Blóðtaka fyrir ríkissjóð ef Actavis fer úr landi Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. janúar 2010 12:15 Ef Actavis verður yfirtekið af Deutsche Bank hefur það ekki neina afgerandi þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf að undanskildu að íslenska ríkið fer á mis við töluvert af skattekjum, að sögn Ásgeirs Jónssonar, hagfræðings. Það er þó háð því bankinn færi höfuðstöðvarnar úr landi, en engar vísbendingar eru um að það verði raunin. Ásgeir Jónsson segir að þegar erlendir aðilar skoði Ísland og skuldastöðu íslenskra fyrirtækja skoði þeir heildarskuldastöðu fyrirtækjanna. Þess vegna sé m.a vikið að samtölu erlendra skulda íslenskra fyrirtækja í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna efnahagsáætlunar fyrir Ísland, en þar birtist samheitalyfjafyrirtækið Actavis með þúsund milljarða króna í erlendum skuldum, en skuldirnar eru 70 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Meira en 90 prósent tekna frá erlendum mörkuðum Deutsche Bank fjármagnaði að langstærstum huta yfirtöku Novators á Actavis sumarið 2007. Eins og fréttastofa greindi frá í gær samkvæmt heimildum hafa verið gerð drög að samkomulagi um yfirtöku þýska bankans á meirihluta í fyrirtækinu, en Björgólfur Thor Björgólfsson eigandi Novators hefur hafnað því að slík áform séu uppi á borðum.Meira en 90 prósent af tekjum Actavis koma frá erlendum mörkuðum. Ef fyrirtækið yrði í erlendri eigu og flytti höfuðstöðvar sínar úr landi myndi það ekki greiða tekjuskatt hér á landi, því færi íslenska ríkið á mis við mjög mikið af skatttekjum. Ef Deutsche Bank ákveddi að hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins áfram hér á Íslandi það greiða áfram tekjuskatt hér.Að sögn Ásgeirs Jónssonar er tilhneiging hjá fyrirtækjum að ráða starfsfólk frá því landi sem það hefur höfuðstöðvar. Því ætti erlent eignarhald á Actavis, ef það verður einhvern tímann að veruleika, ekki að hafa teljandi áhrif á starfsmannahaldið. Jafnframt hefur verið bent á að óábyrgt sé að skipta út stjórnendum og starfsfólki sem hafi byggt upp sérþekkingu á viðkomandi markaði um langa hríð.Þegar Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út úr Actavis sumarið 2007 með 5 milljarða evra láni frá Deutsche Bank, hundrað milljóna evra láni frá Kaupþingi og 206 milljóna evra láni frá Landsbankanum í Lundúnum, átti sér stað gríðarleg innspýting fjármagns inn í íslenskt efnahagslíf. Þessum peningum var varið af stórum hluta með fjárfestingu hér á landi með jákvæðum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Tengdar fréttir Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank. Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og eigandi Actavis, hefur þó ekki misst eignarhald á félaginu. 16. janúar 2010 12:14 Deutsche Bank að yfirtaka Actavis - Björgólfur í minnihluta Björgólfur Thor Björgólfsson er að missa samheitalyfjafyrirtækið Actavis í hendur Deutsche Bank. Drög að samkomulagi um yfirtöku bankans á fyrirtækinu liggja fyrir, en þau gera ráð fyrir að Björgólfur haldi áfram utan um minnihluta í fyrirtækinu. 16. janúar 2010 18:30 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Ef Actavis verður yfirtekið af Deutsche Bank hefur það ekki neina afgerandi þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf að undanskildu að íslenska ríkið fer á mis við töluvert af skattekjum, að sögn Ásgeirs Jónssonar, hagfræðings. Það er þó háð því bankinn færi höfuðstöðvarnar úr landi, en engar vísbendingar eru um að það verði raunin. Ásgeir Jónsson segir að þegar erlendir aðilar skoði Ísland og skuldastöðu íslenskra fyrirtækja skoði þeir heildarskuldastöðu fyrirtækjanna. Þess vegna sé m.a vikið að samtölu erlendra skulda íslenskra fyrirtækja í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna efnahagsáætlunar fyrir Ísland, en þar birtist samheitalyfjafyrirtækið Actavis með þúsund milljarða króna í erlendum skuldum, en skuldirnar eru 70 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Meira en 90 prósent tekna frá erlendum mörkuðum Deutsche Bank fjármagnaði að langstærstum huta yfirtöku Novators á Actavis sumarið 2007. Eins og fréttastofa greindi frá í gær samkvæmt heimildum hafa verið gerð drög að samkomulagi um yfirtöku þýska bankans á meirihluta í fyrirtækinu, en Björgólfur Thor Björgólfsson eigandi Novators hefur hafnað því að slík áform séu uppi á borðum.Meira en 90 prósent af tekjum Actavis koma frá erlendum mörkuðum. Ef fyrirtækið yrði í erlendri eigu og flytti höfuðstöðvar sínar úr landi myndi það ekki greiða tekjuskatt hér á landi, því færi íslenska ríkið á mis við mjög mikið af skatttekjum. Ef Deutsche Bank ákveddi að hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins áfram hér á Íslandi það greiða áfram tekjuskatt hér.Að sögn Ásgeirs Jónssonar er tilhneiging hjá fyrirtækjum að ráða starfsfólk frá því landi sem það hefur höfuðstöðvar. Því ætti erlent eignarhald á Actavis, ef það verður einhvern tímann að veruleika, ekki að hafa teljandi áhrif á starfsmannahaldið. Jafnframt hefur verið bent á að óábyrgt sé að skipta út stjórnendum og starfsfólki sem hafi byggt upp sérþekkingu á viðkomandi markaði um langa hríð.Þegar Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út úr Actavis sumarið 2007 með 5 milljarða evra láni frá Deutsche Bank, hundrað milljóna evra láni frá Kaupþingi og 206 milljóna evra láni frá Landsbankanum í Lundúnum, átti sér stað gríðarleg innspýting fjármagns inn í íslenskt efnahagslíf. Þessum peningum var varið af stórum hluta með fjárfestingu hér á landi með jákvæðum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki og atvinnulíf.
Tengdar fréttir Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank. Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og eigandi Actavis, hefur þó ekki misst eignarhald á félaginu. 16. janúar 2010 12:14 Deutsche Bank að yfirtaka Actavis - Björgólfur í minnihluta Björgólfur Thor Björgólfsson er að missa samheitalyfjafyrirtækið Actavis í hendur Deutsche Bank. Drög að samkomulagi um yfirtöku bankans á fyrirtækinu liggja fyrir, en þau gera ráð fyrir að Björgólfur haldi áfram utan um minnihluta í fyrirtækinu. 16. janúar 2010 18:30 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank. Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og eigandi Actavis, hefur þó ekki misst eignarhald á félaginu. 16. janúar 2010 12:14
Deutsche Bank að yfirtaka Actavis - Björgólfur í minnihluta Björgólfur Thor Björgólfsson er að missa samheitalyfjafyrirtækið Actavis í hendur Deutsche Bank. Drög að samkomulagi um yfirtöku bankans á fyrirtækinu liggja fyrir, en þau gera ráð fyrir að Björgólfur haldi áfram utan um minnihluta í fyrirtækinu. 16. janúar 2010 18:30