Efnahagsaðstæður slæmar að mati 92% stjórnenda 14. janúar 2010 14:27 Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar að mati 92% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins, 8% telja aðstæður hvorki góðar né slæmar og enginn telur þær góðar. Er þetta meðal niðurstaðna ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, en könnunin var gerð í desember 2009. Greint er frá könnuninni á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að enn muni syrta í álinn að mati 43% stjórnenda sem telja að aðstæður í efnahagslífinu eigi eftir að verða enn verri eftir sex mánuði, 39% telja að aðstæður verði óbreyttar en aðeins 18% telja að það horfi til betri vegar. Fækkun starfsfólks er fyrirhuguð hjá 37% fyrirtækja á næstu 6 mánuðum, 49% hyggjast halda óbreyttum starfsmannafjölda en 14% ætla að bæta við sig starfsfólki. Ef miðað er við síðustu könnun sem gerð var síðastliðið haust þá mátu 95% aðstæður í efnahagslífinu afleitar en nú ber svo við að það dregur úr bjartsýni á að aðstæður þróist til betri vegar á næstu mánuðum og fleiri en áður telja að aðstæður verði verri. Vísitala efnahagslífsins er nú botnfrosin í gildinu núll líkt og hún hefur verið nær allt síðastliðið ár. Nær allir sem spurðir voru telja sig hafa nægt starfsfólk (92,5%) og aðeins 7,5% telja sig búa við skort á starfsfólki. Þá er ljóst að fyrirtæki landsins reikna með minnkandi innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu (42%) eða að hún standi í stað (42%) en aðeins lítill hluti (16%) telur að innlend eftirspurn eftir vörum og þjónustu aukist næsta hálfa árið. Aftur á móti gerir tæpur helmingur fyrirtækja ráð fyrir að erlend eftirspurn eftir vörum og þjónustu aukist á næstu sex mánuðum (45%) og svipaður fjöldi gerir ráð fyrir að eftirspurn standi í stað (44%). Aðeins 11% gera ráð fyrir að erlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum. Varðandi stöðu fyrirtækjanna og rekstrarhorfur þá segir tæpur þriðjungur (30%) að framlegð af rekstri (EBITDA) hafi aukist síðastliðna 6 mánuði, þriðjungur (33%) segir hana óbreytta en 37% segja hana hafa minnkað. Varðandi framtíðarhorfur gera 43% ráð fyrir að framlegð af rekstri muni minnka, 40% að hún standi í stað og 17% gera ráð fyrir að hún aukist. Verðbólguvæntingar eru á uppleið, enda skiljanlegt með hliðsjón af skattahækkunum. Það er ljóst að forsvarsmenn fyrirtækja eru ekki að sjá ljósið á næstu 6 mánuðum og bíða verður töluvert lengur eftir því að botni verði náð. Skattahækkanir og skuldavandi, skortur á aðgerðum, framkvæmdum og fjárfestingum spila þarna inn í. Framtíðarsýnin er því áfram dökk enda er veruleg lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta ekki í sjónmáli. Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar að mati 92% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins, 8% telja aðstæður hvorki góðar né slæmar og enginn telur þær góðar. Er þetta meðal niðurstaðna ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, en könnunin var gerð í desember 2009. Greint er frá könnuninni á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að enn muni syrta í álinn að mati 43% stjórnenda sem telja að aðstæður í efnahagslífinu eigi eftir að verða enn verri eftir sex mánuði, 39% telja að aðstæður verði óbreyttar en aðeins 18% telja að það horfi til betri vegar. Fækkun starfsfólks er fyrirhuguð hjá 37% fyrirtækja á næstu 6 mánuðum, 49% hyggjast halda óbreyttum starfsmannafjölda en 14% ætla að bæta við sig starfsfólki. Ef miðað er við síðustu könnun sem gerð var síðastliðið haust þá mátu 95% aðstæður í efnahagslífinu afleitar en nú ber svo við að það dregur úr bjartsýni á að aðstæður þróist til betri vegar á næstu mánuðum og fleiri en áður telja að aðstæður verði verri. Vísitala efnahagslífsins er nú botnfrosin í gildinu núll líkt og hún hefur verið nær allt síðastliðið ár. Nær allir sem spurðir voru telja sig hafa nægt starfsfólk (92,5%) og aðeins 7,5% telja sig búa við skort á starfsfólki. Þá er ljóst að fyrirtæki landsins reikna með minnkandi innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu (42%) eða að hún standi í stað (42%) en aðeins lítill hluti (16%) telur að innlend eftirspurn eftir vörum og þjónustu aukist næsta hálfa árið. Aftur á móti gerir tæpur helmingur fyrirtækja ráð fyrir að erlend eftirspurn eftir vörum og þjónustu aukist á næstu sex mánuðum (45%) og svipaður fjöldi gerir ráð fyrir að eftirspurn standi í stað (44%). Aðeins 11% gera ráð fyrir að erlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum. Varðandi stöðu fyrirtækjanna og rekstrarhorfur þá segir tæpur þriðjungur (30%) að framlegð af rekstri (EBITDA) hafi aukist síðastliðna 6 mánuði, þriðjungur (33%) segir hana óbreytta en 37% segja hana hafa minnkað. Varðandi framtíðarhorfur gera 43% ráð fyrir að framlegð af rekstri muni minnka, 40% að hún standi í stað og 17% gera ráð fyrir að hún aukist. Verðbólguvæntingar eru á uppleið, enda skiljanlegt með hliðsjón af skattahækkunum. Það er ljóst að forsvarsmenn fyrirtækja eru ekki að sjá ljósið á næstu 6 mánuðum og bíða verður töluvert lengur eftir því að botni verði náð. Skattahækkanir og skuldavandi, skortur á aðgerðum, framkvæmdum og fjárfestingum spila þarna inn í. Framtíðarsýnin er því áfram dökk enda er veruleg lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta ekki í sjónmáli.
Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira