Skuldatryggingaálag Íslands helst stöðugt 29. október 2010 11:59 Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands til 5 ára hefur haldist undir 300 punktum frá því um miðjan október. Í lok dags í gær stóð álagið í 280 punktum (2,80%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-fréttaaveitunni. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessi þróun sé ekki almenn en eftir talsverða lækkun á skuldatryggingaálagi á ríki í Vestur-Evrópu sem átti sér stað í síðustu viku hefur álagið hækkað á ný. Þannig stóð meðaláhættuálag á ríki Vestur Evrópu í 163 punktum í lok gærdagsins en það hafði farið niður í 151 punkt í byrjun síðustu viku. Þessa hækkun má einna helst rekja til mikillar hækkunar á skuldatryggingaálagi Grikklands og svo Írlands en annars hefur álagið verið að hækka á flest lönd Vestur Evrópu á milli þessara tveggja tímapunkta. Þannig stóð skuldatryggingaálagið á gríska ríkið í 749 punktum í lok dags í gær sem er um 89 punktum hærra en það var í byrjun síðustu viku. Álagið á írska ríkið hefur hækkað um 66 punkta á þessu tímabili en það stóð í lok dags í gær í 461 punkti. Þess má geta að á sama tíma hefur álagið á íslenska ríkið lækkað um 8 punkta og eru það einungis tvö ríki af öllum ríkjum Vestur Evrópu sem álagið lækkar á þessu tímabili, en álagið lækkaði einnig lítillega á Belgíu. Áhugavert er að bera sama skuldatryggingaálagið til eins árs og svo fimm ára og þá með tilliti til þróun álagsins á Ísland í samanburði við önnur ríki Vestur Evrópu. Þannig stóð álagið á Ríkissjóð Íslands til eins árs í lok dags í gær í 337 punktum, eða um 57 punktum hærra en álagið til fimm ára var í. Er þetta afar áhugavert í ljósi þess að Ísland er eina landið í þessum samanburði þar sem álagið til eins árs er hærra en það er til fimm ára. Af þessu er ljóst að fjárfestar telji almennt meiri líkur á að til greiðslufalls kunni að koma innan árs en innan fimm ára hjá íslenska ríkinu, öfugt við það sem þeir telja um önnur ríki. Þess má geta að erlendar skuldir ríkissjóðs er að langmestu leyti til skamms tíma heldur en lengri sem skýrir þennan mun á skuldatryggingaálagi Íslands til eins og fimm ára. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands til 5 ára hefur haldist undir 300 punktum frá því um miðjan október. Í lok dags í gær stóð álagið í 280 punktum (2,80%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-fréttaaveitunni. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessi þróun sé ekki almenn en eftir talsverða lækkun á skuldatryggingaálagi á ríki í Vestur-Evrópu sem átti sér stað í síðustu viku hefur álagið hækkað á ný. Þannig stóð meðaláhættuálag á ríki Vestur Evrópu í 163 punktum í lok gærdagsins en það hafði farið niður í 151 punkt í byrjun síðustu viku. Þessa hækkun má einna helst rekja til mikillar hækkunar á skuldatryggingaálagi Grikklands og svo Írlands en annars hefur álagið verið að hækka á flest lönd Vestur Evrópu á milli þessara tveggja tímapunkta. Þannig stóð skuldatryggingaálagið á gríska ríkið í 749 punktum í lok dags í gær sem er um 89 punktum hærra en það var í byrjun síðustu viku. Álagið á írska ríkið hefur hækkað um 66 punkta á þessu tímabili en það stóð í lok dags í gær í 461 punkti. Þess má geta að á sama tíma hefur álagið á íslenska ríkið lækkað um 8 punkta og eru það einungis tvö ríki af öllum ríkjum Vestur Evrópu sem álagið lækkar á þessu tímabili, en álagið lækkaði einnig lítillega á Belgíu. Áhugavert er að bera sama skuldatryggingaálagið til eins árs og svo fimm ára og þá með tilliti til þróun álagsins á Ísland í samanburði við önnur ríki Vestur Evrópu. Þannig stóð álagið á Ríkissjóð Íslands til eins árs í lok dags í gær í 337 punktum, eða um 57 punktum hærra en álagið til fimm ára var í. Er þetta afar áhugavert í ljósi þess að Ísland er eina landið í þessum samanburði þar sem álagið til eins árs er hærra en það er til fimm ára. Af þessu er ljóst að fjárfestar telji almennt meiri líkur á að til greiðslufalls kunni að koma innan árs en innan fimm ára hjá íslenska ríkinu, öfugt við það sem þeir telja um önnur ríki. Þess má geta að erlendar skuldir ríkissjóðs er að langmestu leyti til skamms tíma heldur en lengri sem skýrir þennan mun á skuldatryggingaálagi Íslands til eins og fimm ára.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira