Hagnaður Haga á tímabilinu mars - ágúst á þessu ári nam 470 milljónum króna. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem barst fjölmiðlum nú siðdegis. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skattanam 2.416 milljónum króna. Heildareignir samstæðunnar námu 24.324 milljónum króna í lok tímabilsins og eru 10-11 verslanirnar ekki inni í þeirri tölu.
