Viðskipti innlent

Öllu starfsfólki Eyrarodda sagt upp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjávarútvegur skipar stóran sess í atvinnulífi Flateyringa. Mynd/ Róbert.
Sjávarútvegur skipar stóran sess í atvinnulífi Flateyringa. Mynd/ Róbert.

Öllu starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda hf., á Flateyri var sagt upp störfum í dag. Um er að ræða 42 starfsmenn.

Uppsagnirnar taka gildi nú um mánaðarmótin. Ástæða uppsagnanna er fyrst og fremst viðvarandi hráefnisskortur og erfiðleikar í rekstri sem af þeim skorti leiðir, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem vísað er til á fréttavefnum BB.is.

BB.is segir að unnið verði að úrlausn mála fyrirtækisins í samráði við kröfuhafa þess. Komi til þess að ástæður breytist til hins besta á næstunni, verði leitað allra leiða til að draga uppsagnirnar til baka.

Um 250 manns búa á Flateyri.


Tengdar fréttir

Enn fleiri uppsagnir á Vestfjörðum

Jarðverktakafyrirtækið Ósafl tilkynnti á starfsmannafundi í hádeginu í dag að öllu starfsfólki fyrirtækisins yrði sagt upp störfum frá og með 1.nóvember næst komandi. Eins og greint var frá á Vísi í dag sagði fiskvinnslan Eyraroddi líka upp 42 mönnum. Því hefur rúymlega sextíu manns á Vestfjörðum verið sagt upp störfum í dag.

Hópuppsögn á Flateyri: „Staðan er skelfileg“

„Það lá fyrir þegar við keyptum eignirnar af Kambi að þetta yrði gríðarlega erfitt,“ segir Kristján Erlingsson, stjórnarmaður og einn af aðaleigendum Eyrarodda á Flateyri, en fjörtíu og tveimur starfsmönnum fiskvinnslunnar var sagt upp í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×