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um 12,5 milljarða eða 18,8% á milli ára. 29.10.2010 09:05
Verulega dregur úr fjölda gjaldþrota milli ára í september Í september 2010 voru 53 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 86 fyrirtæki í september 2009. 29.10.2010 09:03
Meiri loðna margra milljarða búbót Þjóðarbúið gæti átt von á átta milljarða króna búbót með næstu loðnuvertíð eftir að mælingar sýndu betra ástand loðnustofnsins en verið hefur undanfarin ár. 28.10.2010 18:58
Um 7 milljarða viðskipti með Gamma Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 7,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 0,3 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,5% í 5,7 ma. viðskiptum. 28.10.2010 15:46
Reiknar með stöðugri krónu fram að áramótum Gjaldeyrishöftin og talsverður afgangur af vöruskiptum við útlönd eru meðal þeirra þátta sem valda því að greining Íslandsbanka reiknar með tiltölulega stöðugri krónu það sem eftir lifir árs. 28.10.2010 12:17
Tækifæri fyrir Íslendinga í jarðhitageira Bandaríkjanna Árni Magnússon, forstöðumaður Orkuteymis Íslandsbanka, segir tækifæri fyrir íslensk ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki í jarðhitageiranum á Bandaríkjamarkaði. Það sé vöxtur framundan í greininni vestanhafs og mikilvægt að íslenskir aðilar nýti sér það og flytji út sérfræðiþekkingu sína og ráðgjöf. Hann segir ennfremur mikilvægt að hlúa að geiranum hér á landi svo að Ísland missi ekki forystustöðu sína í greininni. 28.10.2010 12:01
Enn er vart búið að ná botninum á íbúðamarkaði Greining Íslandsbanka segir að samkvæmt niðurstöðum mælinga er ljóst að verulega hefur hægt á verðlækkunum á íbúðamarkaði. Hinsvegar er enn of snemmt að segja að botninum sé náð á íbúðamarkaði þar sem að miklar sveiflur eru á milli mánaða í þessum mælingum og enn ekki útséð með að verðlækkanirnar séu að baki endanlega. 28.10.2010 11:55
Heiðar Már: Aldrei með skortstöðu og ætlar í mál Heiðar Már Guðjónsson segist á engum tímapunkti hafa verið með skortstöðu á krónuna. Þá varaði hann við hruninu og fékk fjölmarga erlenda sérfræðinga til landsins til að veita stjórnvöldum ráðgjöf. Hann ætlar í meiðyrðamál við DV. 28.10.2010 11:20
Rekstur Reykjanesbæjar neikvæður um 200 milljónir í ár Endurskoðuð fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2010 var lögð fyrir bæjarráð í dag, 28. október. Samkvæmt henni er reiknað með að rekstarniðurstaða bæjarsjóðs verði neikvæð um tæpar 200 milljónir kr. 28.10.2010 11:09
Skilanefndir reyna að kyrrsetja eignir Sunds/IceCapital Sund, sem nú heitir IceCapital, skuldaði íslensku bönkunum um 64 milljarða króna við bankahrun. Helstu eignir félagsins voru hlutabréf í bönkunum sjálfum. Því hefur verið stefnt vegna vanefnda á lánasamningum og er grunað um að vera þátttakandi í markaðsmisnotkun föllnu bankanna. 28.10.2010 10:28
Íslandsbanki greiðir mesta skatta lögaðila á eftir ríkinu Íslandsbanki greiðir mesta skatta af lögaðilum á þessu ári á eftir ríkissjóði. Alls nema skattar bankans tæpum 4 milljörðum kr. 28.10.2010 09:35
Lilja spyr um ábyrgð á efnahafsstefnunni eftir AGS-fund Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spyr hver beri ábyrgð á efnahagsstefnunni eftir að hún átti fund með Julie Kozack nýjum yfirmanni sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Mark Flanagan í höfuðstöðvum AGS. 28.10.2010 09:27
Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2,3% í september Vísitala framleiðsluverðs í september 2010 var 189,1 stig og hækkaði um 2,3% frá ágúst. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 28.10.2010 09:01
Eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða rýrna Eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða námu 283,9 milljörðum kr. í lok september og lækkuðu um 877 milljónir kr. á milli mánaða. 28.10.2010 07:47
Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 1,4 milljarða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.126,5 milljörðum kr. í lok september og lækkuðu um 1,4 milljarða kr. í mánuðinum. 28.10.2010 07:41
Rjómauppgjör hjá Marel fyrir þriðja ársfjórðung Marel skilaði rjómauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung ársins. Hagnaður af heildarstarfsemi eftir skatta var 2,4 milljónir evra tæplega 380 milljónir kr. Hagnaðurinn nam 0,9 milljónum evra fyrir sama tímabil í fyrra. 27.10.2010 15:44
Gjaldskrárhækkun skilar 4 milljörðum Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag fjölþættar ráðstafanir sem ætlað er að styrkja rekstur fyrirtækisins. Í Fjárhagsáætlun fyrir árin 2012 til 216 segir að gera eigi fyrirtækinu mögulegt að standa við skuldbendingar gagnvart lánadrottnum og tryggja jafnframt áframhaldandi trausta og góða þjónustu við viðskipta vini. 27.10.2010 17:25
SA vill að breyting á tekjuskattslögum falli niður Samtök atvinnulífsins(SA) vilja að breyting á tekjuskattslögum sem gerðar voru í árslok í fyrra verði felldar niður. SA segir að breyting hafi óveruleg áhrif á tekjur ríkissjóðs en mun án efa draga úr vilja erlendra aðila til þess að koma með fjármagn til Íslands. 27.10.2010 13:59
Síminn segir upp 29 starfsmönnum Alls hefur 29 starfsmönnum Símans verið sagt upp. Forsvarsmenn Símans kynntu fyrr í dag nýtt skipulag fyrirtækisins á fundi með starfsfólki. Deildir eru sameinaðar og stjórnendum og starfsfólki fækkar en áhersla er lögð á að þjónusta við viðskiptavini skerðist ekki við þessar breytingar. 27.10.2010 12:54
Ekkert formlegt tilboð komið í Iceland, margir áhugasamir Erlendur fjárfestingarsjóður sem lýst hafði yfir áhuga á að greiða jafnvirði 249 milljarða króna fyrir Iceland Foods verslanakeðjuna, hefur ekki gert formlegt tilboð ennþá. Það hefði þýtt tæplega 167 milljarða króna fyrir hlut skilanefndar Landsbankans í fyrirtækinu. 27.10.2010 12:16
Segir verðbólguhorfur að mestu óbreyttar Greining Íslandsbanka segir að verðbólgumæling Hagstofunnar í morgun breyti ekki í stórum dráttum sýn greiningarinnar á verðbólguþróun næstu mánuðina. Nokkur hækkun mun verða á vísitölunni fram til áramóta vegna frekari áhrifa af hækkun veitufyrirtækja og verðhækkunum á landbúnaðarhrávörum erlendis. 27.10.2010 12:12
Fjörkippur í sölu atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Í september 2010 var 47 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 50 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 1.955 milljónir króna en 566 milljónir króna utan þess. Um er að ræða um 50% aukningu frá fyrri mánuði hvað fjölda skjala varðar á höfuðborgarsvæðinu en um 30% hvað fasteignmat varðar. 27.10.2010 11:25