Viðskipti innlent

Fasteignafélag N1 skuldum hlaðið

Úr verslun n1. Félag sem heldur utan um fasteignir olíufélagsins N1 skuldar milljarða í erlendri mynt.
Úr verslun n1. Félag sem heldur utan um fasteignir olíufélagsins N1 skuldar milljarða í erlendri mynt.

Umtak, félag sem heldur utan um fasteignir olíufélagsins N1, skuldaði 13,5 milljarða króna í lok árs 2007. Í lok ársins átti félagið eignir á móti skuldum, eða fyrir tæpa 14,4 milljarða króna.

Skuldirnar eru að mestu í evrum, svissneskum frönkum og japönskum jenum og standa eftir hrun krónunnar nú í tæpum tuttugu milljörðum króna.

N1 stofnaði Umtak í ársbyrjun 2007. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár.

Sævar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Umtaks, segir hafa verið skrifað undir ársreikning um mitt ár og hafi honum verið skilað til ársreikningaskrár. Þá sé það því miður algengt að lán fyrirtækja í erlendri mynt hafi hækkað mikið við fall krónunnar. Hann segir öll lán í skilum og enga gjalddagar í nánustu framtíð.

Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að framkvæmdastjórar N1, sem eru með afkomutengd laun, hafi síðustu daga verið að innleysa bónusa sína. Þeir nemi í einhverjum tilvikum tugum milljóna króna. Ástæðan mun ótti þeirra við að lánardrottnar félagsins kunni að taka það yfir.

N1 er með 1,5 milljarða króna lán á gjalddaga fyrir mitt næsta ár og sjö milljarða á gjalddaga árið eftir. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×