Freista þess að aflétta gjaldeyrishöftum Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2010 18:45 Seðlabankinn og Samtök iðnaðarins hafa sett af stað prófverkefni til að aflétta gjaldeyrishöftunum og verður milljörðum í aflandskrónum hleypt í fjárfestingu á Íslandi. Viðskiptaráðherra segir þetta skref í átt að varanlegu afnámi haftanna. Samtök iðnaðarins boðuðu til sérstakrar kynningar á átaksverkefninu Ári nýsköpunar í húsakynnum Marels í dag. Í ávarpi sínu sagði Orri Hauksson, framkvæmdastjóri samtakanna, að þau væru í sérstöku prófverkefni með Seðlabankanum sem miðaði að því að koma aflandskrónum í vinnu í fjárfestingum á Íslandi. Nokkuð sem hefur verið ómögulegt hingað til vegna gjaldeyrishaftanna en óheimilt er að flytja íslenskar krónur af erlendum reikningum á reikninga íslenskra bankastofnana. „Það er þannig að það eru fjárfestar sem eru fastir með aflandskrónur í Lúxemborg sem hafa haft áhuga á því að koma inn í mjög spennandi verkefni á Íslandi. Við höfum verið að vinna með Seðlabankanum til að finna út leiðir til þess að þetta muni ekki ógna markmiðum um stöðugleika krónunnar þegar höftunum verður aflétt. Ég held að það hylli undir mjög góða niðurstöðu í því á næstunni" segir Orri Hauksson. Í hverju felast þessar lausnir? „Þær felast í því að hægt verður að tengja saman aflandskrónur við tiltekin langtímaverkefni," segir Orri. Um er að ræða milljarða króna sem koma til með glæða íslenskt atvinnulíf. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að þetta sé skref í átt að afnámi haftanna. Eruð þið vongóð um að ef þetta gefist vel þá geti þetta flýtt fyrir afnámi haftanna? „Það er mjög mikilvægt að finna þessum aflandskrónum farveg þannig að þær vinni til að skapa atvinnu, tækifæri og vöxt í íslensku efnahagslífi. (...) Hvert skref sem tekst að þessu leyti, losar um ósjálfbæra stöðu í krónueignum og finnur slíkum eignum farveg til lengri tíma, skilar okkur nær því að geta aflétt höftunum," segir Árni Páll. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Seðlabankinn og Samtök iðnaðarins hafa sett af stað prófverkefni til að aflétta gjaldeyrishöftunum og verður milljörðum í aflandskrónum hleypt í fjárfestingu á Íslandi. Viðskiptaráðherra segir þetta skref í átt að varanlegu afnámi haftanna. Samtök iðnaðarins boðuðu til sérstakrar kynningar á átaksverkefninu Ári nýsköpunar í húsakynnum Marels í dag. Í ávarpi sínu sagði Orri Hauksson, framkvæmdastjóri samtakanna, að þau væru í sérstöku prófverkefni með Seðlabankanum sem miðaði að því að koma aflandskrónum í vinnu í fjárfestingum á Íslandi. Nokkuð sem hefur verið ómögulegt hingað til vegna gjaldeyrishaftanna en óheimilt er að flytja íslenskar krónur af erlendum reikningum á reikninga íslenskra bankastofnana. „Það er þannig að það eru fjárfestar sem eru fastir með aflandskrónur í Lúxemborg sem hafa haft áhuga á því að koma inn í mjög spennandi verkefni á Íslandi. Við höfum verið að vinna með Seðlabankanum til að finna út leiðir til þess að þetta muni ekki ógna markmiðum um stöðugleika krónunnar þegar höftunum verður aflétt. Ég held að það hylli undir mjög góða niðurstöðu í því á næstunni" segir Orri Hauksson. Í hverju felast þessar lausnir? „Þær felast í því að hægt verður að tengja saman aflandskrónur við tiltekin langtímaverkefni," segir Orri. Um er að ræða milljarða króna sem koma til með glæða íslenskt atvinnulíf. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að þetta sé skref í átt að afnámi haftanna. Eruð þið vongóð um að ef þetta gefist vel þá geti þetta flýtt fyrir afnámi haftanna? „Það er mjög mikilvægt að finna þessum aflandskrónum farveg þannig að þær vinni til að skapa atvinnu, tækifæri og vöxt í íslensku efnahagslífi. (...) Hvert skref sem tekst að þessu leyti, losar um ósjálfbæra stöðu í krónueignum og finnur slíkum eignum farveg til lengri tíma, skilar okkur nær því að geta aflétt höftunum," segir Árni Páll.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira