Viðskipti innlent

Helguvík hefji starfsemi snemma árs 2012

Century Aluminum gerir ráð fyrir að álbræðsla hefjist í álveri fyrirtækisins í Helguvík snemma árs 2012. Þetta kom fram í ræðu fjármálastjóra fyrirtækisins Mike Bless á ráðstefnu fjárfesta í ál- og námavinnslu sem fram fór í gær.

Að sögn fjármálastjórans gera áætlanir ráð fyrir að framkvæmdir hefjist af fullum krafti í Helguvík næsta vor. Gert er ráð fyrir að álverið rísi í fjórum 90 þúsund tonna áföngum og verði því á endanum 360 þúsund tonn.

Fjármálastjórinn segist litlar áhyggjur hafa af fjármögnun verkefnisins en í ræðunni komu fram efasemdir um aðgang fyrirtækisins að raforku á Íslandi því líkur væru á því að ekki verði búið að tryggja nægilegt rafmagn til að knýja álverið þegar það verði tilbúið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×