Viðskipti innlent

KPMG endurskipuleggur rekstur Ingvars Helgasonar

Að ráðgjöf Íslandsbanka hefur endurskoðunarfyrirtækið KPMG verið fengið til að endurskipuleggja rekstur Ingvars Helgasonar, sem flytur m.a inn Nissan bifreiðarnar, en bankinn er helsti lánveitandi félagsins.

Er þetta gert í fullu samráði við núverandi eigendur félagsins, eignarhaldsfélagið Sævarhöfða sem er í eigu eignarhaldsfélagsins Sunds, og þeirra Kristins Geirssonar, stjórnarformanns og Hauks Guðjónssonar, forstjóra, en þeir hafa báðir látið af störfum hjá Ingvari Helgasyni.

Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka er eignarhald á fyrirtækinu óbreytt, þrátt fyrir breytingar á yfirstjórn þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×