Fleiri fréttir Verður seld í opnu tilboðsferli Stjórnendum Vestia, eignarhaldsfélagi Landsbankans, var kunnugt um fjölskyldutengsl Sigurðar Arnars Sigurðssonar, nýráðins forstjóra Húsamiðjunnar, við Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóra FL Group, og leituðu ítarlegra upplýsinga um fjárhagsstöðu hans áður en Sigurður var ráðinn til að taka við forstjórastólnum í síðustu viku. 18.1.2010 04:00 Bakkabræður að missa Bakkavör Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru að missa eignarhald sitt á Bakkavör. Þeir létu setja sérstök ákvæði í lánasamninga fyrirtækisins sem gera það að verkum að kröfuhafar Bakkavarar, sem nú eru að taka félagið yfir, geta ekki skipt um stjórnendur. Bræðurnir verða því áfram við stjórnvölinn, þrátt fyrir nýja eigendur. 17.1.2010 18:45 Gæti verið langt í ákvörðun um sölu Haga Vikur eða mánuðir gætu verið þar til stjórn Arion banka tekur afstöðu til tilboðs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu í tæplega 96 prósenta hlut Arion í Högum, að sögn stjórnarmanns í bankanum. Tilboð Bónusfjölskyldunnar hafi sett málið í biðstöðu, en hefði það ekki komið til, væru Hagar nú til sölu. 17.1.2010 19:00 Blóðtaka fyrir ríkissjóð ef Actavis fer úr landi Ef Actavis verður yfirtekið af Deutsche Bank hefur það ekki neina afgerandi þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf að undanskildu að íslenska ríkið fer á mis við töluvert af skattekjum, að sögn Ásgeirs Jónssonar, hagfræðings. Það er þó háð því bankinn færi höfuðstöðvarnar úr landi, en engar vísbendingar eru um að það verði raunin. 17.1.2010 12:15 Pizzakóngur vill kaupa eignir Baugs Fjárfestirinn Hugh Osmond hefur áhuga á eignum Baugs og annarra breskra fyrirtækja sem standa illa. Í þarlendum fjölmiðlum í dag er hann sagður leita af ferskum viðskiptatækifærum. 17.1.2010 10:36 Deutsche Bank að yfirtaka Actavis - Björgólfur í minnihluta Björgólfur Thor Björgólfsson er að missa samheitalyfjafyrirtækið Actavis í hendur Deutsche Bank. Drög að samkomulagi um yfirtöku bankans á fyrirtækinu liggja fyrir, en þau gera ráð fyrir að Björgólfur haldi áfram utan um minnihluta í fyrirtækinu. 16.1.2010 18:30 Skiptastjóri Fons kannar riftun arðgreiðslu Óskar Sigurðsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Fons, er nú að skoða hvort hægt sé að rifta rúmlega fjögurra milljarða arðgreiðslu Fons til félags í eigu Pálma Haraldssonar í Lúxemborg ári fyrir bankahrun. Kröfur í þrotabú Fons nema 40 milljörðum króna. 16.1.2010 19:00 Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank. Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og eigandi Actavis, hefur þó ekki misst eignarhald á félaginu. 16.1.2010 12:14 Velta á fasteignamarkaði jókst Velta á fasteignamarkaði jókst um tæpar 200 milljónir króna í síðustu viku miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef fasteignamats ríkisins. Alls var 31 kaupsamningi vegna fasteigna þinglýst á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra var 21 samningi þinglýst. Heildarvelta nam tæpum 730 milljónum króna. 16.1.2010 11:30 Skuldatryggingarálag hækkar Skuldatryggingarálag hækkaði á fimmtudag eftir að hafa staðið í stað um skamma hríð í rúmlega 500 punktum og hækkaði upp í rúmlega 540 punkta. 16.1.2010 06:15 Icesave-arkitekt réð föðurbróður Hannesar Smárasonar sem Húsasmiðjuforstjóra Steinþór Baldursson, stjórnarformaður Húsasmiðjunnar og fyrrverandi yfirmaður alþjóðasviðs Landsbankans og einn af arkitektum Icesave, beitti sér fyrir ráðningu Sigurðar Arnars Sigurðssonar í stól forstjóra Húsasmiðjunnar. Sigurður Arnar er föðurbróðir og viðskiptafélagi Hannesar Smárasonar. 15.1.2010 18:45 Sjóvá í söluferli Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að annast formlegt söluferli á Sjóvá-Almennum tryggingum en söluferlið verður opið öllum fjárfestum er uppfylla tilgreind skilyrði samkvæmt tilkynningu frá Sjóvá. Þar segir einnig að tilboðin verða opnuð í viðurvist óháðs aðila. 15.1.2010 16:03 Sjö tónlistarmenn með meira en þrjár milljónir í STEF gjöld Alls fengu 38 íslenskir höfundar og aðrir innlendir rétthafar úthlutað meira en 1 milljónir kr. á árinu 2009 í STEF-gjöldum. Þar af fengu sjö úthlutað meira en 3 milljónir kr. 15.1.2010 14:59 Landsbankinn stefnir Stím-feðgum Fyrirtaka fór fram í morgun í skuldamáli sem Landsbankinn hefur höfðað gegn útgerðamanninum Flosa Valgeiri Jakobssyni og félags í eigu sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar. 15.1.2010 14:11 Mikil ásókn í verbúðirnar við Geirsgötu og á Grandagarði Alls bárust 61 umsóknir um 5 leigurými í verbúðunum við Geirsgötu og 32 umsóknir um 8 leigurými í verbúðunum við Grandagarð. 15.1.2010 13:37 Landsbankinn leysir til sín allt hlutafé Icelandic Group Landsbankinn mun á næstunni leysa til sín allt hlutafé í Icelandic Group. Áður hafði bankinn veitt nýstofnuðu skúffufyrirtæki í eigu fyrrum stjórnenda Icelandic Group 30 milljarða kr. kúlulán til að forða félaginu frá gjaldþroti. 15.1.2010 12:41 FME hefur lokið rannsókn í 50 málum Fjármálaeftirlitið hefur (FME) hefur haft sjötíu og sjö mál til rannsóknar til þessa dags sem tengjast falli bankanna. Eftirlitið hefur lokið rannsókn í fimmtíu málum og tuttugu og sjö eru enn í rannsókn. Alls hefur FME vísað þrjátíu og einu máli, þar sem grunur er um refsiverða háttsemi, til embættis sérstaks saksóknara. 15.1.2010 12:05 Árið 2009 var stærsta ferðamannaárið frá upphafi Heildarfjöldi ferðamanna á Íslandi að meðtöldum farþegum skemmtiferðaskipa var árið 2009 0,7% meiri en árið 2008, eða 566 þúsund miðað við 562 þúsund og því má gera ráð fyrir að um sé að ræða stærsta ferðamannaárið á Íslandi frá upphafi. 15.1.2010 11:58 Langtímaatvinnuleysi hefur þrettánfaldast á einu ári „Eins við mátti búast þá heldur áfram að fjölga í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár og í lok desember voru þeir alls 3.224 en höfðu verið 2.505 í lok nóvember. Þetta jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 29% í mánuðinum. Þess má geta að á sama tíma fyrir ári síðan höfðu 255 einstaklingar verið án atvinnu í ár og hefur fjöldi þeirra þar með nánast 13 faldast á einu ári." 15.1.2010 11:22 Ekki hægt að skulda Kredia meir en tæp 50.000 Öll umræða um að ungt fólk sökkvi sér í skuldir með SMS lánum vekur furðu forsvarsmanna Kredia. Í yfirlýsingu um málið segja þeir að ekki sé hægt að skulda Kredia meira en 49.511 kr. með kostnaði. 15.1.2010 10:53 Yfirtaka kröfuhafa á Atorku rædd á hluthafafundi Á dagskrá hluthafafundar Atorku í næstu viku er einungis eitt mál til umræðu, eða tillaga stjórnar Atorku Group hf. um að núverandi hlutafé í félaginu verði fært niður að fullu. Samhliða því að samþykkt verði að hækka hlutafé að nýju og að kröfuhafar félagsins skrái sig fyrir nýju hlutafé. 15.1.2010 10:16 Frávísunarkröfu gegn Imon vísað frá Frávísunarkröfu Landsbankans gegn eignarhaldsfélaginu Imon var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Imon ehf. er eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Ármann þar sem hann situr einn í stjórn. 15.1.2010 09:53 Góðgerðarsjóður fjármagnar Verne Global á Íslandi Verne Holdings ehf., móðurfélag Verne Global, tilkynnti í dag að það hefur undirritað endanlegan samning um hlutafjárframlag frá Wellcome Trust. Hlutafé frá Wellcome Trust fjármagnar að öllu leyti fyrsta áfanga heildsölugagnavers Verne Global á Íslandi. 15.1.2010 09:27 FME neitar að bera vitni fyrir hollenskri rannsóknarnefnd Fjármálaeftirlitið íslenska (FME) hefur neitað beiðni um að senda fulltrúa frá sér til að vitna fyrir hollenskri rannsóknarnefnd um orsakir fjármálakreppunnar. 15.1.2010 09:23 Wolf ítrekar að engin siðferðisleg skylda sé til að borga Icesave Martin Wolf einn af ritstjórum blaðsins Financial Times ritar grein í blaðið í dag þar sem hann ítrekar skoðanir sínar um að Íslendingar hafi engar siðferðilegar skyldur til að borga Icesave skuldir og hinar lögfræðilegu séu óljósar. Hann segir að það hafi verið brjálæði af hálfu fjárfesta að treyst íslenskum stjórnvöldum þegar þau sögðu að Icesave innistæðurnar væru tryggðar. 15.1.2010 09:00 Norræn samkeppni meðal hagfræðinga Norræna ráðherranefndin, í samstarfi við fjármálaráðuneytið í Danmörku, efnir til samkeppni meðal hagfræðinga með verðlaunum sem nema 250.000 danskra króna.. Verðlaunin, þar á meðal fyrstu verðlaun sem eru 150.000 danskar krónur, verða veitt fyrir bestu greiningu á því hvort efnahagsstefna undanfarins hagsveiflutímabils hafi verið í samræmi við markmið um stöðugleika í hagsveiflu. 15.1.2010 08:39 Eignir tryggingarfélaga lækkuðu milli mánaða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 135,8 milljörðum kr. í lok nóvember og lækkuðu um 0,3 milljarða kr. milli mánaða. 15.1.2010 08:11 FME gerði ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á Icesave Fjármálaeftirlitið gerði ekki ráð fyrir að ríkisábyrgð væri á Icesave innistæðum í Bretlandi og Hollandi þegar útibú Landsbankans þar voru stofnuð. Eftirlitið bendir á að hvergi í lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta sé talað um ríkisábyrgð. 14.1.2010 18:30 Lögmannsstofan Lex vill milljarð vegna innheimtu á kröfu fyrir Seðlabankann Lögmannsstofan Lex hefur nú krafist eins milljarðs króna þóknunar vegna innheimtu á kröfu fyrir Seðlabanka Íslands á hendur Sparisjóðabankanum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Lex er lögmannsstofa Seðlabanka Íslands. Sparisjóðabankinn er í slitameðferð en bankinn skuldar 14.1.2010 18:30 Segja engar eigur á Tortola Björgólfsfeðgar hafna því alfarið að óreiða hafi verið í bókhaldi eignarhaldsfélagsins Samsonar og að einstök viðskipti þess við önnur félög í eigu sömu eigenda hafi verið óeðlileg. Eignarhaldsfélagið Samson var stærsti eigandi Landsbankans. 14.1.2010 17:45 Gengi bréfa Bakkavarar féll um 9,5 prósent Gengi hlutabréfa Bakkavarar féllu um 9,52 prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel, sem lækkaði um 0,8 prósent, og Össurar, sem lækkaði um 0,6 prósent. 14.1.2010 17:41 Viðskipti á skuldabréfamarkaði námu 6,47 milljörðum Heildarvelta skuldabréfa á markaði í dag nam 6,47 milljörðum króna. Þar af var velta með verðtryggð íbúðabréf 2,93 milljarða og með óverðtryggð ríkisbréf 3,54 milljarða krónur. 14.1.2010 16:49 Hæstiréttur staðfestir sýknudóm yfir stjórnarmönnum Straums Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknudóm stjórnarmanna í Straumi fjárfestingabanka. Það var Vilhjálmur Bjarnason, lektor, sem höfðaði málið. 14.1.2010 16:30 Strauss-Kahn segir að endurskoðun AGS sé í biðstöðu Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að..."ef margar þjóðir í alþjóðasamfélaginu telji að við verðum að bíða með endurskoðun okkar á áætluninni fyrir Ísland munum við gera það." 14.1.2010 16:03 Jón Ásgeir ekki kallaður fyrir rannsóknarnefndina Útrásavíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki verið kallaður til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingi samkvæmt bloggi Sölva Tryggvasonar, fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, ekki heldur verið kallaður fyrir nefndina. 14.1.2010 15:38 Efnahagsaðstæður slæmar að mati 92% stjórnenda Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar að mati 92% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins, 8% telja aðstæður hvorki góðar né slæmar og enginn telur þær góðar. 14.1.2010 14:27 Um 600 manns hafa nýtt sér lausnir Arion banka Um sex hundruð einstaklingar og fjölskyldur hafa nú nýtt sér lausnir Arion banka sem kynntar voru í byrjun desember 2009. Um 20% þeirra sem voru með erlend íbúðalán hafa nú þegar breytt þeim í íslensk lán og hefur höfuðstóll þeirra lækkað um allt að 30 til 40 prósent. 14.1.2010 14:11 Hagfræðiprófessor: Ísland þarf alþjóðlega skuldastjórnum Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980. 14.1.2010 14:03 Skuldatrygging: Fjárfestar treysta Írak betur en Íslandi Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð tók mikinn kipp upp á við í dag samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA). Er nú svo komið að alþjóðlegir fjárfestar treysta fjármunum sínum betur í hinu stríðshrjáða Írak en á Íslandi. 14.1.2010 13:13 SA vill fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins (SA) hvetja eigendur og stjórnendur fyrirtækja til að nýta vel þau tækifæri sem gefast á komandi vikum, mánuðum og misserum til að fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins. Framundan er fjöldi aðalfunda þar sem tækifæri gefast til að auka hlut kvenna í atvinnulífinu en SA telja það bæði nauðsynlegt og skynsamlegt. 14.1.2010 12:32 Skráð atvinnuleysi var 8,2% í desember Skráð atvinnuleysi í desember 2009 var 8,2% eða að meðaltali 13.776 manns og eykst atvinnuleysi um 3,1% að meðaltali frá nóvember eða um 419 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 4,8%, eða 7.902 manns. 14.1.2010 12:16 Kortavelta sýnir minnkandi samdrátt í einkaneyslu Kortavelt á síðasta ársfjórðungi í fyrra sýnir að minnkandi samdráttur er í einkaneyslunni hérlendis og raunar er samdrátturinn minni en spár gerðu ráð fyrir. 14.1.2010 12:11 Uppbygging gjaldeyrisforðann gengur hægar en ráðgert var Uppbygging gjaldeyrisforða landsins gengur hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Af þessum sökum eru talsverðar líkur á að afnám gjaldeyrishaftanna dragist á langinn. 14.1.2010 12:05 Engin kreppa í golfferðum Íslendinga VITAgolf hefur selt 450 manns í golfferðir á rúmlega tveimum vikum. Sala golfferðanna hófst milli jóla og nýárs. 14.1.2010 11:52 Skipakomur til Faxaflóahafna svipaðar milli ára Á árinu 2009 komu 1504 skip til hafnar hjá Faxaflóahöfnum og er það álíka fjöldi og árið 2008 en þá komu 1523 skip. 14.1.2010 10:20 Sjá næstu 50 fréttir
Verður seld í opnu tilboðsferli Stjórnendum Vestia, eignarhaldsfélagi Landsbankans, var kunnugt um fjölskyldutengsl Sigurðar Arnars Sigurðssonar, nýráðins forstjóra Húsamiðjunnar, við Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóra FL Group, og leituðu ítarlegra upplýsinga um fjárhagsstöðu hans áður en Sigurður var ráðinn til að taka við forstjórastólnum í síðustu viku. 18.1.2010 04:00
Bakkabræður að missa Bakkavör Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru að missa eignarhald sitt á Bakkavör. Þeir létu setja sérstök ákvæði í lánasamninga fyrirtækisins sem gera það að verkum að kröfuhafar Bakkavarar, sem nú eru að taka félagið yfir, geta ekki skipt um stjórnendur. Bræðurnir verða því áfram við stjórnvölinn, þrátt fyrir nýja eigendur. 17.1.2010 18:45
Gæti verið langt í ákvörðun um sölu Haga Vikur eða mánuðir gætu verið þar til stjórn Arion banka tekur afstöðu til tilboðs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu í tæplega 96 prósenta hlut Arion í Högum, að sögn stjórnarmanns í bankanum. Tilboð Bónusfjölskyldunnar hafi sett málið í biðstöðu, en hefði það ekki komið til, væru Hagar nú til sölu. 17.1.2010 19:00
Blóðtaka fyrir ríkissjóð ef Actavis fer úr landi Ef Actavis verður yfirtekið af Deutsche Bank hefur það ekki neina afgerandi þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf að undanskildu að íslenska ríkið fer á mis við töluvert af skattekjum, að sögn Ásgeirs Jónssonar, hagfræðings. Það er þó háð því bankinn færi höfuðstöðvarnar úr landi, en engar vísbendingar eru um að það verði raunin. 17.1.2010 12:15
Pizzakóngur vill kaupa eignir Baugs Fjárfestirinn Hugh Osmond hefur áhuga á eignum Baugs og annarra breskra fyrirtækja sem standa illa. Í þarlendum fjölmiðlum í dag er hann sagður leita af ferskum viðskiptatækifærum. 17.1.2010 10:36
Deutsche Bank að yfirtaka Actavis - Björgólfur í minnihluta Björgólfur Thor Björgólfsson er að missa samheitalyfjafyrirtækið Actavis í hendur Deutsche Bank. Drög að samkomulagi um yfirtöku bankans á fyrirtækinu liggja fyrir, en þau gera ráð fyrir að Björgólfur haldi áfram utan um minnihluta í fyrirtækinu. 16.1.2010 18:30
Skiptastjóri Fons kannar riftun arðgreiðslu Óskar Sigurðsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Fons, er nú að skoða hvort hægt sé að rifta rúmlega fjögurra milljarða arðgreiðslu Fons til félags í eigu Pálma Haraldssonar í Lúxemborg ári fyrir bankahrun. Kröfur í þrotabú Fons nema 40 milljörðum króna. 16.1.2010 19:00
Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank. Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og eigandi Actavis, hefur þó ekki misst eignarhald á félaginu. 16.1.2010 12:14
Velta á fasteignamarkaði jókst Velta á fasteignamarkaði jókst um tæpar 200 milljónir króna í síðustu viku miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef fasteignamats ríkisins. Alls var 31 kaupsamningi vegna fasteigna þinglýst á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra var 21 samningi þinglýst. Heildarvelta nam tæpum 730 milljónum króna. 16.1.2010 11:30
Skuldatryggingarálag hækkar Skuldatryggingarálag hækkaði á fimmtudag eftir að hafa staðið í stað um skamma hríð í rúmlega 500 punktum og hækkaði upp í rúmlega 540 punkta. 16.1.2010 06:15
Icesave-arkitekt réð föðurbróður Hannesar Smárasonar sem Húsasmiðjuforstjóra Steinþór Baldursson, stjórnarformaður Húsasmiðjunnar og fyrrverandi yfirmaður alþjóðasviðs Landsbankans og einn af arkitektum Icesave, beitti sér fyrir ráðningu Sigurðar Arnars Sigurðssonar í stól forstjóra Húsasmiðjunnar. Sigurður Arnar er föðurbróðir og viðskiptafélagi Hannesar Smárasonar. 15.1.2010 18:45
Sjóvá í söluferli Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að annast formlegt söluferli á Sjóvá-Almennum tryggingum en söluferlið verður opið öllum fjárfestum er uppfylla tilgreind skilyrði samkvæmt tilkynningu frá Sjóvá. Þar segir einnig að tilboðin verða opnuð í viðurvist óháðs aðila. 15.1.2010 16:03
Sjö tónlistarmenn með meira en þrjár milljónir í STEF gjöld Alls fengu 38 íslenskir höfundar og aðrir innlendir rétthafar úthlutað meira en 1 milljónir kr. á árinu 2009 í STEF-gjöldum. Þar af fengu sjö úthlutað meira en 3 milljónir kr. 15.1.2010 14:59
Landsbankinn stefnir Stím-feðgum Fyrirtaka fór fram í morgun í skuldamáli sem Landsbankinn hefur höfðað gegn útgerðamanninum Flosa Valgeiri Jakobssyni og félags í eigu sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar. 15.1.2010 14:11
Mikil ásókn í verbúðirnar við Geirsgötu og á Grandagarði Alls bárust 61 umsóknir um 5 leigurými í verbúðunum við Geirsgötu og 32 umsóknir um 8 leigurými í verbúðunum við Grandagarð. 15.1.2010 13:37
Landsbankinn leysir til sín allt hlutafé Icelandic Group Landsbankinn mun á næstunni leysa til sín allt hlutafé í Icelandic Group. Áður hafði bankinn veitt nýstofnuðu skúffufyrirtæki í eigu fyrrum stjórnenda Icelandic Group 30 milljarða kr. kúlulán til að forða félaginu frá gjaldþroti. 15.1.2010 12:41
FME hefur lokið rannsókn í 50 málum Fjármálaeftirlitið hefur (FME) hefur haft sjötíu og sjö mál til rannsóknar til þessa dags sem tengjast falli bankanna. Eftirlitið hefur lokið rannsókn í fimmtíu málum og tuttugu og sjö eru enn í rannsókn. Alls hefur FME vísað þrjátíu og einu máli, þar sem grunur er um refsiverða háttsemi, til embættis sérstaks saksóknara. 15.1.2010 12:05
Árið 2009 var stærsta ferðamannaárið frá upphafi Heildarfjöldi ferðamanna á Íslandi að meðtöldum farþegum skemmtiferðaskipa var árið 2009 0,7% meiri en árið 2008, eða 566 þúsund miðað við 562 þúsund og því má gera ráð fyrir að um sé að ræða stærsta ferðamannaárið á Íslandi frá upphafi. 15.1.2010 11:58
Langtímaatvinnuleysi hefur þrettánfaldast á einu ári „Eins við mátti búast þá heldur áfram að fjölga í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár og í lok desember voru þeir alls 3.224 en höfðu verið 2.505 í lok nóvember. Þetta jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 29% í mánuðinum. Þess má geta að á sama tíma fyrir ári síðan höfðu 255 einstaklingar verið án atvinnu í ár og hefur fjöldi þeirra þar með nánast 13 faldast á einu ári." 15.1.2010 11:22
Ekki hægt að skulda Kredia meir en tæp 50.000 Öll umræða um að ungt fólk sökkvi sér í skuldir með SMS lánum vekur furðu forsvarsmanna Kredia. Í yfirlýsingu um málið segja þeir að ekki sé hægt að skulda Kredia meira en 49.511 kr. með kostnaði. 15.1.2010 10:53
Yfirtaka kröfuhafa á Atorku rædd á hluthafafundi Á dagskrá hluthafafundar Atorku í næstu viku er einungis eitt mál til umræðu, eða tillaga stjórnar Atorku Group hf. um að núverandi hlutafé í félaginu verði fært niður að fullu. Samhliða því að samþykkt verði að hækka hlutafé að nýju og að kröfuhafar félagsins skrái sig fyrir nýju hlutafé. 15.1.2010 10:16
Frávísunarkröfu gegn Imon vísað frá Frávísunarkröfu Landsbankans gegn eignarhaldsfélaginu Imon var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Imon ehf. er eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Ármann þar sem hann situr einn í stjórn. 15.1.2010 09:53
Góðgerðarsjóður fjármagnar Verne Global á Íslandi Verne Holdings ehf., móðurfélag Verne Global, tilkynnti í dag að það hefur undirritað endanlegan samning um hlutafjárframlag frá Wellcome Trust. Hlutafé frá Wellcome Trust fjármagnar að öllu leyti fyrsta áfanga heildsölugagnavers Verne Global á Íslandi. 15.1.2010 09:27
FME neitar að bera vitni fyrir hollenskri rannsóknarnefnd Fjármálaeftirlitið íslenska (FME) hefur neitað beiðni um að senda fulltrúa frá sér til að vitna fyrir hollenskri rannsóknarnefnd um orsakir fjármálakreppunnar. 15.1.2010 09:23
Wolf ítrekar að engin siðferðisleg skylda sé til að borga Icesave Martin Wolf einn af ritstjórum blaðsins Financial Times ritar grein í blaðið í dag þar sem hann ítrekar skoðanir sínar um að Íslendingar hafi engar siðferðilegar skyldur til að borga Icesave skuldir og hinar lögfræðilegu séu óljósar. Hann segir að það hafi verið brjálæði af hálfu fjárfesta að treyst íslenskum stjórnvöldum þegar þau sögðu að Icesave innistæðurnar væru tryggðar. 15.1.2010 09:00
Norræn samkeppni meðal hagfræðinga Norræna ráðherranefndin, í samstarfi við fjármálaráðuneytið í Danmörku, efnir til samkeppni meðal hagfræðinga með verðlaunum sem nema 250.000 danskra króna.. Verðlaunin, þar á meðal fyrstu verðlaun sem eru 150.000 danskar krónur, verða veitt fyrir bestu greiningu á því hvort efnahagsstefna undanfarins hagsveiflutímabils hafi verið í samræmi við markmið um stöðugleika í hagsveiflu. 15.1.2010 08:39
Eignir tryggingarfélaga lækkuðu milli mánaða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 135,8 milljörðum kr. í lok nóvember og lækkuðu um 0,3 milljarða kr. milli mánaða. 15.1.2010 08:11
FME gerði ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á Icesave Fjármálaeftirlitið gerði ekki ráð fyrir að ríkisábyrgð væri á Icesave innistæðum í Bretlandi og Hollandi þegar útibú Landsbankans þar voru stofnuð. Eftirlitið bendir á að hvergi í lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta sé talað um ríkisábyrgð. 14.1.2010 18:30
Lögmannsstofan Lex vill milljarð vegna innheimtu á kröfu fyrir Seðlabankann Lögmannsstofan Lex hefur nú krafist eins milljarðs króna þóknunar vegna innheimtu á kröfu fyrir Seðlabanka Íslands á hendur Sparisjóðabankanum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Lex er lögmannsstofa Seðlabanka Íslands. Sparisjóðabankinn er í slitameðferð en bankinn skuldar 14.1.2010 18:30
Segja engar eigur á Tortola Björgólfsfeðgar hafna því alfarið að óreiða hafi verið í bókhaldi eignarhaldsfélagsins Samsonar og að einstök viðskipti þess við önnur félög í eigu sömu eigenda hafi verið óeðlileg. Eignarhaldsfélagið Samson var stærsti eigandi Landsbankans. 14.1.2010 17:45
Gengi bréfa Bakkavarar féll um 9,5 prósent Gengi hlutabréfa Bakkavarar féllu um 9,52 prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel, sem lækkaði um 0,8 prósent, og Össurar, sem lækkaði um 0,6 prósent. 14.1.2010 17:41
Viðskipti á skuldabréfamarkaði námu 6,47 milljörðum Heildarvelta skuldabréfa á markaði í dag nam 6,47 milljörðum króna. Þar af var velta með verðtryggð íbúðabréf 2,93 milljarða og með óverðtryggð ríkisbréf 3,54 milljarða krónur. 14.1.2010 16:49
Hæstiréttur staðfestir sýknudóm yfir stjórnarmönnum Straums Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknudóm stjórnarmanna í Straumi fjárfestingabanka. Það var Vilhjálmur Bjarnason, lektor, sem höfðaði málið. 14.1.2010 16:30
Strauss-Kahn segir að endurskoðun AGS sé í biðstöðu Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að..."ef margar þjóðir í alþjóðasamfélaginu telji að við verðum að bíða með endurskoðun okkar á áætluninni fyrir Ísland munum við gera það." 14.1.2010 16:03
Jón Ásgeir ekki kallaður fyrir rannsóknarnefndina Útrásavíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki verið kallaður til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingi samkvæmt bloggi Sölva Tryggvasonar, fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, ekki heldur verið kallaður fyrir nefndina. 14.1.2010 15:38
Efnahagsaðstæður slæmar að mati 92% stjórnenda Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar að mati 92% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins, 8% telja aðstæður hvorki góðar né slæmar og enginn telur þær góðar. 14.1.2010 14:27
Um 600 manns hafa nýtt sér lausnir Arion banka Um sex hundruð einstaklingar og fjölskyldur hafa nú nýtt sér lausnir Arion banka sem kynntar voru í byrjun desember 2009. Um 20% þeirra sem voru með erlend íbúðalán hafa nú þegar breytt þeim í íslensk lán og hefur höfuðstóll þeirra lækkað um allt að 30 til 40 prósent. 14.1.2010 14:11
Hagfræðiprófessor: Ísland þarf alþjóðlega skuldastjórnum Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980. 14.1.2010 14:03
Skuldatrygging: Fjárfestar treysta Írak betur en Íslandi Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð tók mikinn kipp upp á við í dag samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA). Er nú svo komið að alþjóðlegir fjárfestar treysta fjármunum sínum betur í hinu stríðshrjáða Írak en á Íslandi. 14.1.2010 13:13
SA vill fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins (SA) hvetja eigendur og stjórnendur fyrirtækja til að nýta vel þau tækifæri sem gefast á komandi vikum, mánuðum og misserum til að fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins. Framundan er fjöldi aðalfunda þar sem tækifæri gefast til að auka hlut kvenna í atvinnulífinu en SA telja það bæði nauðsynlegt og skynsamlegt. 14.1.2010 12:32
Skráð atvinnuleysi var 8,2% í desember Skráð atvinnuleysi í desember 2009 var 8,2% eða að meðaltali 13.776 manns og eykst atvinnuleysi um 3,1% að meðaltali frá nóvember eða um 419 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 4,8%, eða 7.902 manns. 14.1.2010 12:16
Kortavelta sýnir minnkandi samdrátt í einkaneyslu Kortavelt á síðasta ársfjórðungi í fyrra sýnir að minnkandi samdráttur er í einkaneyslunni hérlendis og raunar er samdrátturinn minni en spár gerðu ráð fyrir. 14.1.2010 12:11
Uppbygging gjaldeyrisforðann gengur hægar en ráðgert var Uppbygging gjaldeyrisforða landsins gengur hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Af þessum sökum eru talsverðar líkur á að afnám gjaldeyrishaftanna dragist á langinn. 14.1.2010 12:05
Engin kreppa í golfferðum Íslendinga VITAgolf hefur selt 450 manns í golfferðir á rúmlega tveimum vikum. Sala golfferðanna hófst milli jóla og nýárs. 14.1.2010 11:52
Skipakomur til Faxaflóahafna svipaðar milli ára Á árinu 2009 komu 1504 skip til hafnar hjá Faxaflóahöfnum og er það álíka fjöldi og árið 2008 en þá komu 1523 skip. 14.1.2010 10:20