Viðskipti innlent

Skuldatrygging: Fjárfestar treysta Írak betur en Íslandi

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð tók mikinn kipp upp á við í dag samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA). Er nú svo komið að alþjóðlegir fjárfestar treysta fjármunum sínum betur í hinu stríðshrjáða Írak en á Íslandi.

Samkvæmt daglegu fréttabréfi CMA nemur skuldatryggingaálag Íslands nú 544 punktum og hækkaði það um rúm 7% frá því í gærdag. Álagið hefur legið í kringum 500 punkta frá því að forseti Íslands ákvað að vísa Icesave frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samhliða hækkun álagsins hafa líkurnar á þjóðargjaldþroti Íslands aukist að sama skapi. Standa þær nú í rúmlega 31%. Til samanburðar má nefna að skuldatryggingaálag Íraks stendur nú í 475 punktum.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 544 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram nær 5,5 % af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×