Viðskipti innlent

Vill leggja sæstreng fyrir 450 milljarða

Heiðar Már Guðjónsson.
Heiðar Már Guðjónsson.
Heiðar Már Guðjónsson segist hafa setið fund með Landsvirkjun þar sem hann tjáði forsvarsmönnum fyrirtækisins að hann væri í sambandi við tvo aðila sem væru áhugasamir um lagningu sæstrengs fyrir Landsvirkjun.

Samkvæmt frétt Fréttatímans þá er virði verkefnisins um 450 milljarðar króna.

Tilgangur strengsins yrði þá væntanlega að flytja orku frá landinu en Heiðar Már segir í viðtali við Fréttatímann að Landsvirkjun framleiði umframorku sem nemur um 20 til 30 prósent af allri orkunni. Hann segir þessa orku svo puðrast út í loftið í stað þess að vera seld á alþjóðlegum mörkuðum. Því séu gríðarleg sóknarfæri í að flytja orkuna erlendis með sæstreng.

Heiðar Már hefur legið undir ákúrum vegna meintrar skortsölu krónunnar og þar með grafið undan henni. Heiðar segir í Fréttatímanum að hann ætli í meiðyrðamál við DV sem hefur flutt fréttir af málinu.

Þá bætti Heiðar við að lögsóknin yrði hugsanlega alþjóðleg, það er að segja, hann myndi stefna þeim í fleiri löndum en Íslandi í ljósi þess að Bloomberg fréttaveitan flutti fréttir af málinu.

Í Fréttatímanum segir hann að til greina komi að lögsækja blaðið í Bretlandi, Bandaríkjunum og Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×