Hægir á samdrættinum í innlendri veltu 18. nóvember 2009 11:53 Innlend velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum var 8% minni að raunvirði á tímabilinu júlí til ágúst síðastliðinn samanborið við sama tímabil í fyrra. Að nafnvirði var samdrátturinn tæplega 1%. Heldur er að draga úr samdrættinum í hagkerfinu á þennan mælikvarða en til samanburðar mældist hann 16% að raunvirði og 7% að nafnvirði á tímabilinu maí til júní samanborið við sama tímabil í fyrra.Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að mikil breyting hefur orðið á umsvifum í hinum ýmsu atvinnugeirum hér á landi frá því kreppan skall á fyrir ári síðan.Útflutningsgreinar hafa staðið allvel af sér storminn en þær greinar sem byggja á innlendri eftirspurn eiga hins vegar við ramman reip að draga nú um stundir. Þetta endurspeglast í ofangreindum tölum um virðisaukaskylda veltu atvinnugreina en þær sýna að sjávarútvegur má nokkuð vel við una um þessar mundir.Velta í fiskveiðum jókst um 20% að nafnvirði frá júlí og ágúst í fyrra til sama tímabils í ár. Þá jókst velta í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði, sem nær bæði yfir landvinnslu sjávarfangs og matvöruframleiðslu til innlendrar neyslu, um nærri 31% að nafnvirði á ofangreindu tímabili. Að teknu tilliti til verðbólgu má því ætla að raunvirði veltu í þessum greinum hafi aukist á milli ára.Framleiðsla málma dróst hins vegar saman á milli ára að krónutölu, og því minnkaði velta þar að raunvirði. Aftur á móti virðast flugsamgöngur hafa gengið með ágætum í sumar, en velta í þeim geira jókst um ríflega 32% í krónum talið á tímabilinu. Rekstur hótela og veitingahúsa virðist ekki hafa notið lágs gengis krónu með sama hætti og flugreksturinn, en þó var þar 12% krónutöluaukning í veltu á þessum tíma.Samdráttur í innlendri eftirspurn undanfarið endurspeglast skýrt í tölum Hagstofu. Þó hefur hægt nokkuð á samdrættinum. Velta í bílasölu og tengdum greinum skrapp saman um nærri fjórðung milli ára í krónum talið.Veltan í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð skrapp að sama skapi saman um 45% á milli ára. Smásöluvelta jókst hins vegar í krónutölu um 7% í júlí og ágúst frá sama tíma í fyrra, sem jafngildir um 1% raunlækkun. Sams konar þróun átti sér stað í sérhæfðri þjónustu af ýmsu tagi. Þá skrapp velta í tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi saman um 8% að krónutölu á milli ára.Ofangreindar tölur endurspegla þau umskipti sem orðið hafa í hagkerfinu frá þensluskeiðinu um miðjan áratuginn. Líklegt er að geirar tengdir innlendri eftirspurn á borð við bílasölu, umboðs- og heildverslun og ýmsar greinar smásöluverslunar muni áfram eiga undir högg að sækja, en hagur útflutningsgreina gæti vænkast frekar á næstunni ef það gengur eftir sem virðist vera að koma fram í erlendum hagtölum: Að nú sé botninum náð í kreppunni á heimsvísu og að eftirspurn erlendis muni taka við sér á komandi ársfjórðungum. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Innlend velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum var 8% minni að raunvirði á tímabilinu júlí til ágúst síðastliðinn samanborið við sama tímabil í fyrra. Að nafnvirði var samdrátturinn tæplega 1%. Heldur er að draga úr samdrættinum í hagkerfinu á þennan mælikvarða en til samanburðar mældist hann 16% að raunvirði og 7% að nafnvirði á tímabilinu maí til júní samanborið við sama tímabil í fyrra.Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að mikil breyting hefur orðið á umsvifum í hinum ýmsu atvinnugeirum hér á landi frá því kreppan skall á fyrir ári síðan.Útflutningsgreinar hafa staðið allvel af sér storminn en þær greinar sem byggja á innlendri eftirspurn eiga hins vegar við ramman reip að draga nú um stundir. Þetta endurspeglast í ofangreindum tölum um virðisaukaskylda veltu atvinnugreina en þær sýna að sjávarútvegur má nokkuð vel við una um þessar mundir.Velta í fiskveiðum jókst um 20% að nafnvirði frá júlí og ágúst í fyrra til sama tímabils í ár. Þá jókst velta í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði, sem nær bæði yfir landvinnslu sjávarfangs og matvöruframleiðslu til innlendrar neyslu, um nærri 31% að nafnvirði á ofangreindu tímabili. Að teknu tilliti til verðbólgu má því ætla að raunvirði veltu í þessum greinum hafi aukist á milli ára.Framleiðsla málma dróst hins vegar saman á milli ára að krónutölu, og því minnkaði velta þar að raunvirði. Aftur á móti virðast flugsamgöngur hafa gengið með ágætum í sumar, en velta í þeim geira jókst um ríflega 32% í krónum talið á tímabilinu. Rekstur hótela og veitingahúsa virðist ekki hafa notið lágs gengis krónu með sama hætti og flugreksturinn, en þó var þar 12% krónutöluaukning í veltu á þessum tíma.Samdráttur í innlendri eftirspurn undanfarið endurspeglast skýrt í tölum Hagstofu. Þó hefur hægt nokkuð á samdrættinum. Velta í bílasölu og tengdum greinum skrapp saman um nærri fjórðung milli ára í krónum talið.Veltan í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð skrapp að sama skapi saman um 45% á milli ára. Smásöluvelta jókst hins vegar í krónutölu um 7% í júlí og ágúst frá sama tíma í fyrra, sem jafngildir um 1% raunlækkun. Sams konar þróun átti sér stað í sérhæfðri þjónustu af ýmsu tagi. Þá skrapp velta í tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi saman um 8% að krónutölu á milli ára.Ofangreindar tölur endurspegla þau umskipti sem orðið hafa í hagkerfinu frá þensluskeiðinu um miðjan áratuginn. Líklegt er að geirar tengdir innlendri eftirspurn á borð við bílasölu, umboðs- og heildverslun og ýmsar greinar smásöluverslunar muni áfram eiga undir högg að sækja, en hagur útflutningsgreina gæti vænkast frekar á næstunni ef það gengur eftir sem virðist vera að koma fram í erlendum hagtölum: Að nú sé botninum náð í kreppunni á heimsvísu og að eftirspurn erlendis muni taka við sér á komandi ársfjórðungum.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira