Viðskipti innlent

Ráðin for­stöðu­kona markaðs­mála hjá Olís

Atli Ísleifsson skrifar
Þyrí Dröfn Konráðsdóttir.
Þyrí Dröfn Konráðsdóttir. Ólafur Már Svavarsson

Þyrí Dröfn Konráðsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðukona markaðsmála hjá Olís.

Í tilkynningu segir að hún muni leiða markaðsstarf Olís og tengdra félaga, svo sem ÓB, Glans og Grill 66, og styðja við áframhaldandi þróun á stefnu félagsins í nánu samstarfi við lykilstjórnendur. 

„Þyrí kemur til Olís frá N1 eftir að hafa starfað þar í áratug og hefur hún víðtæka reynslu af markaðsmálum og samskiptamálum ásamt því að hafa stýrt stafrænum málum fyrir N1 og markaðsmálum fyrir Festi. 

Þyrí hefur jafnframt víðtæka reynslu úr heimi fjármála og setið í stjórn Sýnar. Að auki hefur Þyrí tekið að sér fjölda Mentor verkefna hjá FKA með góðum árangri.

Þyrí er með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BSc-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.  

Olís rekur yfir 65 útsölustaði á landinu öllu. Í dag starfa á fjórða hundrað starfsmanna hjá Olís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×