Fleiri fréttir

Þrotabú Baugs vill rifta 100 milljón króna gjörningi

Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í dag riftunarmáli þrotabús Baugs gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) þar sem krafist er riftunar á hundrað milljón króna greiðslu til dótturfélags SPRON.

Icelandic Group hefur vottunarferli í þorsk- og ýsuveiðum

Icelandic Group hefur hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarstaðli Marine Stewardship Council (MSC). Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að MSC - staðallinn sé sá víðtækasti og virtasti í heiminum yfir sjálfbærar fiskveiðar sem byggja á vísindalegri ráðgjöf.

Íslenskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni í rúmt ár

Íslenskir neytendur hafa nú ekki verið svartsýnni í rúmt ár samkvæmt Væntingavísitölu Gallup í október sem birt var nú í morgun. Þannig hrapaði vísitalan um heil 35,7 stig milli mánaða og mælist nú 32 stig. Aðeins einu sinni áður hefur vísitalan lækkað svona mikið milli mánáða en það var í bankahruninu í nóvember árið 2008.

IFS greining spáir góðu uppgjöri hjá Marel

IFS greining spáir góðum þriðja fjórðungi hjá Marel en uppgjörið verður birt á morgun, miðvikudag. Samkvæmt spánni verður salan á fjórðungnum um 18% meiri en á sama fjórðungi í fyrra.

Pólitískur skotgrafarhernaður á Alþingi til umræðu hjá VÍ

„Í stað heildarsamstarfs um lausnir á erfiðri stöðu heimila og atvinnulífs hefur pólitískur skotgrafarhernaður því miður í of mörgum tilvikum orðið ofan á. Þá skortir ríkisstjórninni forystu og getu til að koma brýnum verkefnum í framkvæmd hjálparlaust.“

Rúmlega 7% heimila í vanskilum með húsnæðislán 2009

Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar 2009 höfðu 7,1% heimila lent í vanskilum með húsnæðislán/leigu á undanförnum 12 mánuðum og 10,3% heimila höfðu lent í vanskilum með önnur lán á sama tímabili.

SA: Fyrirtækjum gert auðveldara að afla verkefna erlendis

Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að fyrirtækjum í verktakagreininni og starfsmönnum þeirra verði gert auðveldara að afla sér verkefna erlendis. Þetta sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verkefnaskort og atvinnuleysi meðal verktaka og að greinin leggist ekki af í bókstaflegri merkingu.

Íslendingar í viðræðum við Rússa um stórt orkuver

Íslendingar og Rússar eiga nú í viðræðum um jarðvarmaorkuver á Kamstjaka í austasta hluta Rússlands. Þetta kom fram í máli Sergei Shmatko orkumálaráðherra Rússlands á ríkisstjórnarfundi þar í landi í gærdag.

Starfandi fólki fækkaði um 1.300 á þriðja ársfjórðungi

Fjöldi starfandi á þriðja ársfjórðungi 2010 var 170.200 manns og fækkaði um 1.300 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 181.900 manns sem jafngildir 81,4% atvinnuþátttöku. Atvinnuþátttaka karla var 84,1% og kvenna 78,6%.

Atvinnuleysið var 6,4% á þriðja ársfjórðungi

Á þriðja ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 11.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 6,4% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 6,1% hjá körlum og 6,8% hjá konum. Frá þriðja ársfjórðungi 2009 til þriðja ársfjórðungs 2010 fjölgaði atvinnulausum um 800 manns.

Uppgjör Össurar veldur smávægilegum vonbrigðum

Viðskiptablaðið Börsen segir að uppgjör Össurar hf. fyrir þriðja ársfjórðung hafi valdið smávægilegum vonbrigðum, eða "skuffer en smule" eins og það er orðað í blaðinu.

Eignir innlánsstofnana lækkuðu um 60 milljarða

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.861 milljörðum kr. í lok september 2010 og lækkuðu um 59,8 milljarða kr. frá fyrri mánuði. Innlendar eignir lækkuðu um 76,8 milljarða kr en erlendar eignir hækkuðu um 17 milljarða kr.

Jón Ásgeir hafnar frétt RÚV

Fréttastofu barst rétt í þessu athugasemd frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni þar sem hann hafnar framsetningu Svavars Halldórssonar fréttamanns í frétt um bresku verslunarkeðjuna Iceland Foods fyrr í kvöld.

Hrintu ekki áætlun Heiðars Más í framkvæmd

Félög Björgólfs Thors Björgólfssonar fóru ekki nema að litlu leyti að ráðum Heiðars Más Guðjónssonar um að byggja upp skortstöður á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði árið 2006. Þetta fullyrðir talsmaður Novators.

Spáði að bankahrun yrði 2007

Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Novators spáði fyrir um það árið 2006 að bankarnir gætu ekki fjármagnað sig árið 2007.

Heiðar Már: Viðskiptavinirnir grunlausir um áhættu

Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Novators, segir í minnisblaði sem hann kynnti fyrir bankaráði Landsbankans og Björgólfi Thor Björgólfssyni í ársbyrjun 2006 að viðskiptavinir bankanna séu almennt grunlausir og hafi lítið hugsað út í áhættuna sem fylgi því að krónan veikist.

Fjöldauppsagnir framundan á uppsjávarskipunum

Svo kann að fara að nokkur hundruð undirmönnum á svo nefndum uppsjávarskipum verði sagt upp á næstunni, þar sem margt bendir til að þau verði verkefnalaus alveg fram á næsta sumar.

Heiðar Már vildi taka skortstöðu í íslenskum hlutabréfum

Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Novators, lagði til í minnisblaði í byrjun árs 2006 að fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors byggðu upp 20 milljarða króna skortstöðu í íslenskum hlutabréfum til að bregðast við ójafnvægi í hagkerfinu og minnka áhættu.

Nýr framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins

Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdarstjóri Íslenska dansflokksins. Sigrún Lilja er 42 ára hagfræðingur með Cand. Merc gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Árósum.

Landsbankinn lokaður, nema í Austurstræti

Í tilefni kvennafrídagsins hefur Landsbankinn ákveðið að loka öllum útibúum bankans kl. 14 í dag, nema útibúinu við Austurstræti þar sem hefðbundin þjónusta verður veitt. Í tilkynningu frá bankanum segir að þar verði þó einungis karlar við afgreiðslu.

Smábátasjómenn kanna stofnun eigin lífeyrissjóðs

Landssamband smábátasjómanna (LS) hefur falið framkvæmdastjóra sínum að kanna kosti þess og galla að stofna lífeyrissjóð smábátasjómanna. Þetta var samþykkt á aðalfundi LS fyrir helgina en mikil óánægja kom fram gagnvart lífeyrissjóðnum Gildi sem félagsmenn LS hafa hingað til greitt í.

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir ráðin forstjóri Actavis

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir verður forstjóri Actavis á Íslandi í kjölfar skipulagsbreytinga hjá félaginu, sem þegar hafa tekið gildi. Hún situr sem fyrr í framkvæmdastjórn Actavis Group og mun jafnframt stýra margvíslegum verkefnum á heimsvísu, m.a. í Japan, Kína, á Indlandi og víðar.

Ekki átti að rýra réttindin

Höfuðstólslækkun bílalána sem boðið var upp á hjá Íslandsbanka í byrjun árs gekk til baka í nokkrum tilvikum við endurútreikning lána eftir dóm Hæstaréttar í sumar. Búið er að birta endurútreikning í heimabanka fimm til sex þúsund viðskiptavina Íslandsbanka. Nokkrir viðskiptavina bankans hafa kvartað vegna málsins.

Vexti settar skorður í sjávarútvegi og orku

Fréttaskýring Hvaðan á hagvöxturinn að koma? Hagvöxtur hér á landi þarf nær örugglega að vera sprottinn af aukinni framleiðslu skiptanlegra gæða, en svo nefnist á máli hagfræðinnar varningur og þjónusta sem léttilega má flytja á milli landa. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í tengslum við þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands.

Heiðar hótar málshöfðun gegn DV

Heiðar Már Guðjónsson, fyrrverandi starfsmaður Novators, ætlar að stefna DV fyrir meiðyrði verði fréttir, þess efnis að hann hafi skipulagt árás á íslensku krónuna árið 2007 ásamt alþjóðlegum vogunarsjóðum, ekki dregnar til baka.

Nýir fjárfestar koma í Ölgerðina

„Það var mjög gott að klára þetta til að eyða allri óvissu og geta horft fram á við,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, en fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins, sem staðið hefur yfir frá í fyrra, er lokið. Við þetta eignast fagfjárfestingasjóðurinn Auður 1, sem heyrir undir Auði Capital, 36 prósenta hlut ásamt meðfjárfestum og Arion banki

Ístak semur um byggingu Búðarhálsvirkjunar

Landsvirkjun og Ístak hf. undirrituðu í dag samning um byggingu Búðarhálsvirkjunar. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og voru tilboð opnuð þann 26. ágúst 2010.

Vísar því á bug að Íbúðalánasjóður sé óbilgjarn

Ásta H. Bragadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn hafi ekki gengið fram af óbilgirni gagnvart fjölskyldum í greiðsluvanda með því að krefjast nauðungarsölu á íbúðum vegna langvarandi vanskila eigenda sem ekki hafa náð samkomulagi um greiðsluerfiðleikaaðstoð.

Nýir eigendur að Ölgerðinni

Auður I fagfjárfestasjóður ásamt meðfjárfestum leggja til nýtt hlutafé og eignast 36% í Ölgerðinni. Í tilkynningu segir að samhliða muni Arion banki eignast 20% í félaginu og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri og Októ Einarsson, stjórnarformaður ásamt fjórum framkvæmdastjórum Ölgerðarinnar eiga 44% í félaginu eftir endurskipulagningu.

Spáir 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í nóvember

Greining Íslandsbanka reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 0,50 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 3. nóvember næstkomandi. Við þetta lækka vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana í 4,25% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 5,75%.

Fullsnemmt að segja botninum náð á fasteignamarkaði

Það er mat greiningar Arion banka að full snemmt sé að segja að botninum hafi verið náð á fasteignamarkaði þrátt fyrir að nýbirtar tölur Þjóðskrár Íslands gefi til kynna 0,4% hækkun fasteignaverðs í september frá fyrri mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir