Viðskipti innlent

Samtök ferðaþjónustunnar ósátt með skattahækkanir

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðaþjónustufyrirtækin hafa fyrir löngu gert samninga um verð fyrir árið 2010. Þess vegna er ótækt að hækka skatta á þau fyrirvaralaust, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar í dag verða umtalsverðar hækkanir á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu.

„Ítrekað er að íslensk ferðaþjónusta er að skila ca. 150 milljörðum í erlendum gjaldeyri á þessu ári og veitir 15-20 þúsund manns störf. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt á það þunga áherslu að gríðarleg samkeppni er um ferðamanninn í heiminum í dag og hækkun flugfargjalda og annarra kostnaðarliða fækkar ferðamönnum og þar með tekjum," segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Segir mikilvægara að auka tekjur en að skera niður

Innan BSRB og Starfsmannafélags ríkisins hafa menn verið tiltölulega jákvæðir út í þá hugmyndafræði unnið er eftir í tillögum um skattabreytingarnar sem ríkisstjórnin kynnti í dag, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR.

Vilhjálmur: Í takt við það sem búist var við

„Þetta er svona í takt við það sem maður hafði búist við en ekki allt sem maður hefði skrifað upp á," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa heyrt af tillögunum í fréttum en ekki kynnt sér þær umfram það.

Tekjuskattur á millitekjufólk hækkar

Ríkisstjórnin hyggst taka upp þriggja þrepa skattkerfi. Frá þessu greindu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi sem hófst klukkan þrjú í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×