Viðskipti innlent

Skipakomur til Faxaflóahafna svipaðar milli ára

Á árinu 2009 komu 1504 skip til hafnar hjá Faxaflóahöfnum og er það álíka fjöldi og árið 2008 en þá komu 1523 skip.

Fjallað er um málið á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að af þeim 1504 skipum sem komu á árinu 2009 voru 711 fiskiskip og 451 flutningaskip og eru þá olíuskip ekki meðtalin.

Samanburður við árið 2007 er fremur óhagstæður, eins og vænta má, en þá komu samtals 1709 skip til hafnar og þar af voru flutningaskip 601 og fiskiskip 762 talsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×