Viðskipti innlent

Enn fleiri uppsagnir á Vestfjörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ósafl vann að gerð Bolungarvíkurganga. Mynd/ Halldór
Ósafl vann að gerð Bolungarvíkurganga. Mynd/ Halldór
Jarðverktakafyrirtækið Ósafl tilkynnti á starfsmannafundi í hádeginu í dag að öllu starfsfólki fyrirtækisins yrði sagt upp störfum frá og með 1.nóvember næst komandi. Eins og greint var frá á Vísi í dag sagði fiskvinnslan Eyraroddi líka upp 42 mönnum. Því hefur rúymlega sextíu manns á Vestfjörðum verið sagt upp störfum í dag.

Í frétt á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða kemur fram að starfsmenn Ósafls hafi haldið í vonina að eftir að framkvæmdum við jarðgöng milli Hnífsdals og Bolungavíkur lauk yrði settur kraftur í framkvæmdir við snjóflóðagarð í Bolungavík sem einnig hafi verið unnið af Ósafli. Hjá Eyrarodda hafi verið róinn lífróður við að halda fyrirtækinu gangandi frá því um síðustu áramót. Vegna þessa hafi verið farið í ýmsar hagræðingaraðgerðir sem hafi bitnað á starfsfólki í formi uppsagna, en frá áramótum hafi starfsfólki í fiskvinnslu fækkað úr 45 í 28.

Verkalýðsfélag Vestfjarða segir að þessar uppsagnir séu gríðarleg blóðtaka fyrir atvinnulíf á Vestfjörðum sem hafi þó haldið sjó þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Í ljósi þessa sé sorglegt að ekkert skuli vera fæðast í atvinnumálum hjá stjórnvöldum, ekki standi á verkalýðshreyfingunni að koma að því borði með hugmyndir og tillögur eins og sjáist best á ályktunum frá ársfundi ASÍ.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×