Hagfræðiprófessor: Ísland þarf alþjóðlega skuldastjórnum 14. janúar 2010 14:03 Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980. Þetta kemur fram í grein sem Wijnbergen skrifar á vefsíðu nrc handelsblad. Wijnbergen gegnir nú prófessorstöðu við háskólann í Amsterdam en hann vann áður um 13 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Þar kom hann að framkvæmd Brady áætlunarinnar fyrir Mexíkó á sínum tíma. Samkvæmt henni voru erlendar skuldir landsins afskrifaðar um 40%. Þetta leiddi til þess að erlendar fjárfestingar flæddu að nýju inni í landið og Mexíkó tókst að rétta úr kútnum eftir alvarlega fjármálakreppu. Í grein sinni húðskammar Wijnbergen fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, fyrir afstöðu hans í málinu og það sem hann kallar siðprúðu sveitina (morality brigade) í Hollandi sem hafi risið upp á afturfæturna í vandlætingu sinni yfir því að Íslendingar ætluðu ekki að borga skuldir sínar. Þá furðar Wijnbergen sig á ummælum Age Bakker forstjóra Hollandsdeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í hollenska sjónvarpinu um að aðstoð AGS við Ísland myndi frestast vegna Icesavemálsins. Wijnbergen segir að aðstoð AGS við Ísland hafi ekkert með Bakker að gera. Ákvarðanir AGS á Íslandi séu á borði framkvæmdastjórnar sjóðsins en ekki í höndum Bakker. Wijnbergen segir að Wouter Bos, og Gordon Brown, hafi ákveðið einhliða að bæta innistæðueigendum á Icesave tap sitt langt umfram þá upphæð sem reglugerðir geri ráð fyrir. Í Bretlandi upp að 50.000 pundum og í Hollandi upp að 100.000 evrum. Síðan hafi þeir tveir skellt þessum aukaskuldum á herðar Íslendinga. Það sé svo undarlegt að Bos hafi ekki spurt hollenska þingið um hvort hann hefði leyfi til þess að auka þannig innistæðutrygginguna á Icesave. Wijnbergen nefnir þá staðreynd að erlendar skuldir Íslands nemi nú 300% til 390% af landsframleiðslu landsins. Skuldakreppan í þriðja heiminum á níunda áratug síðustu aldrar hafi kennt mönnum hverning eigi að taka á slíku vandamái. „Að krefjast fullrar endurgreiðslu í þessum kringumstæðum leiðir bara til slíks umróts að kröfuhafar fái enn minna í sinn hlut en ef þeir myndu draga úr kröfum sínum," segir Wijnbergen. „Kröfuhafar eigi ekki að starfa hver fyrir sig. Alþjóðasamfélagið á ekki að leyfa Brown og Bos að krefjast þess að fá forgang umfram aðra kröfuhafa. Einhverjir, hugsanlega Norðurlöndin, ættu að samræma aðgerðir kröfuhafanna." Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980. Þetta kemur fram í grein sem Wijnbergen skrifar á vefsíðu nrc handelsblad. Wijnbergen gegnir nú prófessorstöðu við háskólann í Amsterdam en hann vann áður um 13 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Þar kom hann að framkvæmd Brady áætlunarinnar fyrir Mexíkó á sínum tíma. Samkvæmt henni voru erlendar skuldir landsins afskrifaðar um 40%. Þetta leiddi til þess að erlendar fjárfestingar flæddu að nýju inni í landið og Mexíkó tókst að rétta úr kútnum eftir alvarlega fjármálakreppu. Í grein sinni húðskammar Wijnbergen fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, fyrir afstöðu hans í málinu og það sem hann kallar siðprúðu sveitina (morality brigade) í Hollandi sem hafi risið upp á afturfæturna í vandlætingu sinni yfir því að Íslendingar ætluðu ekki að borga skuldir sínar. Þá furðar Wijnbergen sig á ummælum Age Bakker forstjóra Hollandsdeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í hollenska sjónvarpinu um að aðstoð AGS við Ísland myndi frestast vegna Icesavemálsins. Wijnbergen segir að aðstoð AGS við Ísland hafi ekkert með Bakker að gera. Ákvarðanir AGS á Íslandi séu á borði framkvæmdastjórnar sjóðsins en ekki í höndum Bakker. Wijnbergen segir að Wouter Bos, og Gordon Brown, hafi ákveðið einhliða að bæta innistæðueigendum á Icesave tap sitt langt umfram þá upphæð sem reglugerðir geri ráð fyrir. Í Bretlandi upp að 50.000 pundum og í Hollandi upp að 100.000 evrum. Síðan hafi þeir tveir skellt þessum aukaskuldum á herðar Íslendinga. Það sé svo undarlegt að Bos hafi ekki spurt hollenska þingið um hvort hann hefði leyfi til þess að auka þannig innistæðutrygginguna á Icesave. Wijnbergen nefnir þá staðreynd að erlendar skuldir Íslands nemi nú 300% til 390% af landsframleiðslu landsins. Skuldakreppan í þriðja heiminum á níunda áratug síðustu aldrar hafi kennt mönnum hverning eigi að taka á slíku vandamái. „Að krefjast fullrar endurgreiðslu í þessum kringumstæðum leiðir bara til slíks umróts að kröfuhafar fái enn minna í sinn hlut en ef þeir myndu draga úr kröfum sínum," segir Wijnbergen. „Kröfuhafar eigi ekki að starfa hver fyrir sig. Alþjóðasamfélagið á ekki að leyfa Brown og Bos að krefjast þess að fá forgang umfram aðra kröfuhafa. Einhverjir, hugsanlega Norðurlöndin, ættu að samræma aðgerðir kröfuhafanna."
Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira